Sunday, February 26, 2006

fór í gegnum fínustu sjöþraut núna um helgina. endaði með 5429 stig sem er 8 stigum frá mínu besta frá tveimur árum ... en ég er bara sáttur við þetta skor.

svona lítur þetta út...
60m-7.53s-vonbrigði mótsins ... af augljósri ástæðu
langstökk-7.03m, annað skiptið sem ég fer yfir 7m og ég held að þetta sé 1cm bæting ... sáttur
kúla-13.45m, ok ... ekki mikið meira en það samt
hástökk-2.00m, fílaði mig vel og loksins náði að setja þessa grein saman ... bæting um 4cm, loksins náði ég að komast yfir 2m! tók bara tvær tilraunir á 2.03m vegna þess að ég var eiginlega bara bensínlaus!
grind-8.64s-örugglega tæknilega séð besta hlaupið mitt ever ... kemur samt næst á eftir 60m varðandi vonbrigðin
stöng-4.36m-veit ekki alveg hvað ég á að halda ... ágætlega gert fannst mér en hefði átt að fara yfir 2-3 meiri hæðir. hefði held ég þurft að keppa einu sinni áður í stöng á tímabilinu með "ferska fætur"
1000m-2:41,14s-bæting um 1.5s eða svo ... hljóp þetta taktískt vel ... reyndi að pressa allan tímann ... var alveg útúr heiminum eftir hlaupið og ældi hrikalega!

það sem ég er sáttastur við þessa helgi er samt að ég hlóp 1000m hlaupið án þess að hafa einhvern hálfvita hakka á mér hælinn eins og fyrir tveimur árum!

fór töluvert yfir b lágmarkið á nationals, þannig að núna er bara að krossleggja fingurna og vona að ég komist inn.

allavega...kominn tími á að hella sér í bækurnar og kaffið

Thursday, February 23, 2006

farinn til seattle...later

Monday, February 20, 2006

stóðgripasýningin...


á leiðinni til reno. vorum á svona stórum amerískum jeppa þar sem það er hægt að hafa sæti í skottinu...

keppti um helgina í reno. mótið var haldið í búgripahöll þar sem að það var búið að púsla saman viðarbraut. þessar fínu spítur sem var búið að lakka fyrir mörgum mörgum árum, saga niður í litla reiti og svo bara púslað saman. frekar skrýtið en virkar fínt. hröð braut ... en erfitt að hlaupa á vegna þess að hún er ekki alveg slétt og mishörð. vanalega eru dýr sýnd þarna og seld til undaneldis. en svona á veturna er hlaupabraut sett saman og haldin mót um hverja helgi.

okkur grunaði að tímaseðllinn myndi stríða okkur aðeins og við fengum að finna fyrir því seinna meir. lentum í því að þurfa að keppa í öllu í einu. tók eitt stökk til skiptis í stöng og langstökki þangað til að ég var kallaður yfir í grindina. þannig að ég held að ég hafi tekið um 6 stökk í stöng, 5 stökk í langstökki og eitt grindahlaup á um 40 mínútum. þannig að það var ekki mikið úr góðum árangrum en við náðum samt að keppa aðeins. við vorum aðallega að fara til reno að keppa þar sem að það var spáð vondu veðri hér. þannig séð tókst okkur svo sem áætlunarverkið, sem var einfaldlega að geta keppt hlaupið atrennur og farið í gegnum smá rennsli.

um næstu helgi er svo aðalmótið okkar þannig að núna verður hvílt vel og tjúnað sig vel upp fyrir helgina.


