Monday, March 27, 2006



berglind systir mín kom í heimsókn til mín um helgina. hún stoppaði stutt en við náðum að gera ansi margt enda vorum við að allan daginn eitthvað að stússast.

náðum að fara í þennan fína bíltúr um san francisco og keyra um svæðið allt saman. lentum í frekar mikilli traffík þannig að þetta tók aðeins lengri tíma heldur en við ætluðum. en það var bara ágætt...enduðum svo í þessa fína matarboði/chilli heima hjá kat.



vorum dugleg að borða góðan mat um helgina. náðum að borða amerískan,indverskan, pakistanskan, ítalskan, og svo alltof mikið af íslenskum lakkrís.

hérna er sá indverski

Thursday, March 23, 2006

spring break í næstu viku...hélt að það myndi vera miklu meira að gera í skólanum hjá mér þessa vikuna heldur en varð raunin...ég kvarta ekki. ætli þetta lendi ekki allt saman á vikunum eftir spring break í staðinn bara...

keppi ekki um helgina en við ætlum að fara í gegnum hluta af þraut í næstu viku á miðvikudegi og fimmtudegi. erum ekki búnir að ákveða hversu mikið og hvaða greinar koma til greina...ætlum bara að reyna að spila þetta soldið eftir hendinni. held að það verði fín keppni þarna. allavega þeir strákar sem ég æfi með og eru að æfa á vellnum okkar ætla að vera með...en ég held að þeir séu allir í sömu pælingum og ég...bara velja nokkrar greinar og hafa gaman.

berglind systir mín kemur í heimsókn til mín á morgun. hún þurfti að fara í vinnuferð til usa þannig að hún gat framlengt hana aðeins og stoppar hérna hjá mér yfir helgina.
við vorum eimmitt að hlæja að því að hún þarf að fljúga um 3-3.5 klst til að koma hingað til mín. þetta þykir bandaríkjamönnum alveg sjálfsagt...en ég hef ekki heyrt um marga íslendinga sem nenna að fara í helgarferð til spánar. svona eru fjarlægðir skrýtnar...allavega í hausnum á manni..
allavega...ég er hinn ánægðasti með að fá hana hingað í heimsókn til mín og ég þarf að sýna henni allt það helsta hérna í kringum mig.

Sunday, March 19, 2006

leti í blogginu...gleymi alltaf að ég á svona síðlung...

allavega...próf í byrjun vikunnar og svo heimadæmi á miðvikudaginn. þannig að ég var þreyttur eftir átökin þannig að fátta annað en að slaka vel á.

átti að keppa í gær í nokkrum greinum en á endanum ákváðum við bara að hvíla mig og láta mig lyfta í staðinn. hefði viljað keppa aðeins þar sem að það var rosa gott veður og hefði verið gaman að vera með.
annars voru um 1000, já 1000, keppendur hérna um helgina. hef aldrei séð annað eins. nánast allir af þessum keppendum voru high school keppendur. ég hélt að boðhlaupin ætluðu aldrei að verða búin. mig minnir að boðhlaup stráka og stelpna hafi tekið um klukkutíma og það var skotið af stað svona mínútu eftir hlaupið á undan. þannig að það var gaman að sjá þetta allt saman. árangrar alls staðar á skalanum. high school strákar að stökkva 4.5m í langstökki og upp í það að stökkva 5.3m í stöng.

ein vika eftir í skólanum og svo spring break...tel niður dagana

Monday, March 13, 2006

gekk ekki upp á nationals. gerði þrjú ógild í langstökkinu þannig að eftir það var þessi þraut þannig séð í ruslinu. er ekki alveg búinn að átta mig á því enn hvernig mér tókst að gera þetta ... hrikalega svekkjandi ... en bara live and learn ...

ákváðum að halda áfram með þrautina og nota þetta sem tækifæri til að bæta mig. það gekk ekki upp fyrr en seinni daginn, eftir að ég var búinn að sofa úr mér fýluna og bölva í hljóði og upphátt í nokkra klukkutima, að ég bætti mig í stöng. komst loksins í smá gír með það og fór 4.6m. sáttur...en það er mikið inni. þarf að halda áfram að vinna í tækninni sem predikuð hérna og þá kemur þetta.

annars var þetta rosalegt mót. hef aldrei séð með eigin augum jafn mikið af góðum íþróttamönnum saman komna. mikið af góðum árangrum og brautin rosalega góð. 6000 manns að horfa og bara rosa stemming. ekki skemmdi fyrir að heimaliðið vann karlakeppnina ... þannig að það voru allir í stuði þarna.

alysia endaði þriðja í 800m þannig að það var rosa gott hjá henni. heimferið var svo löng og leiðinleg. skulum bara orða það þannig að þegar ég kom hingað heim klukkan 12 að hádegi voru 10 tímar síðan við fórum frá hótelinu. þannig að það var fátt annað en svefn og matur sem komst að í gær

plönin með utanhústímabilið hafa breyst aðeins eftir þetta en það kemur allt saman í ljós bráðlega. við ætlum að halda áfram að keppa töluvert og nota hreinlega sem æfingar og toppa í einni þraut einhvern tímann bráðlega og svo bara í maí.

