Thursday, September 30, 2004

kapp-leikur-ræður...

skólinn kominn í nokkuð góðan farveg hjá mér. loksins búinn að venjast stundatöflunni minni og svoleiðis. sumir dagar eru mjög langir hjá mér meðan aðrir eru mjög stuttir. er til dæmis frá 8-20 á mánudögum og miðvikudögum í skólanum, æfingum, tímum. en til dæmis bara frá 9:30-11 á þriðju/fimmtudögum. þannig að þetta er ekkert svo slæmt held ég.

ég var búinn að heyra alls konar sögur um leikinn sem ég er að reyna að komast á um næstu helgi. þetta segir allt 92.000 miðar seldir og uppselt. held samt að mér hafi verið reddað miða þannig að þetta fer allt saman vel. það er samt alger bilun hvað þessi íþrótt er vinsæl hérna í usa.

kappræðurnar voru í kvöld. kerry og bush voru að reyna að vera gáfulegir...það er bara einhvern veginn erfitt að taka bush alvarlega vegna þess að alltaf þegar mar sé hann tala rifjast upp fyrir manni þegar það er verið að gera grín að honum. það er nefnilega ótrúlegt hvað gríninistar ná honum vel.

Sunday, September 26, 2004

partei...

helgin búin...þetta var bara fín helgi hjá mér. náði að gera alveg helling. okkur var boðið í afmæli á laugardagskvöldið. það var haldið í klifursal. þannig að þegar allir komu var bara sett á sig einhver belti og byrjað að klifra upp um alla veggi. mjög gaman og reynir töluvert mikið á. þannig að við vorum bara að klifra og spjalla saman í svona klukkutíma og þá var pizza. svo eftir það var tekið smá borðtennis og borðuð kaka. til að toppa þetta allt saman spiluðum við svo skotbolta langt fram á nótt. þannig að allir náðu bara að finna barnið í sjálfum sér og leika sér. held að ég hafi ekki farið í afmæli neitt í líkingu við þetta síðan ég var svona 12 ára. en þetta var bara lúmskt gaman.

usc slapp fyrir horn. nördarnir frá stanford náðu næstum að vinna þá. en þar sem þetta er stanford þá var það bara gott á þá að tapa á síðustu mínútunni.

ég er næstum búinn að skipuleggja allt í sambandi við ferðina mína til los angeles. vantar eitt smá atriði...og það er miði á sjálfan leikinn...en það kemur vonandi. það eru töluvert margir að fara vegna þess að það búa svo rosalega margir í kringum los angeles. þannig að margir að nýta þetta til að kíkja heim.

Wednesday, September 22, 2004

la baby...

byrja á því að óska fótboltanum hjá fh til hamingju með titilinn. búinn að gleyma að gera þetta alltof lengi...

svo ætla ég líka að veita bjögga verðlaun fyrir að nenna að standa í þessu. hlýtur að vera svekkjandi að lenda í þessu...sem bjöggi gerir einhvern tímann eflaust...

annars er ég að pæla í að skreppa til los angeles. cal spilar við usc í fótboltanum þar eftir 10 daga þannig að ég er að spá í að skella mér. á reyndar ekki miða enn á leikinn og það er mjög líklega uppselt en ég ætla að athuga hvort vinir mínir í la geti ekki reddað mér. þetta verður mjög góður leikur eflaust og alltaf gaman að koma í "hoodið" í la og hitta gamla kunningja. i fyrra var það cal sem eyðilagði drauminn fyrir usc...eini leikurinn sem þeir töpuðu á árinu og þar að leiðandi urðu þeir ekki háskólameistarar. hef það samt einhvern veginn á tilfinningunni að þeir eigi eftir að yfirspila okkur núna.

haha það var svona eiginleg keppni um daginn sem hét "hversu mikið berkeley geturu verið". auðvitað voru það miðalda hippar, útúr reyktir, naktir, og með spjöld á móti stjórinni hérna ú usa sem unnu. svo var sett mynd af þeim í dagblaðið sem er dreift frítt um allt háskólasvæðið.

ps...haha ég fann meira að segja myndia á netinu hérna er fréttin öll !!

