Monday, January 30, 2006

fyrsta þrautin

kláraði fyrstu þrautina um helgina. gekk ekkert sérstaklega vel. mikið af svona 80% árangri hjá mér í greinunum. endaði með 4937 stig sem er soldið frá mínu besta...en ég held að þetta sé tæknilega næst besti árangur minn. en ég fer aftur í gegnum þraut í lok febrúar. þannig að við höfum tíma til að undirbúa okkur betur.
það var meira að segja tæpt að við náðum að klára þrautina vegna þess að það var svo mikil seinkun á mótinu að við vorum að hlaupa svona 70 mín áður en vélin fór í loftið. þannig að það var bara brunað beint út á völl eftir hlaupið og af stað. gekk allt saman á endanum en það var tæpt.
hitti meistara tuma um helgina. hann tók sér frí frá bókunum og kíkti á gott mót í seattle. þannig að það var gaman að sjá hann þarna og tala smá íslensku ekki í símann.

Wednesday, January 25, 2006

seattle baby...

fer til seattle á morgun og fer í gegnum þraut þar. förum ekki fyrr en seint á morgun og komum svo tilbaka á laugardagskvöld. ég var að vonast til að við færum ekki fyrr en á sunnudaginn svo ég gæti hitt meistara tuma aðeins en ég næ nú samt vonandi að hitta hann eitthvað.
þessi vika búin að vera frekar létt þar sem að ég var töluvert stífur allur eftir þrístökkið um síðustu helgi. held að ég hafi bara eiginlega aldrei áður tekið 6 stökk áður í einni keppni þannig að það var kannski ekki það allra skynsamlegasta svona eftir á. en svona er þetta bara.
helmingurinn af þeim sem keppa þessa helgina fara til seattle og svo hinn helmingurinn til flagstaff sem er í norður arizona. flagstaff er "ekki nema" í 7000 fetum þannig að ég verð með öllum langhlaupurunum í seattle. held að þau ætli að hlaupa langhlauparaboðhlaupið.
veit ekki alveg hvaða strákar verða þarna en æfingafélagi minn á eftir að setja upp góðar tölur þarna og svo verða þrír aðrir strákar þarna sem æfa hérna núna með huffins. þannig að við verðum nokkrir saman og vonandi bætast einhverjir við þegar til seattle er komið.

svo fer að styttast í super bowl og svona...

Sunday, January 22, 2006

brown...

fyrsta mótið búið...góð tilfinning...fór til albaquerque, new mexico á föstudaginn og kom tilbaka í gær. frekar mikil hraðferð á okkur að þessu sinni þannig að ég hefði getað verið hvar sem er þess vegna...það eina sem maður tók eftir (fyrir utan standard hótelherbergi, morgunmat, rútu, flugvöll) var að allt var flatt þarna...og brúnt. borgin er uppi á einhverri hásléttu og nokkur fjöll í kring og svo bara einhver brúnn sandur/mold allsstaðar.

keppnin sjálf var fínt. hljóp grindina fyrst á 8.69s og er svona bæði sáttur og ósáttur við það í einu. enginn glimrandi tími en mér finnst ég samt vera á réttri leið með þessa grein. seinna um daginn fór ég svo í þrístökkið. endaði á að stökkva 14.35m sem er svona svipað og grindin...enginn glimrandi árangur en allt í lagi sem fyrsta mót. var að vandræðast soldið með að vinna úr tækniatriðum sem við erum búnir að vera að pæla í þannig að útkoman var soldið styttra en ég hefði haldið. annars er ég bara sáttur svo sem við þetta. það er enn bara janúar og við erum enn "að setja bensín á tankinn" til að komast í gegnum langt og strangt tímabil.

