Monday, May 29, 2006

gekk ekki alveg nógu vel í utah. endaði á að kasta um 62.5m. svekkelsi en svona er þetta bara. fílaði mig vel og allt en það bara vidli ekki smella saman hjá mér þetta skiptið.

rosalega fallegt fannst mér þarna í utah. fjöllin alveg við bæinn og þegar maður var á vellinum þá sá maður bara fjallgarðinn alveg. var um 32 stiga hiti fyrri daginn en svo ekki nema um tæp 20 og hvasst daginn sem ég kastaði. þannig að það var rosa sveifla í veðrinu.

við byrjuðum ferðina á að fá okkur rosa fínan grískan mat, og svo mikið af ítölskum. gaman að ferðast svona með liðinu þegar maður getur alltaf fengið einhvern með sér til að prófa eitthvað spennandi.

ferðin endaði svo á því að hurðin á rútinni okkar var eitthvað biluð og þá var fátt annað í stöðunni heldur en að allt liðið, þjálfarar og medical staffið okkar, myndi bara fara út um neyðagluggana rútunni. sem betur fer slasaðist enginn við það...en það var team spitit sem þurfti til að koma suma af stóra fólkinu okkar út. hehe

stefnan næstu daga er svo að flytja út úr íbúðinni minni og þrífa hana eitthvað. ætlaað halda áfram að kasta hérna þangað til ég fer heim sem liggur ekki alveg fyrir. er að vinna í því að reyna að komast aðeins fyrr heim jafnvel.

Tuesday, May 23, 2006

utah

búið að vera rólegt og fínt hjá mér undanfarið. fyrir utan það að ég lenti í smá árekstri á föstudaginn...var soldið "hristur" á föstudaginn og laugardaginn...ekkert sem smá pillur geta samt ekki lagað.
fékk frí á æfingu laugardag og sunnudag þannig að það var um að gera að liggja í mikilli leti. skuldaði allavega tvo daga eftir prófin og svona. byrjaði helgina á að fara í bío og sá da vinci code. þar sem ég hef ekki lesið bókina þá skildi ég ekki mikið...þannig að ég fór aftur og sá hana á sunnudaginn. skildi meira...en samt ekki allt...veit samt ekki hvort ég nenni að lesa mér til um þetta svo ég skilji allt í botn. þannig að ekki nema mér leiðist hrikalega einhvern tímann þá skil ég þessa mynd bara 90%.

fer til utah að keppa á fimmtudaginn...kasta samt ekki fyrr en á laugardaginn. verður hörkumót þarna og ég hef ekki verið í utah áður þannig að það verður örugglega góð upplifun. búinn að vera að kasta vel undanfarið finnst mér þannig að allt getur gerst.

Thursday, May 18, 2006

oregon-tracktown usa!

fór til oregon um helgina til að keppa á svæðismeistara mótinu okkar. var þetta árið í oregon sem er eimmitt með mikla hefð fyrir frjálsum. gaman að fletta dagblaðinu þarna dagana sem við vorum þarna. 3-4 stórar dagblaðasíður með myndum viðtölum og pælingum...ekkert skrifað bara í kringum einhvern úrslit...hóst mogginn hóst...

mætti 5000 manns að horfa fyrri daginn og svo 7000 manns seinni daginn. nike er stofnað þarna rétt hjá og mikil langhlaupakúltúr þarna. forstjóri nike í stúkunni og alles. þetta er líka pottþétt í fyrsta skipti sem ég sé aðdáendur bíða fyrir utan völlinn eftir að hliðin eru opnuð! það sem er samt skemmtilegast er að fólk veit svo mikið um frjálsar þarna. það veit hvenær það á að klappa og hvaða tímar eru góðir.

það er snilldar hönnun á vellinum...allt eiginlega í miðju og auðvelt að sjá allt í stúkunni. úrtökumótið fyrir ól 2008 verða þarna og þeir ætla að byggja nýjan flottan völl fyrir það mót með öðruvísi skipulagi heldur en sá sem er núna. stefnan er svo að rífa þann völl...og byggja gamla völlin aftur frá grunni...takk fyrir...vantar ekki seðlana á þessum bænum...enda vasar nike ansi djúpir.

allavega...kastaði spjótinu 65.96m, sem er bæting umn næstum 80cm. sáttur svo sem. en það er meira þarna. endaði fjórði. fór svo beint í langstökkið en missti af upphitun. þannig að 30sek eftir að ég tók af mér spjótkastskóna var ég að stökkva. endaði á að brussast 6.5m en með tvö ógild.

kláraði svo prófin í dag og mikill léttir. búið að vera strembið. ferðin tilbaka frá oregon var erfið vegna þess að við þurftum að vakna klukkan 4 til að ná í flug klukkan 6 og kominn hingað til berkeley um 9 um morgun. ég hafði ekki tíma til að fara heim þannig að ég setti í mig nokkra kaffibolla og hélt mér gangandi þangað til ég var búinn með prófið mitt klukkan 330. lagði mig aðeins áður en næsta törn byrjaði.

allavega...kominn timi á að slaka á og fara út á videoleigu og elda sér góðan mat í nokkra daga...og æfa vel!

Monday, May 08, 2006

fór ekki í þrautina sem var um helgina í oregon. hef verið í vandræðum með haminn á mér undanfarið og ekki náð að undirbúa mig sem skyldi. þannig að stefnan er sett á að kasta spjóti og stökkva svo langstökk þessa helgina. svekkelsi að geta ekki verið með...svona er þetta bara.

annars er skólinn í fullum gangi núna. skilaði inn stórri ritgerð í morgun og svo sit ég sveittur núna að lesa fyrir próf. þarf að taka próf sem ég átti að taka á mánurdaginn næsta á miðvikudaginn núna þar sem að við komum ekki frá oregon fyrr en um 9-10 um morguninn á mánudaginn. þannig að ég fékk þetta flutt. ef ég hefði ekki fengið þetta flutt hefði ég eflaust þurft að taka tvö próf í röð án þess að fá neina hvíld eiginlega. þannig að þó ég hafi styttri tíma til að lesa fyrir þetta próf þá er það þess virði í heildina.

ætlaði bara að henda inn nokkrum línum svona til að sýna að ég er enn með púls