Sunday, October 29, 2006

halloween


jæja...kominn tími á hrekkjavökuna...set inn mynd, eins og síðasta ár, af graskerinu sem við skárum út...held að þetta sé betra heldur en í fyrra.

svo hérna er mynd af því einu í myrkrinu með kerti inní...bara nokkuð scary!!


annars gengu prófin mín ágætlega þannig að undanfarna daga er ég bara búinn að vera að slaka soldið á og gera eitthvað annað heldur en að vera yfir bókunum. en á morgun verður byrjað aftur af krafti við að gera eitthvað praktískt.

annars er búið að brjótast inn í tvær íbúðir hjá vinum mínum sem búa hérna svo 100m í burtu (samt ekki í sama húsinu)...þannig að það er eins gott að gleyma ekki að læsa!

fór á laugardagsmorguninn yfir til stanford og horfði þar á víðavangshlaupsliðið okkar keppa. það var öllum skipað að keyra yfir saman og hanga þar og hvetja á meðan það var hlaupið. gekk ekkert rosalega vel en það var ágætt að eyða smá tíma í að labba um golfvöllinn og hvetja fólkið okkar...þetta er samt svo rosalega önnur menning heldur en "venjulegar" frjálsar

Saturday, October 21, 2006


smá viðkenning á fótboltaleiknum til frjálsra...allir íþróttamenn sem voru með góða meðaleinkunn fengu að fara á völlinn í hálfleik og láta klappa fyrir sér...og sjá nafnið sitt á risaskjánum. ég sendi bara minn fulltrúa á völlinn til að taka þessa mynd meðan ég var heima...að læra!

kepptum við washington i dag og rétt höfðum þá. þeir náðu að jafna á síðustu sek en svo náðum við að hafa þá í framlengingu. eitthvað slappelsi í okkar liði...en sigurinn endaði réttu megin og það er það sem skiptir máli in the end!

fór ekki á leikinn þar sem að ég hef þrjú próf núna í vikunni og heimadæmi. erfiðasta vikan á önninni. þannig að ég var bara heima með kaffið mitt og kíkti aðeins með öðru á leikinn í sjónvarpinu þegar fólkið i hverfinu mínu öskraði til að fagna marki!

skráningin fyrir næstu önn á mánudaginn. íþróttamenn fá að skrá sig einum degi fyrr heldur en aðrir þannig að ég þarf að leggjast aðeins yfir það á morgun hvað ég á að taka. ekki mikið eftir í útskrift!

Tuesday, October 10, 2006


djöfull erum við rosalega flippaðir mar!!


fótboltinn um helgina...fór á leikinn...átti að vera hörku leikur við oregon og þeir áttu að vinna okkur með smá vegna þess að þeir voru númer 11 á styrkleikalistanum fyrir leikinn...svo enduðum við bara á að rúlla yfir þá...og komast í 10 sætið á styrkleikalistanum.

prófessorinn sem fékk nóbel í eðlisfræði mætti á leikinn og var kynntur og alles...svo vildi hann endilega fá að stjórna hvatningarópunum úr stúdentastúkunni (ætli það séu ekki milli 5-10 þúsund manns þar). þannig að honum var réttur micinn...alveg á hreinu að hann þarf ekki að halda takt í sínum rannsóknum...en honum tókst þetta ágætlega svo sem..gaman að honum.

eftir leikinn var svo farið beint á kínverskan stað og troðið hroðalega í sig...og fullt af afgöngum handa öllum...klikkaði sko ekki

svei mér þá að ég sé ekki að komast í smá form!

Tuesday, October 03, 2006

well...its been a while...

skólinn gengur bara eins og skólinn á að ganga...mikið að gera síðustu vikurnar...en ég held að ég fái smá pásu núna. svo um lok mánaðarins kemur smá prófatörn. held að ég hafi sjaldan reiknað jafn mikið og undanfarnar vikur...

æfingarnar ganga bara ágætlega...erum hægt og rólega að auka álagið og komast í gírinn. hópurinn minn er búinn að breytast aðeins frá því í fyrra en ég æfi samt nánast með sömu strákum.

fór aðeins í smá skoðunarferð um kaliforninu um helgina. gaman að sjá aðeins meira heldur en borgirnar hérna í kring. fór á svona sveita pizzustað og fékk þessa líka massa chicago pizzu. þarf að gera mér ferð þangað aftur.


eiginlega tveir nóbelar til berkeley þessa vikuna. einn prófessor hérna fékk heiðurinn og svo annar sem útskrifaðist héðan fékk annan. held meira að segja að prófessorinn hérna hafi kennt vini mínum fyrsta árs eðlisfræði.