Sunday, January 30, 2005

Pullman...

fór til pullman í washington um helgina. keppti samt ekki neitt. þannig er mál með vexti að ég tognaði léttilega í aftara lærinu á miðvikudaginn og það var samt ákveðið að taka mig með til pullman á mótið og vonandi væri ég skárri á föstudeginum. þar sem ég gat ekki skokkað á fimmtudeginum þá var það bara blásið af og ég var látinn taka video af öllum í hópnum mínum og hjálpa til. drullufúlt að fá ekki að keppa sjálfur en svona er þetta bara stundum.
almennt gekk liðinu mjög vel og þetta var fínt fyrsta mót hjá flestum. núna þarf bara að halda áfram á sömu braut og það er stefnt að því að allir, og ég líka, eigi fyrsta "topp" um mánaðarmótin feb-mars.

ég verð nú bara að segja að pullman var miklu skárra núna heldur en í fyrra. enginn snjór núna og miklu betra ferðalag allt saman. í fyrra þurftum við að vakna klukkan 3 um nótt til að keyra í flug en í ár var ákveðið að gera það seint á laugardagskvöldið þannig að við gátum nánast sofið út...eða til klukkan 5:15.

stefnan þessa vikuna er að vera svona tvisvar á dag í sjúkraþjálfun og vonandi fara svo til colorado um næstu helgi. upphaflega átti ég ekki að fara þangað en plönin hafa breyst aðeins og við verðum aðeins að skipuleggja innanhústímabilið mitt upp á nýtt. langar eiginlega meira að sleppa colorado og fara frekar til idaho helgina eftir. en ég verð bara að treysta fólkinu í kringum mig og gera það sem mér er sagt.

Monday, January 24, 2005

Reno cont...og meira að segja myndir -->

Ferðin til Reno á Pole Vault Summit var bara alger gargandi snilld. Það tekur svona 3 tíma að keyra þangað héðan og við vorum svo heppin að ein stelpan í hópnum á hús í skíðabænum Tahoe sem er rétt hjá Reno. Þannig að við forum bara beint til hennar og vorum þar að chilla. Tahoe er þvílíkt vinsælt skíðasvæði og soldið svona snobb að vera þar, en við höfðum það bara mjög fínt í fríu húsnæði. Við vorum níu sem fórum þannig að það passaði fínt í tvo bíla. Fyrsta kvöldinu var svo eytt í snjóslag og að renna sér á þotu niður brekkurnar fyrir ofan húsið hennar.

Föstudagurinn var tekinn rólegur og safnað orku fyrir Laugardaginn. Um kvöldið var samt "elítan" að stökkva. Þar var búið að fá saman fullt af góðum stökkvurum og það var haldið í nokkurs konar leikhúsi þar sem að það voru tvær atrennubrautir á sviðinu. Það voru 2000 manns sem mættu til að sjá alla stökkva og bara þvílík stemming, ég hafði aldrei upplifað þetta áður og mig langar strax núna að fara aftur á næsta ári og sjá þetta.

Laugardagurinn er svo aðaldagurinn. Það var keppt á 14 atrennubraurm allan daginn. Fyrstu hóparnir byrjuðu klukkan 830 og ég var svo í síðasta hópnum sem byrjaði klukkan 2000, og ég var held ég sá síðasti til að klára keppni þetta árið, og það var um 2230. Þannig að ætli það hafi ekki verið svona um 1500 manns sem voru að stökkva og það var stokkið allt frá 1.5m til 5.8m. Þannig að þetta var bara rosalega fjölbreytt og skemmtileg keppni.

Það sem að Bruce æfingafélagi minn var að keppa klukkan 830 um m0rguninn vaknaði ég og horfði á hann og svo var það bara koll af kolli sem ég horfi á hina ýmsu félaga mína stökkva. Þar sem ég var að stökkva svona seint að kvöldi var ég orðinn soldið stressaður að ég hefði ekki mikla orku til að stökkva svona seint um kvöld. Þannig að ég fór og lagði mig aðeins um miðjan daginn og náði að vera bara furði sprækur miðað við daginn og hvernig ég er búinn að ver að æfa undanfarnar vikur.

Mín keppni gekk bara framar vonum ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Tók með mér helling af stöngum og endaði með að þær voru allar of litlar fyrir mig vegna þess hversu sprækur ég var. Þeir sem hafa keppt á uppbyggðum innanhúsbrautum vita alveg hvernig fílingurinn er að hlaupa á þeim þannig að ég ákvað bara að setja allt í botn á fyrsta móti og nánast allt saman gekk upp. Þannig að ég er bara mjög sáttur við þessa byrjun. Fer svo um næstu helgi í hinn mikla skítabæ Pullman í Washington State og keppi þar í sjöþraut.

Á Sunnudeginum var svo farið á skíði og slakað soldið á. Skrifa meira um það seinna. Hef ekki meiri tíma í kvöld.