annars náðist fínn árangur þarna almennt. mikið af skólum og mikið action. vellinum var púslað saman í stórum ráðstefnusal og verður tekinn niður eftir um mánuð held ég. mjög hörð og hröð mondo braut með 60 gráðu hallandi beygjum takk fyrir. þannig að ansi margir voru sjokkeraðir þegar þeir komu út úr beygjunum...þar sem að borgin eru í um 5000 fetum þá var lítið um að fólk væri að hlaupa meira en 800m vegna þess að það er svo erfitt fyrir lungun. þannig að flestir árangrar voru i sprett og stökkgreinum.

fer til seattle á fimmtudaginn og fer í gegnum sjöþraut þar. hef farið í þá höll áður og fannst mjög gaman þar (allar atrennubrautir uppbyggðar og um 300m hringur). svo hitti eg vonandi meistara tuma þar líka;)

mitt lið maður steelers bara komið í super bowl...eru búnir að vinna 3 útileiki í röð í úrslitakeppninni...en sá stærsti eftir. sigurinn í dag kom mér algerlega í gegnum alla þreytuna frá ferðalaginu í gær...bið spenntur eftir næsta sunnudegi.

Thursday, January 19, 2006

new mexico

fer til new mexico á morgun. búið að ákveða að ég keppi í þrístökki og grind. er orðinn ansi spenntur fyrir þessu öllu saman þar sem að ég hef ekki keppt innanhúss í langan tíma og ég man eiginlega ekki eftir því að hafa stokkið þrístökk innanhúss þannig að það verður nýtt fyrir mér. annars situr soldin þreyta í manni eftir erfiða eina og hálfa viku í stífum æfingum núna en við ætluðum eiginlega ekkert að hvíla fyrir þetta mót þar sem við erum búnir að setja stefnuna meira á mótin seinna á innanhústímabilinu.

new mexico er eitt af þessum minna þekktum fylkjum í usa á millli arizona og texas. ég held að þetta sé eitt af fáum fylkjuum þar sem fólk af suður amerískum eða indíana uppruna er í meirihluta. þar sem að við verðum bara svona 26 tíma í fylkinu, og mest af þeim tíma sofandi eða að keppa, þá verður eitthvað lítið um að skoða sig um. þarf að gera það einhvern tímann seinna.
það er slatti af góðum liðum að koma þangað vegna þess að bærinn er í um 5000 feta hæð þannig að það er minni loftmótsstaða þar heldur en við sjávarmál. ég hafði aldrei eiginlega hugsað út í þetta en þetta hjálpar víst eitthvað í spretthlaupum en er ekki gott fyrir langhlaupin.

Monday, January 16, 2006

skolinn byrjar

skolinn byrjar a morgun...fri i dag...martin luther king dagur tannig ad tad var bara tekid eitt stykki long turbo aefing...

akvad med samleigjanda minum ad semja vid internetfyrirtaekid okkar um betri dil tannig ad tad verda bara ad vera uglenskir stafir i dag. vonandi naum vid ad koma verdinu adeins nidur. aetti samt ad vera komid i lag a morgun eda hinn.

fer til new mexico um naestu helgi ad keppa. fyrsta mot timabilsins og eg er nokkurn veginn buinn ad fa ad vita hverju eg a ad keppa i...kemur samt allt saman betur i ljos tegar lidur meira ad helginni.
annars er tessi vika sem eg er buinn ad vera herna med engan skola buin ad vera mjog god aefingalega sed...enda ekki gert neitt mikid annad. hef ekki alveg talid klukkutimana saman en teir eru margir. buinn ad hlaupa slatta af 400m aefingum...lyfta helling...fara i gegnum allar taeknigreinarnar nema spjot...og meira ad segja buinn ad stokkva sma tristokk. tannig ad tetta er allt i girnum hja manni...
for svo ut ad borda med vinum minum til san francisco i gaer svona rett til ad nyta timann adeins adur en skolinn fer ad hrekkja okkur og vid ad keppa flestar helgar.

allavega...betra ad fara og finna einhverja gamla stilabok til ad nota fyrsta daginn tar sem ad eg hef ekki keypt neitt til ad undirbua onnina...

