Sunday, October 30, 2005

leigumarkaðurinn

helgin alveg að verða búin og ég búinn að vera bara nokkuð góð hjá mér. ákvað að hafa rólega helgi og það bara tókst held ég. búið að vera mikið að gera í skólanum og á æfingum þannig að ég átti inni að taka smá chill.

það tók smá tíma fyrir mig að finna þessa íbúð og almennt er ekki mikið í boði á miðri önn þannig að þetta var soldið bras að mixa þetta. það er aðallega ein heimsíða sem hægt er að finna góðar íbúðir. þannig að bara alls konar fólk setur inn auglýsingar til að finna herbergisfélaga. þannig að það er alls konar fólk sem setur inn...allavega...þannig að þegar mar las auglýsingarnar þá hljómaði allt vanalega allt saman mjög vel þangað til mar kom að "í íbúðinni búa 5 "þroskaðar" lesbíur á aldrinum 50-60 ára" eða "ég er alger draslari og tek aldrei til" eða "það er ekkert eldhús" eða það skein í gegn að fólkið reykti mikið hass. svo kom það líka tvisvar fyrir að ég hringdi og þá var einhver sem talaði svona tvo orð í ensku og vildi helst tala við mig á indversku/hindi. þannig að ég var nú ekki lengi að hafna öllum þessum auglýsingum.

Saturday, October 29, 2005

fluttur...

loksins loksins...fluttur. tók smá tíma að finna rétta staðinn til að búa en ég held að ég hafi endað á bara mjög góðum stað og líður vel hérna. þannig að ég er svona að koma mér fyrir hérna núna og loksins get ég vonandi lifað smá eðlilegu lífi.
ég er svona að velta því fyrir mér hvort ég eigi að setja inn myndir frá þessum stað og staðnum sem ég átti heima á áður...þá sér fólk af hverju ég flutti. miklu miklu betra.

allavega...komin í létta viku í æfingunum. var orðinn vel þreyttur alla þessa viku en við náðum að gera alveg slatta í þessum 6 vikum sem við vorum á fullu. þannig að núna þarf bara að hvíla soldið og svo fara i gegnum aðrar 6 vikur. svona almennt hefur bara allt saman gengið vel en ég held að lyftingnar klukkan 7 á morgnana eigi eftir að skila sér þegar á líður. soldið erfitt fyrst en náði að venjast þessu öllu saman.

allavega...alltaf gaman að sitja við sína eigin nettengdu tölvu og geta notað íslenska stafi...

Sunday, October 23, 2005

halloween


mikid ad gera eins og vanalega. gaf mer samt tima um daginn med kat og skar ut grasker fyrir halloween. gekk bara vel finnst mer svona midad vid ad tetta er fyrsta skiptid. kat teiknadi andlitid bara fri hendis fyrir mig en hun sjalf notadi svona form til ad skera ut tessa kongulo. vonandi gengur ad setja inn myndina hingad inn lika.

annars er eg buinn ad vera ad hanga allan fostudaginn og laugardaginn med nokkrum strakum sem eru ad hugsa ad koma hingad fyrir frjalsaranar. nokkud godir strakar...sa sem eg var abyrgur fyrir a 2.03m hastokk, 6.6m langstokk, 14m i kulu, 45m i kringlu og eitthvad fleira. svo var einn sem a 5.1m i stong, og svo sa tridji er trautarstrakur lika sem a 4.7m i stong, 7.2m i langstokki og eitthvad fleira. tannig ad tad var nog af "talentinu" herna. bidid samt bara tangad til um naestu helgi...

tannig ad teir foru med okkur i hadegismat og svo a aefingu med okkur. eftir tad var farid ut ad borda med tjalfurnum og svo i sma party eftir tad. a laugardaginn var svo tekinn tur um skolann og teim synt allt saman svo bordad med lidinu og svo haldid a fotboltaleikinn. tar sem tetta var kvoldleikur voru allir bara treyttir eftir leikinnog bara farid heim og horft a biomynd. svo skutladi eg teim a hotelid og teir eru sennilegast ad koma heim nuna a sunnudegi.
held ad tetta hafi bara verid fin helgi og allir skemmt ser vel. nuna er bara ad bida og sja hvort teir komi hingad...

allavega...ritgerdin bidur...bid ad heilsa i bili...