Ég tók nokkar myndir og ég set link hérna til hægri á þær. Það á vonandi eftir að bætast meira við þegar ég fæ myndir frá hinum vegna þess að ég var ekki alltaf með mína á mér.

Sunday, January 23, 2005

Reno...

kominn tilbaka frá Reno. komum mjög seint heim og ég verð að vera mættur snemma í skólann á morgun... þannig að ég stökk 4.50m, sem er jöfnun á mínu besta innanhús...later...

Tuesday, January 18, 2005

fyrsti skóladagurinn...

skólinn byrjaði í dag. var frí í gær vegna þess að það var Matrin Luther King dagur. hann er auðvitað mjög merkileg hérna og til dæmis má örugglega finna götu í hverri borg í usa sem heitir Martin Luther King gata. ég á eimmitt heima á slíkri götu núna.
allavega...fór í tvo fyrirlestra í morgun og báðir prófessorarnir eru með hreim. annar er frá suður afriku og talar soldið skrýtið en hinn er frá ísrael og hann er illskiljanlegur. vonandi kemur það samt. það er sem betur fer einhver sænsk sem kennir á móti honum en hún er með einhvern þann mesta fake breskan hreim sem ég hef heyrt á ævinni. þannig að ég fæ að hlusta á eitthvað annað heldur en slangrið sem talað er í frjálsíþróttaliðinu þessa önnina.

félagi minn hérna og æfingafélagi ákvað að gifta sig rétt fyrir nýja árið sinni heitelskuðu. þau ákváðu meira að segja að gera þetta tvisvar. lítil athöfn núna og svo verður risa athöfn í sumar. nú er bara vonandi að það verði nógu nálægt skólanum í haust svo ég geti látið sjá mig. mér skilst að ef ég mæti verði ég látinn sjá til þess að hann verði steggjaður almennilega. þannig að allar uppástungur eru vel þegnar. hérna eru svo nokkrar myndir af þeim. mynd1-mynd2-mynd3

Friday, January 14, 2005

reno...

þessi vika hefur farið að mestu leyti í að æfa. þar sem að skólinn er ekki byrjaður þá erum við búnir að ná að koma miklu í verk og æfa vel. erum eiginlega búnir að ákveða fyrsta mótið mitt. fer með nokkrum strákum á lítið mót á miðvikudaginn næsta og við ætlum að hlaupa 4x400m saman. á fimmtudeginum er stefnan svo sett á að fara til reno í nevada og fara og keppa í stöng þar. á hverju ári eru þeir með stærsta stangarstökksmót í heimi örugglega. man ekki alveg hvað það eru margir sem keppa þar en það er talið í hundruðum.

annars verð ég að fá að minnast á uppáhaldsíþrótt kanans, hafnarbolta. þeir voru að setja nýjar reglur um steranoktun og þykjast vera að hreinsa sportið og eitthvað bull. allavega. ef mar fellur einu sinni þá má maður ekki keppa í 15 daga og verður að fara í ráðgjöf. svo ef mar fellur þrisvar sinnum í viðbót á sama árinu þá er maður sendur í eins árs bann. bara algert djók. svo eru þeir svo lélegir að testa að það er örugglega bara nánast engar líkur á því að sami einstaklingur sem er testaður fjórum sinnum. og til að toppa þetta allt saman þá sér hafnaboltasambandið um þetta allt saman sjálft. þó að sportið mitt verði nú seint kallað "hreinasta" sportið þá er allavega tekið á steranotkun þar.

annars hvet ég alla til að senda silju góðar hugsanir á laugardaginn þegar hún keppir á sínu fyrsta móti í kentucky.

Saturday, January 08, 2005

money well spent...

kominn aftur til californiu. rigning og vesen hérna bara. en samt yfir frostmarki þannig að ég get ekki kvartað mikið.
ferðlagið gekk bara ágætlega. hitti stefán ragnar í fluginu til minneapolis og hann átti helling af frjálsíþróttavideum í tölvunni sem ég hafði ekki séð þannig að ég fékk að horfa á það allt saman. margt mjög cool stuff. þannig að það stytti mér stundir í fluginu. þegar komið var til minneapolis var bara borðað aðeins og haldið í næsta flug. ég hafði keypt mjög ódýran miða með einhverju flugfélagi sem ég hafði aldrei heyrt um þannig að ég var soldið stressaður hvernig vélin myndi vera og svoleiðis. kom í ljós að þetta var bara glæný boeing vél og þeir gáfu mér að borða og alles. til að toppa þetta allt saman fékk hver farþegi 3 sæti þannig að það var fátt annað í stöðunni en að koma sér einhver veginn fyrir og leggja sig. ég held að ég hafi bara sjaldan varið $107 betur í transport heldur en þarna.

í morgun var svo ákeðið að fara á svona morgunmatstað. ég átti ekkert að borða í ísskápnum í morgun og svangur eftir allt ferðalagið þannig að við ákváðum bara að fara og fá okkur svona 3000 kaloríu morgunmatsbombu. egg, kartöflur, pönnukökur og kaffi.