Tuesday, March 07, 2006

fer á morgun til arkansas. leggjum snemma í hann vegna þess að þetta verður soldið langt ferðalag, þannig að við komum ekki þangað fyrr en um kvöldmatarleytið.
planið á fimmtudaginn er svo bara að liggja í leti og borða vel. ballið byrjar svo snemma föstudagsmorguninn og stendur eitthvað fram eftir degi. svo verður sama programm á laugardaginn. leggjum svo í hann eldsnemma heim á sunnudaginn og verðum komin hingað sjúskuð og þreytt seinni partinn.

það verða bara tveir keppendur frá okkur á þessu mót. voru nokkrir aðrir sem voru nálægt því að komast en það tókst ekki alveg þetta skiptið. þannig að það er ég og alysia sem förum. hún hleypur 800m, 2:05.5, mjög líklega báða dagana. þannig að það verður fámennt en góðmennt. fara svo þrír þjálfarar með okkur og sjúkraþjálfari. þannig að þetta verður fínn hópur saman.

læt heyra í mér þegar ég kem tilbaka.

Monday, March 06, 2006

NCs

fékk að vita seinni partinn í dag að ég er kominn inn á nationals, lokamót háskólakeppninnar. þannig að ég er rosa sáttur með að hafa komist inn og fá tækifæri til að keppa við þá bestu.
fer á miðvikudaginn, keppi á föstudag og laugardag, og kem svo tilbaka sunnudag.

Sunday, March 05, 2006

kóngurinn kom líka með þessa fínu skenkuuppskrift....sko kallinn...ég verð að leggja höfuðið í bleyti og koma með einhverja bombu næst.

róleg helgi bara. var á vellinum í gær að hjálpa vinum mínum að stökkva stöng og svo fer ég sjálfur í dag og geri eitthvað. þannig að við erum að gíra mig upp aftur eftir þrautina. fæ að vita það á morgun hvort ég fari á nationals. bíð hrika spenntur. svo þurfum við aðeins að setjast niður og skipuleggja utanhús. þar sem það er tæknilega séð byrjað þá þurfum við að still upp mótunum mínum og keppa á réttum tímum.

fór í partý í gær með live hljómsveit. alger snilld. í garðinum hjá nokkrum vinum mínum mínum voru þeir bara að blasta tónlistina. ég gat heyrt í þeim alla leiðina heim til mín. þannig að ég mætti alveg á réttum tíma.

annars gengur lífið sinn vanagang hérna í berkeley. var mótmælagangi með allsberu fólki hérna um daginn og svona.

Wednesday, March 01, 2006

toppa hvað...

búinn að taka því rólega undanfarið og æfa bara mest lítið til að ná mér eftir þrautina. fór svo í próf í morgun þannig að það er búið að vera að lesa mikið.

konungur ungverjalands var, held ég, að skora á mig í einhverri uppskriftarkeppni. hans hátign byrjaði á að skella inn einhverri upppskrift með kanínu og alles...ég segi nú bara eitt...ekki séns vinur að þú hafir einhvern tímann eldað þetta...ég trúi þér samt alveg til þess að hafa leigt kokk þarna og borgað honum túkall á tímann fyrir að elda þetta fyrir þig! og kannski beðið hann um að nudda á þér tærnar á eftir.
ekki það að ég sé eitthvað svaka slakur í eldhúsinu þá ætla ég samt að skella inn einni mynd af morgunmat sem ég bjó til um daginn til að rústa þessarri keppni. þetta átti sem sagt að vera ommiletta en þar sem að það var svo mikið af gumsi á pönnunni hjá mér gat ég ekki komið þessu almennilega á diskana nema með að búa til "ommilettu-samloku"
þessar tvær "samlokur" voru sem sagt fyrir fjóra og ég rétt gat komið niður hálfri



þar sem að ég er svo svakalegur kokkur nota ég ekki uppskriftir ;) hehe
mig minnir samt að uppskriftin hafi verið eitthvað á þessa leið

10-12 egg
slatti af þistilhjörtupulsum
slatti af rifnum osti
2 avacado
og slatti af einhverju meira sem ég man ekki eftir

jónas-1--kóngurinn-0