Sunday, October 31, 2004

x-country

skólinn minn hélt víðavangshlaup í svæðismeistaramótinu okkar í gær. þannig að ég og nokkrir fleiri vorum plataðir til að starfa. lögðum af stað klukkan 7 um morguninn til að vera mættir á réttum tíma. við vorum að vinna í markinu við það að raða fólki í rétta röð miðað við hvernig það kemur í mark. þannig að allir fengu latex hanska til að vera ekki að fá gubb, svita, slef og annað á puttana. gekk bara fínt allt saman. nema að sumar stelpurnar voru varla með meðvitund þegar þær komu í mark. en það var svo sem fullt af læknum og sjúkraliði þarna þannig að við rifum bara númerið af þeim sem gátu ekki labbað og héldum sjálf á því í röðinni.

seinni parturinn af gærdeginum fór í að recruita (fá fólk úr high school til að koma hingað í skólann). það var nefnilega soldið sérstakur gaur í heimsókn. hann á 2.27m í hástökki og stökk það þegar hann var 17 ára. þannig að við töluðum við hann og sýndum honum háskólasvæðið og fengum okkur að borða með honum og svoleiðis. þannig að núna er bara að vona að okkur hafi tekist að sannfæra hann um að skólinn hérna sé góður kostur. hann á svo sem eftir að fara á nokkra staði í viðbót en það er aldrei að vita hvað gerist.

Wednesday, October 27, 2004

bambino!!

jæja hafnarboltatímabilinu er lokið. Boston Red Sox unnu "heimsmeistarakeppnina". Boston náði að vinna 4-0 í úrslitum. mér tókst að flygjast nánast ekkert með þessari keppni. myndi giska að ég hafi sé svona 30 sec af keppninni og það var bara vegna þess að það var kveikt á sjónvarpinu í sjúkraþjálfuninni um daginn. þessi klúbbur er ekki búinn að vinna titilinn í síðan í fyrri heimstyrjöld þannig að ég held að það sé búið að bíða soldið lengi eftir þessum titli.

það er frekar mikið um hassreykingar hérna í berkeley. þetta er gamalt hippabæli og allt sem tengist hassreykningum er svona frekar frjálst. þegar mar gengur um í miðbænum þá finnur mar stundum lyktina og er boðið að kaupa og alles. ekki nema hvað...einn nemandi deyr skyndilega á föstudagsmorgni og vinur hans fer mað hann á sjúkrahúsið. lögguna fer að gruna eitthvað og fer heim til þeirra. kemur í ljós að þeir voru með 7 kíló af hassi, einn risa riffil, riffil, tvær skammbyssur, slatta af hnífum, einverjar pillur og 1.000.000 ísl kr. kemur í ljós að þrír nemendur áttu allt þetta og sá sem er dáinn. þannig að þeir eru í grjótinu núna og verða það vonandi eitthvað áfram.
þó að þetta sé eitt mesta nördabæli sem hægt er að finna í öllu usa þá eru alltaf einhverjir sem eru að einbeita sér að einhverju öðru en skólanum.

Saturday, October 23, 2004

jæja...það gengur ekki alveg nógu vel hjá mér að setja eitthvað hérna inn...allavega...here is comes...

búin að vera fín vika hjá mér. "venjuleg" skólavika, þannig að engin próf eða ritgerðir eða svoleiðis. samt búinn að vera undirbúningur fyrir ritgerð sem ég þarf að skila inn í bráðlega. ég á að taka viðtal við einhvern áhugaverðan og ég ákvað bara að bóka viðtal við íþróttastjórann í skólanum og rekja úr henni garnirnar og setja það saman í ritgerð. vona að það verði áhugavert á endanum.

smá skýrsla um sportið. við erum byrjaðir aðeins að setja okkur í stellingar fyrir greinarnar okkar. búnir að vera að kasta boltum fyrir kúlu, kringlu og spjót og stökkva soldið af stöng. þetta stigmagnast svo allt saman bráðlega. hlupum nokkra 200m spretti og líka brekku í vikunni. er ekki alveg jafn sterkur í hlaupunum og í fyrra. ég ætla að kenna meiðslunum í löppinni á mér um það. en ég er að vinna í því að styrja allt draslið í kringum vinstri ökklann og hásinina. er að styrkjast í lyftingunm. held að ég hafi hreinlega aldrei verið sterkari svo snemma. þannig að ég er bara mjög sáttur við það. enda erum við búnir að vera að eyða góðum tíma í klefanum.

ekkert smá sáttur við eina stelpuna í liðinu mínu. hún er kastari og ég sá hana taka beygju í dag...og hún öskraði sig hása í síðasta settinu sínu. allir voru frekar hræddir vegna þess að enginn átti von á því að þessi rólega stelpa myndi breytast í skrímsli þegar hún tekur beygju.

Sunday, October 17, 2004

unnum fótboltaleikinn á laugardaginn. ég nennti nú ekki að vera að fara á leikinn. sat bara heima og horfði svona öðru hvoru á hann í sjónvarpinu. það voru 70.000 manns að horfa á leikinn og allt brjálað. sem er ekkert nema gott. núna erum við númer 8 á styrkleikalistanum og vonandi náum við að komast ofar á hann þegar líður á tímabilið. það skilar inn svo svakalega miklum peningum fyrir skólann ef fótboltinn stendur sig vel. nokkur hudruð milljónir ísl kr jafnvel. þannig að það er að myndast smá pressa á þjálfarana og leikmennina.

annars var ekki mikið gert þessa helgi. fór og hjálpaði vini mínum að flytja aðeins. þannig að við náðum að bera nokkra kassa og fylla bílinn hans nokkrum sinnum. annars er bara búið að sofa og læra alla helgina.

mig grunar að það eigi eftir að vera skítaveður hérna alla vikuna. rigndi aðeins í dag og ég held að það eigi eftir að rigna þrjá daga í þessari viku og þá væntanlega eftir að vera kaldara en vanalega. sem er alveg óþolandi...ég er orðinn alltof vanur góða veðrinu hérna....það er eitt sem ég hef aldrei skilið hjá íslendingum sem eiga heima erlendis þegar þeir segja að þeir sakni svo skyddu, rigningar og roks og sé svo gott að koma heim og upplifa þetta aftur. ekki það að ég sé orðinn svo spilltur að ég geti ekki verið í svona veðri en ég myndi samt óska þess að það væri aldrei slydda og drulluveður.