ég og steven að bíða eftir að geta hitað upp

Thursday, February 16, 2006

reno

fer til reno, nevada, á morgun að keppa. ákváðum að fara í gær, þannig að þetta er smá skyndiákvörðun. okkur fannst bara að við ættum að fá eitt mót í víðbót sem svona tune up mót. ætlum að reyna að stökkva stöng, langstökk, hlaupa grind og kasta kúlu. en eins og oft áður fer þetta allt eftir tímaseðli og svona ... þannig að kannski sleppum við einhverju.
brautin þarna er víst viðarbraut. þannig að það eru bara stórar viðarplötur sem eru lagðar niður og svo hlaupið á þessu. á víst að vera mjög hratt, enda hart, þannig að það verður bara fínt. bara að passa sig að detta ekki ... mar gæti endað með svona 200 flísar alls staðar.

Sunday, February 12, 2006

beach day



fékk frí á æfingu á föstudaginn þannig að það var fátt annað í stöðunni en að skella sér aðeins á ströndina og taka pósuna.

hef ekki séð ský á himni hérna síðan á mánudaginn og hitinn búinn að vera fínn. þannig að ég þurfti að leita aðeins, ekki lengi samt, að stuttbuxunum. ekki frá því að sólin sé meira segja búin lita aðeins á mér skinnið. enda ekki annað hægt miðað við tímann úti að æfa.

kallinn alveg að fara yfirum í matargerðinni. í kvöld var það laxa"pulsur", baguette brauð með sólþurrkuðum tómötum-hummus, hrísgrjón, sojamjólk, spínat ... það hlaut að koma að því að þessi hippabær sem ég á heima í myndi koma með einhverjar skrýtnar hugmyndir inn í hausinn á mér.

mikið rosalega var verve góð hljómsveit...

Tuesday, February 07, 2006

i am organic

super bowl á sunnudaginn. mínir menn, steelers, unnu leikinn. var samt frekar leiðinlegur leikur og, þó að ég heiti ekki viggó, þá verð ég að segja að dómararnir voru ekkert sérstakir. veit svo sem ekki hvort þetta hafi ráðið úrslitum...en svona leiðinlegt að þetta hafi komið upp. rolling stones voru ekkert sérstakir fannst mér. en kannski betra að hafa þá heldur en margt annað. samt erfitt að finna eitthvað gott fyrir allar 90 milljónirnar sem horfa á leikinn. sérstaklega vegna þess að þessar 90 milljónir eru samansett af öllum alri, kyni, kynþætt etc etc
auglýsingin kostaði víst $2.5 milljónir. eins gott að hafa góða auglýsingu...

fór annars í eina af búðunum hérna í kringum mig sem selja lífrænt ræktaðar vörur. gerði ágætis kaup held ég bara og eldaði líka svona rosa góðan kvöldmat. þarf að fara þangað meira svona öðru hvoru.

veðrið aðeins farið að skána...var svo sem ekkert að því nema að það var rigning. en núna er allavega bara heiðskýrt og sól og fínt. ég kvarta ekki...

over...and...out...

Thursday, February 02, 2006

súper helgi

ferðast ekki um helgina. þannig að maður getur farið í föstudagsfyrirlestur og alles. fínt líka að sofa heima hjá sér og hvíla sig soldið. það er smá mót hjá okkur hérna um helgina samt. allar helgar í febrúar eru svona all-comers mót. þar keppa vanalega krakkar sem búa hérna og gamalt fólk og svona, svo notar liðið mitt þetta sem æfingamót. þannig að það er vanalega svona frekar létt æfing á föstudögum og svo mótið notað sem æfing. þannig að það kemur bara vel út fyrir okkur.

annars verður helgin notuð í að lesa nokkuð hundrup bls og skoða heimadæmi. verð að ná að bæta upp fyrir það sem ég er búinn að missa úr áður en það verður of mikið. verð nú samt að taka mér smá frí á sunnudaginn og horfa á super bowl. ég ákvað að halda með steelers þegar þeir fengu leikmann sem heitir polumalu frá usc. síðan þá hef ég fylgst aðeins með þeim og honum. hann er orðinn einn besti maðurinn í sinni stöðu á vellinum og svo steelers komið mikið á óvart í úrslitakeppninni.

bjössi góður!...tvö met á einni viku...til hamingju