Sunday, October 16, 2005

busy..

allt ad gerast...var med fyrirlestur i skolanum um daginn med nokkrum odrum. vorum ad tala eitthvad um altjodavidskpti og reglugerdir. gekk bara vel held eg. nuna veit eg allavega allt um innflutt bensin fra venezuela. kemur ser alltaf vel i framtidinni. a morgun er svo prof...tannig ad eg er a leidinni annad hvort a bokasafnid eda a bokasafnskaffihusid. tarf svo ad byrja ad skrifa tvaer ritgerdir i tessarri viku. tannig ad namslega allt a fullu.
buinn ad aefa niu sinnum tessa viku. tannig ad tad situr sma i manni. held ad tetta verdi allt saman i godu. eg er allavega allur ad koma til. var soldid eftir a eftir ad hafa ekki gert neitt i trjar vikur heima i sumar. samt bara gaman ad hrinja ur formi og koma ser svo aftur i form.

hitti jarred rome a fostudaginn...hann er 66.5m kringlukastari...ekkert sma stor gaur mar...held ad hann se sa staersti sem eg hef sed.

skrytin fraedi i handboltanum. asgeir og arnor ekki valdir vegna tess ad teir stodu sig ekki a hm unglinga...asgeir var samt sjoundi markahaesti og med slatta af stodsendingum og arnor ekki med slaema tolfraedi heldur. tjalfarinn styrir samt bara lidi sem var meistari fyrir tveimur arum i attunda saeti....eftir hofdinu dansa limirnir...alltaf gaman samt af karakterum sem eru kongar i eigin heimi og halda ad teir seu hafnir yfir gagnryni...hell..hann allavega fekk mig til ad blasa um tetta a minni eigin sidu...

Sunday, October 09, 2005

fucla

Jæja…kominn tilbaka til Berkeley ágætis ferð til LA þó að úrslitin í leiknum hafi ekki verið góð.

Svo...til að fara aðeins yfir þetta. Liðið mitt, California, var að keppa á móti UCLA: Cal var fyrir leikinn i 10 sæti á styrkleikalistanum en UCLA í númer 20. almennt var samt talið fyrir leikinn að UCLA væri betra. Ástæðan fyrir því var að við erum ekki búin að spila við góð lið enn sem komið er af tímabilinu en UCLA er búið að spila við ágætis lið og vinna. Þannig að allan tímann var vitað að þetta yrði dúndur leikur. Því miður endaði þetta samt á því að við töpuðum. Við vorum yfir mest allan leikinn en á síðustu mínutunum var öll lukkan þeim megin og þetta einfaldlega datt ekki okkar megin á endanum. Svona er þetta bara...

Allavega...leikurinn var í rosa bowl í pasadena. Þvílíkt stór völlur sem hefur oft áður verið með stóra viðburði. Þannig að það voru 85.000 manns á leiknum. Ekkert smá gaman og brjáluð stemming. Allir öskrandi og hoppandi til að styðja sitt lið. Ég held að þetta sé besti íþróttaviðburður sem ég hef farið á. Slegið út Barcelona, á Nou Camp og Lakers í Staples Center. Þannig að ef við hefðum bara unnið helvítis leikinn þá hefði þetta verði fullkomið.

Ég fór með nokkrum vinum vinar míns. 4 Indverjum sem eru allir nemendur hérna. Þeir þekkja svo allir besta vin minn frá Los Angeles. Þannig að við rúlluðum bara til hans á föstudaginn og gistum þar.
Á laugardaginn fórum við svo á kínverskan grænmetis stað í einhverju kínversku hverfi í LA. Var allt í lagi en ekkert sérstakt samt. Var svona “kjúklingur” sem er búinn til úr tofu. Þannig að þetta var allt saman bara eitthvað grænmeti og tofu. En ég gat komið þessu öllu saman niður og saddur á endanum.
Eftir það var bara haldið til rose bowl og lagt á einhverjum golfvelli. Þar voru bara mörg þúsund manns bara að grilla, sötra öl og almennt chill í gangi. Mjög gaman allt saman að sjá og taka þátt í.
Eftir leikinn var svo bara keyrt af stað hingað til Berkeley. Settum bara bílinn í 150 og vorum ekki lengi að rúlla hingað tilbaka, komum samt ekki hingað fyrr en hálf þrjú í nótt þannig að það er smá þreyta í mér.

Allavega...fín helgi...þótt úrslitin hefðu mátt vera betri...en svona er bara sportið...allavega farinn að læra...

