Sunday, November 27, 2005

gobble gobble

kominn tilbaka frá lake tahoe. mjög góð thanksgiving ferð...þetta er einna helst sem ég gerði
-borðaði mikið, mikið af góðum mat
-sat alveg helling í heita pottinum
-svaf eiginlega of mikið
-púslaði í fyrsta skipti í mörg ár
-upplifði minn fyrsta "californiska" snjó
-passaði að halda arninum vel heitum
-horfði á bíomynd...gerist ekki oft hjá mér
-fór út að hlaupa í 6600 feta hæð...miklu erfiðara heldur en að hlaupa við sjávarmál
-las og undirbjó ritgerðina mína
-grillaði borgara í snjónum
-plaffaði á nokkra fugla með loftbyssu...en án árangurs
-heyrðu í úlfum
-var næstum búinn að keyra á dádýr
-borðaði reyktan lax frá alaska...good stuff
-smakkaði egg nog í fyrsta skipti
-var ósigraður í borðtennis

farinn að klára ritgerðina mína...

Tuesday, November 22, 2005

W og Thanksgiving

unnum leikinn á laugardaginn. fann hreinlega til með stanford. á þeirra eigin heimavelli var þeim hreinlega rústað og þeir náðu bara einu sparkmarki. þannig að þó tímabilið í heild hafi verið smá vonbrigði þá alltaf gott að enda á því að rústa stanford. núna er það á hreinu að við förum í bowl leik. þe spilum við eitthvað annað lið í kringum jólin í svona eiginlegum úrslitaleik.

ananrs er thanksgiving á fimmtudaginn. þannig að skóli á morgun og svo er bara frí restina af vikunni. mikið af fólki farið heim á leið þannig að það verður fámennt í tímum á morgun get ég ímyndað mér. annars ætla ég að fara til tahoe með kat á morgun og vera þar í nokkra daga. tahoe er svona skíðasvæði í sierra fjöllunum og mjög mjög fallegt þar. þannig að ég er bara mjög spenntur að fara þangað, borða góðan mat, sofa slatta, horfa á íþróttir í sjónvarpinu, og kannski læra soldið.

allavega læt i mér heyra þegar ég kem aftur til byggða...

Saturday, November 19, 2005

smá props fyrir moggann...

sá frétt hjá mogganum um daginn. um leik hauka í körfu kvenna. hef svo sem ekki mikinn áhuga á því en alltaf gaman að fylgjast með. það sem ég er sáttur við er fréttamennskan í þessu hjá þeim. þetta er ekki bara einhver texti sem er skrifaður í kringum tölfræði eins og oft er gert heima. svona fréttir sér maður eiginlega aldrei hérna úti. allavega...langaði bara að benda á þetta. hérna er linkurinn

loksins laugardagur...

aðal leikurinn í dag í fótboltanum. keppum við stanford. það er svona eins og kr-valur, haukar-fh. leikurinn er í stanford þannig að ég fer ekki, horfi bara á hann í sjónvarpinu. annars hef ég ekki góða tilfinningu fyrir þessum leik. okkar lið er voða brothætt eitthað og datt til dæmis útúr topp 25 liðunum um daginn, stanford er á mikilli siglingu þannig að ég held að þetta gæti farið á hvorn veginn.


smá æfingablogg svona til að láta vita að ég sé enn að æfa...gengur bara mjög vel finnst mér, er búinn að vera í miklu álagi undanfarið, æfði til dæmis 16 sinnum síðutu 11 daga, án hvíldardags. átti reyndar ekki að vera þannig en ég var veikur og þá þurftum við að færa allt saman til. lyfti núna alltaf á morgnana klukkan 7 þrisvar í viku og hefur bara gengið vel. er farinn að taka snörun í fyrsta skipti frá gólfi og finnst það bara mjög gott. held að ég hafi aldrei verið jafn sterkur jafn snemma þannig að mar verður bara að halda áfram að byggja á því. verð samt örugglega að lyfta þungt töluvert fram í tímabilið mitt. búinn að vera að hlaupa tvisvar í viku núna, annars vegar er það vanalega 3-4x350m brekkusprettir eða 12x200m, þannig að það er allt saman í góðum gír líka. búinn að snerta allar greinarnar aðeins, mis mikið samt, búinn að vera að stökkva soldið stöng vegna þess að ég þarf það nauðsynlega til að koma til. svo erum við búnir að leggja aðeins meiri áherslu á spjótið fyrir mig fyrr núna. þannig að svona almennt hefur þetta bara gengið vel...7-9-13...það er eitt djók mót um miðjan desember þar sem að fyrirliðarnir kusu í lið og svo er keppt...meira samt í djóki en alvöru. en það er aldrei að vita að ég taki ekki smá þrístökk bara frá 8-10 skrefa atrennu svona til að ná í stig fyrir mitt lið.