Sunday, September 19, 2004

góð frjárfesting mar...

helgin nokkurn veginn búinn. bara lærdómur eftir...þarf að skila inn smá verkefni á morgun þannig að það er verið að sötra kaffi og klára það.

var bara fín helgi hjá mér. lyftum í gærmorgun og ég held svei mér þá að ég sé hættur að fá harðsperrum eftir hnébeygjurnar. sem er bara gott merki um það að ég sé aðeins að komast í form. við byrjum á morgun þannig að það er gott að vera búinn að undirbúa undirbúningstímabilið...svona mátulega kæruleysislega.
fór svo að versla mér í matinn. förum alltaf í snilldar búð sem heitir costgo. það er svona búð eins og bónus...nema allt saman miklu stærra og meira. ekki hægt að kaupa eitt af neinu. allt saman í kippum og tvö saman í pakka sem er svo sem ágætt og svo er það líka mjög ódýrt. þannig að það passar fínt fyrir frjálsíþróttastráka sem þurfa að borða allan daginn til að lifa af.
við borðum meira að segja svo mikið að við ísskápurinn okkar var orðinn alltof lítill. þetta var svona venjulegur ísskápur en ekki nærri nógu stór fyrir 5 stráka. þannig að ég og annar strákur tókum okkur bara til og keyptum stóran notaðan ísskáp saman...á 2800 ísl kr. aðal vesenið var að koma honum hingað...en við ákváðum bara að vera cool á því og keyra með hann í gegnum oakland hálfan útúr. alveg ljóst að krimmana í oakland vantaði ekki ísskáp í gær fyrst við komumst með hann alla leiðina heim.
enduðum svo kvöldið á því að grilla pulsur og banana. öllum fannst bananarnir mínir frekar ógirnilegir en ég náði að pína einn bita ofan í þau...og auðvitað kláruðu þau allt saman. fórum svo í partý um kvöldið. einhver var búinn að breyta bílageymslunni sinni í partýstað þannig að það var allavega svona 120 manns þarna. við nenntum samt ekkert að vera lengi þarna...þekktum ekki mikið af fólki og mjög mjög líklegt að löggan myndi koma og stoppa gleðskapinn.

Wednesday, September 15, 2004

úff...

var í tímum í sex og hálfan tíma í dag. held ég hafi ekki verið svona mikið í skólanum í nokkur ár, alveg frá því ég kláraði framhaldsskóla. morgundagurinn er samt mjög auðveldur. þannig að ég held að ég kvarti ekki mikið.

æfingarnar okkar byrja á mánudaginn. við fengum viku lengra frí heldur en allir aðrir í liðinu. þannig að við erum búnir að vera nokkuð duglegir við að hlaupa og lyfta. erum að prófa soldið nýtt þannig að ég held að það verði mjög gaman. þjálfarinn minn er svo að fara til talance í frakklandi. þar er stærsta mótið tugþrautarmótið sem eftir er. verður gaman að sjá hvernig phil vinur minn stendur sig þar. það var víst mjög mjög mjög erfitt fyrir hann og hans fjölskyldu að enda fjórði, og komast ekki í liðið, tvenna ólympíuleika í röð. þannig að ég hef trú á honum fyrir þetta mót. þannig að ég held að við verðum bara að hlaupa og lyfta áfram með prógramm frá þjálfaranum okkar í eina viku í viðbót. sem er bara fínt. við kunnum alveg á þetta.


Monday, September 13, 2004

betra að vera með skel...

sá þetta á netinu áðan...
ég held að þetta hljóti að vera augnablikið þar sem handbolti fór frá því að vera soldið hættulegur yfir í það að vera mjög hættulegur vegna þess að það er þessi kappi sem er að spila.