Thursday, October 06, 2005

a leidinni til la

jamm...buinn ad segja samleigjendum, vinur minn og konan hans, minum ad eg aetli ad flytja ut eftir oktober. var buinn ad fa algert oged af sodaskapnum hja teim. var samt soldid erfitt ad gera tetta vegna tess hann er einn af minum bestu vinum. tannig ad eg er ad vona ad hann taki tessu ekki ollu saman personulega og svoleidis. en vid sjaum bara til. eg turfti allavega bara ad koma mer i burtu...tannig ad nuna leita eg mer bara ad ibud fyrir naestu manudi. hef verid ad reyna vid nokkrar ibudir en ekki gengid neitt brilliant. en tad eru nu nokkrar vikur tangad til ad eg tarf ad koma mer ut. tannig ad eg er ekkert mjog stressadur. verd bara ad halda afram ad lita i kringum mig og ta hlytur eitthvad gott ad finnast.

en eg er ad fara til los angeles a morgun. er ordinn mjog spenntur ad fara tangad. eg var svo sem tar i lok agust en tad er bara eitthvad svona innra med mer sem togar mig alltaf tangad aftur. tannig ad nuna fer eg og hitti vonandi alla gomlu felaga mina aftur og skelli mer svo a einn fotboltaleik. fer reyndar ekki ad horfa a minu gomlu felaga usc heldur ucla. hef aldrei farid tangad adur en mer skilst ad vollurinn teirra taki 80-90 tusund manns. nuna er berkeley numer 10 a styrkleikalistanum en ucla numer 20. tannig ad tetta aetti ad vera godur leikur.
eg keyri til la med nokkrum indverjum geri eg rad fyrir. tetta eru allt saman vinir vinar mins i la tannig ad hann reddadi mer tessu goda fari. vonandi bara fae eg ad sitja frammi svo eg turfi ekki ad kremja indverjana i aftursaetinu.

Saturday, October 01, 2005

klukk

Húff...time flies and no blog...

Allavega...mamma og pabbi farin heim. Búin að vera hérna í næstum tvær vikur og skemmtu sér bara vel held ég. Náðu að fara til San Francisco og svoleiðis. Síðasta daginn þeirra fórum við svo í vínsmökkun í Napa dalnum sem er ekki langt frá mér. Þannnig að við náðum að sjá alla þessa vínbúgarða hvað þetta er fallegt svæði allt saman.

Annrs eru æfingarnar komnar nokkurn veginn á fullt. Er búinn að vera að æfa 9 sinnum í viku undanfarið og ég held að ég haldi mig við það enn sem komið er. Þessa önn þarf ég að lyfta klukkan 7 á morgnana þannig að það tók smá tíma að venjast því að vakna svona snemma. En þetta er allt saman að koma.

Svo er ég að pæla í að fara til Los Angeles um næstu helgi. Skella mér þangað í svona eins og 28 tíma eða svo. Það er fótboltaleikur þar sem ég er að pæla í að fara og sjá en ég er nú aðallega bara að fara þangað til að sjá soldið af gömlu vinum mínum frá usc. Sjáum til hvað gerist.

Mér skilst að ég var klukkaður um daginn...ég er búinn að vera svo lítið á netinum undanfarið að ég skil nú ekki alveg hvað þetta þýðir...en við látum bara vaða og sjáum hvort eitthvað af þessu hitti í mark.

Mér finnst leiðinlegt að keyra, eins og ásgeir bróður mínum, þannig að vanalega þegar við þurfum að fara eitthvað þá reynum við að komast hjá því eins og við getum að keyra.

Þegar ég var að safna körfuboltamyndum, held að ég hafi verið 11-12 ára, þá safnaði ég aðallega domonique wilkins...veit ekki alveg af hverju. Held samt að það hafi verið vegna þess að hann gat gert flottustu “vindmyllu-troðslurnar”. Held að hann hafi nú samt verið almennt góður leikmaður líka.

Ég sé mikið eftir því að hafa ekki verið utanskóla í menntaskóla..að vissu leyti..

Ég hef prófað að fara í tvöfalt snú snú...svona eins og mar sér í amerískum bíomyndum. Lúmst erfitt að fatta taktinn í þessu en þetta gekk á endanum og ég náði að vera inni í svona 1 mín.

Ég held að myrkrið heima verði það erfiðasta að sætta sig við þegar ég flyt heim.

ég er nú svo lengi að gera þetta þannig að ég held að ég hafi fáa til að klukka...en ég held samt að tumi ætti nú að skella svona inn hjá sér.