Thursday, October 14, 2004

tests...

búinn að vera frekar latur við að skrifa hérna inn vegna þess að það er búið að vera mikið að gera þessa vikuna. ritgerð og svo próf í morgun. þannig að ég er búinn að vera frekar þreyttur í kvöld og ætla að reyna að fara snemma að sofa til að geta farið í fimleika í fyrramálið (fyrir stöngina allt sko...;))

æfingarnar eru búnar að ganga frekar vel undanfarið. búinn að vera að hlaupa töluvert undanfarið, alls konar tröppur og meira að segja yfir grindur...og auðvitað mikið af valhoppi.
lyftingarnar eru búnar að vera erfiðar. sem er bara gott. förum samt vonandi að minnka endurtekningarnar bráðlega.
í dag var test hjá okkur. hlupum 30m, 300m, langst. án atrennu, kúlu afturábak, og þríhopp. ég kom bara ágætlega útúr þessu öllu saman, er aðeins hraðari og sterkari núna en í fyrra en var aðeins hægari í 300m. sem er bara ágætt þar sem við erum ekki búin að vera að hlaupa alla 200m með stuttu hvíldunum og allt það.

það er homecoming helgi hérna um næstu helgi. það þýðir að það verði fullt af foreldrum hérna á fótboltaleiknum. við spilum við ucla. ættum að vinna þá frekar auðveldlega. en það er aldrei að vita í þessu sporti. meira um það seinna

Monday, October 11, 2004

næstum...

kominn tilbaka. fórum seinni partinn á föstudeginum og keyrðum bara beina leið til los angeles. bein leið þýðir að það er keyrt nánast þráðbeint á hraðbraut númer 5. ef ég man rétt þá eru þetta eitthvað um 450 km...á þessari einu hraðbraut. þannig að þetta var engin skemmtikeyrsla. ég verð samt að hrósa bmw fyrir að búa til svona góða bíla. strákurinn sem ég fór með á þennan stóra fína bmw og það var miklu betra að vera í honum heldur en bílnum sem ég keyrði til la í fyrra.

allavega...að aðalatriðinu...við töpuðum leiknum. frekar svekkjandi. við vorum með betri tölfræði í öllu nema einu...og það voru tapaðir boltar. þannig að ætli við höfum ekki tapað á því við töpuðum bara með 6 stigum samt (sem er jafnt og eitt mark í viðbót, án sparkstigsins...já ég veit að þetta er fáránlegt stigafyrirkomulag). en stemmingin var klikkuð. allt pakkað og rúmlega 90.000 manns á vellinum. þannig að þvílíkur hávaði og show sem var í gangi. margir mættur löngu fyrir leikinn og á jeppunum og bara grillað og fengið sér öl. þannig að það var rosalega mikil fjölskyldustemming á vellinum. fullt af fólki eyðir bara öllum laugardeginum í þetta með allri fjölskyldunni.

Thursday, October 07, 2004

down the five...

búinn að ganga frá öllu varðandi ferðina mína til los angeles. leggjum af stað seinni partinn á morgun. vonandi lendum við ekki í veseni í umferðinni. vona að við lendum ekki í umferðarteppu á leiðinni. það er líklegt að við sleppum við umferðina í kringum san francisco...en aftur á móti mjög líklegt að við lendum í mikilli umferð í kringum la. strákurinn sem keyrir á stóran svartan bmw þannig að það ætti að vera nokkuð notalegt hjá okkur.

það er mikið búið að fjalla um leikinn á laugardaginn, þar sem cal-usc spilar. usc er númer eitt á styrkleikalistanum og cal númer 7. þannig að...soldið langsótt...cal gæti verið númer eitt eftir helgina...ef þeir vinna...georgia, oklohoma og texas tapa. þannig að það ég held að allt þetta eigi ekki eftir að ganga.

Monday, October 04, 2004

miðinn kominn í hús...

kominn með miða á leikinn. vinur minn náði að redda mér miða...þannig að núna er ég orðinn mjög spenntur fyrir því að fara á leikinn. stefnan er að fara strax eftirmiðdaginn á föstudaginn og bruna bara beint til la. þetta er ein leiðinlegasta bílferð sem hægt er að fara samt. nánast ein hraðbraut sem liggur gjörsamlega beint í svona 400km. bara einhverjar beljur og akrar sem mar sér. ég þarf endilega að gefa mér einhvern tíma og keyra með ströndinni til la. það á víst að vera mjög falleg leið.

Það er búin að ráða nýjan þjálfara til okkar. Hann heitir Phil McMullen og lenti í því að verða fjórði (og þar með komast ekki á ól vegna þess að það má bara taka topp þrjá á leikana) bæði í ár og líka fyrir fjórum árum. Hann er mjög góður, 8280 stig, og er úber hress náungi. Ætlar að æfa í eitt ár í viðbót og reyna að komast á sitt annað heimsmeistaramót í Finnlandi næsta sumar. Þannig að þeir þrír þjálfarar sem koma nálægt mér eru með yfir 8000 stig að meðaltali. Ekki slæmt það...