Wednesday, January 11, 2006

myndir...

ákvað að henda inn smá myndum frá því að ég fór í fjallahjólaferð í september. þar sem að ég var ekki með neitt internet fyrst eftir að ég tók myndirnar og svo hafði ég engan tíma til að henda þeim inn seinni hluta annarinnar síðustu þá koma þær bara hérna.

allavega...ég fór sem sagt í smá ferð með vini mínum barruch einhverja helgina í september. við sem sagt leigðum okkur einhver rosa hjól og svo keyptum við okkur dagspassa í skíðalyfturnar(en það var enginn snjór þá) og svo hjólar maður hratt brekkuna þar sem oft eru tré of svo framvegis. þetta er ein af þessum extreme sports hérna úti. veit ekki hvað þetta heitir nákvæmlega á íslensku en á ensku heitir þetta downhill mountain biking.



þar sem að ég hefði verið hundskammaður og örugglega rekinn úr liðinu mínu hefði ég slasað mig þá ákvað ég að leigja mér aðeins meiri hlífar heldur en barruch..



þetta er samt besta myndin held ég úr ferðinni...sýnir hvað maður er rosalega latur...nennti hreinlega ekki að fara útúr bílnum til að taka þessa mynd

restin af myndunm eru svo hérna hægra megin á síðunni.

Monday, January 09, 2006

djöfuls flug...

kominn út aftur. gott að koma heim um jólin og hafa það rólegt. náði held ég bara að gera allt sem ég ætlaði að gera. fínt að mæta aftur hingað núna með hlaðin batteríin.

flugið hingað gekk samt ekki alveg nógu vel...eiginlega bara hrikalega illa. byrjaði allt saman í boston þegar enginn vissi neitt um töskuna mína. ég átti svona e-miða með næsta flugfélagi þannig að ég gat ekkert tékkað töskuna mína alla leið, enda týnast töskur þannig vanalega, þannig að þetta var bara klúður hjá flugleiðum. kom mér á óvart...kemst svo að því að maður á víst að tilkynna týndar töskur á áfangastað. sem þýðir að ég þurfti að gera það með allt öðru flugfélagi í oakland (styttra þangað heldur en san fran fyrir mig)

allavega minn frekar fúll að þurfa að ferðast seinni helminginn af ferðinni vitandi ekkert um töskurnar mínar tékka ég mig inn í næsta flug sem átti að vera boston-las vegas-oakland. byrjar á einhverri smá töf og það svo sem allt í lagi. nema að eftir um 45 mín er tilkynnt að allir þeir sem eru með tengiflug muni missa af sinni vél og það væri meira að segja ekkert hótelherbergi laust í las vegas. þannig að mér var reddað herbergi á hilton í boston og matarmiðum. þurfti ekkert að bíða eftir að fá töskurnar mínar eða neitt úr vélinni meira að segja :) þannig að ég gat bara komið mér strax á hótelið. þannig að ég borðaði þar og svaf, allt á kostnað flugfélagsins, og flaug svo næsta morgun hingað, reyndar í gegnum phoenix, en mér er alveg sama.

svo sem bara fínt að vera ekki með töskurnar af því leyti að það var miklu léttara að fara í lestina af vellinum og ég gat meira að segja bara farið beint í búðina til að kaupa mér að borða.

fínt að taka svona pásu í boston...svo framarlega sem þetta er frítt. náði að stytta 18 tíma ferðalagið mitt alveg í tvennt bara og náði að sofa vel í boston. þannig að ég held bara að ég sé hressari núna heldur en ég hef nokkurn tímann verið miðað við allt þetta ferðalag.

vandamálið samt byrjar við að fá töskuna aftur. veit ekki alveg hvernig þetta á að reddast en ég er með einhver símanúmer og það er eins gott að dótið mitt finnist.