Sunday, April 29, 2007

-já já...það er oft sem ég hef ekki nennt að blogga og gleymt þessarri síðu...en samt aldrei jafn mikið og undanfarið

-byrjum á smá sprikl report
-kastaði 64.03m í gær...ekkert sáttur en það heldur áfram að fara lengra á hverju móti
-var alveg dúndur mót hérna með mikið af góðum árangrum
-fékk blómvönd þar sem ég er á síðasta ári að keppa fyrir skólann ... snökkt, snökkt
-kristín kom með liðið sitt og tékkaðu á okkur hérna í nor cal


-ég held að eftir að háskólakörfuboltinn klárast og þangað til úrslitakeppnin í nba byrjar sé alltaf leiðinlegasti tíminn í amerísku tv...bara póker (sem ég tek ekki vera íþrótt btw) í sjónvarpinu og bull
-golden state warriors, sem spila eimmitt í oakland, eru að standa sig rosa vel. eru komnir í 3-1 á móti dallas og allir hérna hafa dúndur trú á að þeir klári dæmið

-bjó aftur til rabbabaragraut...og gleymdi að gefa kristínu smakk til að sanna að þetta sé góður grautur hjá mér!

-til hamingju fannar með dúndur árangur!!

Wednesday, April 11, 2007


kepptum við stanford um helgina í tveggja liða móti. í fyrsta skipti í fjögur ár þá töpuðum við þessarri keppni karlamegin. frekar súrt að horfa upp á þetta sem fyrirliði....en svona er bara sportið...gengur ekki alltaf allt upp...og ætli það sé ekki þess vegna sem maður er í þessu!

ég fór í fjórar greinar...byrjaði bókstaflega á að hlaupa á milli langstökks (6,53m) spjótkasts (62.07m) og svo hástökk(1,85m). hitaði ekki neitt upp fyrir seinni tvær greinarnar og hætti í rauninni að stökkva eftir að ég sá fram á að ná ekki stigi þar. fékk svo smá pásu og fór í þrístökk og endaði á að fara 14.67m eða svo.

sunnudagurinn var svo undirlagður í páskamat og rólegheitum og reynt að losna við harðsperrurnar. fékk ekkert páskaegg í ár...en ég át þeim mun meira af ostaköku...og er enn að vinna á henni!

Tuesday, April 03, 2007

-fór til arizona...kastaði meðal annars 61.2xm í spjótinu...ekkert sáttur svo sem...en við höldum bara áfram að breyta og bæta
-það rigndi á okkur daginn fyrir mótið og var bara svona íslenskt sudda sumarveður...sem gerist eimmitt aldrei í arizona...allavega höfðu þeir sem búa þarna aldrei upplifað þetta áður
-fór svo í gegnum fyrri dag í þraut í vikunni...skítþreyttur...en þetta var ein góð löng æfing... steven æfingafélagi minn kláraði og rakaði saman 7215 eða svo, samt mikið inni hjá honum
-fór svo til stanford á laugardaginn að horfa á nokkra úr liðinu okkar keppa
-við keppum eimmitt við stanford á laugardaginn...

-fengum gestafyrirlesara í blaðamennskutímanum mínum...var sá sem böstaði balco fyrirtækið fyrir ólögleg lyf í íþróttum (og slatta í frjálsum)
-var gaman að heyra hans hlið á málinu og hvernig hann vann málið og hristi upp í,aðallega hafnarbolta, en samt mörgum íþróttum
-í dag var það svo gestafyrirlesari sem er búin að vera að vinna sem blaðamaður í afganistan og írak í mörg ár...hún búin að verða fyrir skotárásum nokkrum sinnum og sjá það fallegasta og ljótasta sem fólk getur gert... ég held meira að segja að ég kaupi bókina hennar í sumar og lesi hana

-florida meistari í körfunni í þeim mest óspennandi úrslitaleik sem ég man eftir
-BRÉFIÐ er komið í hús!