Sunday, November 13, 2005

cal vs usc

fótboltaleikur hérna hjá okkur í gær. það var minn gamli skóli usc sem mætti í heimsókn hingað til okkar. þeir eru númer 1 í háskólafótboltanum og hafa unnið 31 leik í röð og þar á meðal tvo national championships. þannig að þeir eru einfaldlega lang bestir þessa dagana. síðasti leikur sem þeir töpuðu var eimmitt gegn okkkur fyrir tveimur árum. þá tók bjöggi myndina sem er hérna fyrir ofan á síðunni hjá mér. þannig að það var svona smá spenna í gangi fyrir leikinn og gaman að sjá hvort við gætum aðeins tekið þá á sálfræðinni. gekk ekki alveg...við töpuðum 35-10 og áttum ekki góðan leik. þessir gaurar sem spila fyrir usc eru bara fáránlega góðir íþróttamenn. slatti af þeim eiga undir 11s í 100m og nokkrir undir 10.5s og yfir 7m í langstökki og svo framvegis. þannig að þeir eru margir sem hefðu getað spilað kannski tvær íþróttir á fullum styrk í háskóla en ákváðu að einbeita sér að fótboltanum...hefur virkað vel í gegnum tíðína vegna þess að usc hefur verið eins og verksmiðja að búa til leikmenn fyrir nfl.
allavega...við vinnum þá vonandi bara næst. en fyrst að cal gat ekki unnið þá held ég bara með usc og vona að þeir fari alla leið enn eitt árið.

vinur minn frá usc kom hingað til að horfa á leikinn og eftir fórum við og fengum okkur gott að borða. ég hafði aldrei farið á almennilegan indverskan stað þannig að ég ákvað að láta hann taka mig, hann er indverji sjálfur, og velja eitthvað gott handa mér. endaði svo á því að fá þessa fínu máltíð og ekkert svo sterkt. hann var samt að segja mér að indland er svo stórt að það eru allt annar matur sem er til dæmis seldur á suður indverskum stað heldur en norður og svo framvegis. þannig að hann er búinn að stinga út góðan "suður" stað og svo á ég að hringja í hann þegar ég er að panta og láta hann leiðbeina mér. hljómar eins og fínn díll fyrir mig :)

Monday, November 07, 2005

kvef og vitleysa...

fékk kvef á föstudaginn og er búinn að vera nokkurn veginn slappur síðan þá. allur laugardagurinn fór bara í að láta sér líða illa og horfa soldið á sjónvarpið og almennt hangs bara. sunnudagurinn var aðeins skárri en samt ekki mikið. almennt hangs og sjónvarpsgláp. nokkrar tilraunir til að læra en bara gat það ekki. ég er nú allur að komast yfir þetta núna. sleppti samt æfingu í dag en mæti á morgun geri ég ráð fyrir. búinn að borða slatta af alls konar pillum og eitthvað sem virkar alveg mjög vel. svo vel að þegar maður hættir að taka þær þá allt í einu er maður orðinn veikur aftur. hehe

annnars tapaði fótboltaliðið okkar um helgina fyrir oregon. þannig að núna erum við ekki með lið í topp 25 í aðeins yfir tvö ár. sem er nú ansi gott en alltaf samt slæmt að detta úr toppnum. horfði svo á minn gamla skóla usc leika sér að stanford. algerir yfirburðir og þeir hefðu getað niðurlægt stanford algerlega ef þeir hefðu ekki byrjað að hvíla lykilmenn sína.

pís-jónas slappi

Wednesday, November 02, 2005

þess vegna flutti kallinn...



allavega...mánaðarmót...held að ég hafi sjaldan verið jafn fegin og þessi mánaðarmót. flutti loksins út. allavega...svona til að skýra aðeins betur af hverju ég stóð í að flytja þá ákvað ég að setja inn nokkrar myndir úr stofunni sem ég átti að búa í. tók þær daginn sem ég kom tilbaka í águst. þá voru samleigjendur mínir í ferðalagi og tóku svo ekki til fyrr en daginn áður en foreldrarnir komu um miðjan september. þann tíma var íbúðin ágæt en svo núna rétt áður en ég flutti út var allt komið í sama horfið.

allavega...ég á ekki NEITT af dótinu á myndunum nema tæknilega séð helminginn af sófanum, stólnum og borðið í horninu.





ömurlegt af þurfa að standa í þessu en mar verður bara að líta á þetta sem lífsreynslu svona eftir á!