Sunday, September 12, 2004

go bears...

helgin var bara nokkuð fín. fórum á football leik á laugardaginn og horfðum á okkar menn rústa new mexico state. nokkuð gaman bara. þannig að núna er liðið okkar það 12 besta í öllu usa. sem er alls ekki slæmt. við vorum samt ekkert að nenna að mæta alveg á réttum tíma. horfum eiginlega bara á svona þriðjung af leiknum. náðum samt að sjá tvö mörk þannig að það var mjög gaman. frekar pakkað á vellinum en við náðum að redda okkur góðum sætum í skugga þannig að við erum ekkert brunnin í andlitinu eins og sumir aðrir.

svo náðum við að redda okkur bolta þannig að það er aldrei að vita að við nýtum okkur síðustu dagana okkar í fríinu til að spila smá fótbolta (þeas knattspyrnu). ég held að ég hafi hreinlega ekki spilað svoleiðis í nokkur ár þannig að það verður gaman að sjá hvort hvort kanarnir slátri mér í þessu.

á morgun verður vonandi veturinn skipulagður. við ætlum að reyna að ákveða hvar og hvernig við ætlum að lyfta, á hvaða mót við förum á í innanhúss og fleira með þjálfaranum okkar. hann vill fá okkur á fund og skipuleggja þetta aðeins. sem er ekkert nema gott mál. við erum búin að fá mótaskrána og það eru mót útum allt. eitt í philadelphia og annað í florida. sem betur fer sleppi ég mjög líklega við að fara á þessu mót. nenni sko ekki að fljúga 5-7 tíma til að keppa í einni eða tveimur greinum daginn eftir að ég lendi.

Friday, September 10, 2004

kominn hálfa leið...

búinn að breyta aðeins, ætla samt að reyna að gera þetta eitthvað meira. það verður bara að bíða betri tíma.

fórum í laugina í gær...með stöngina. þetta var bara mjög gaman. ég hafði aldrei gert þetta áður en sum hinna höfðu gert þetta oft áður. þannig að stöngin var bara sett í botninn og svo einhver sem stóð á bakkanum hélt fast um stöngina. svo var bara kafað niður og reynt að gera alveg eins og mar gerir í stöng. allt saman miklu léttara vegna vatnsins þannig að þetta var bara mjög gaman. bara verst hvað það fór mikið vatn upp í nefið á manni þegar mar var á leiðinni upp.

ég er ekki enn búinn að ákveða hvort ég lyfti með liðinu eða bara með nokkrum öðrum strákum. ef maður lyftir með liðinu þá þarf að vera sérstakur þjálfara yfir manni með það. þannig að ég er ekki búinn að skrá mig í þetta en ákvað samt að fara í dag og hitta nýja lyftingaþjálfarann. honum liggur rosalega mikið á að sanna sig og var með einhvern heraga á okkur (án gríns). þannig að ég held að við verðum allir mjög stífir á morgun í löppunum. ekki hjálpaði það mér heldur að hafa hlaupið tröppur áður en ég fór að lyfta. þannig að við vonum bara það besta vegna þess að ég held að ég kíki á fótboltaleik hjá okkur. við spilum á móti new mexico state. þetta er eiginlega bara upphitunarleikur og ætti að vinnast auðveldlega. en það er aldrei að vita hvað gerist.

Thursday, September 09, 2004

stöng í vatni...

búinn að skipta hingað yfir. veit ekki alveg hvað kom fyrir gömlu síðuna mína. ég var bara að breyta einhverju smávægilegu og þá fór allt í klessu. ætlaði hvort eð er að setja upp nýja síðu þannig að það er bara alveg eins gott að gera það bara hérna. ég á nú samt eftir að poppa þetta útlit soldið upp. finnt þetta vera svona frekar slappt eins og er. en ég er með mínar hugmyndir um að breyta þessu.

skólinn byrjaður hjá mér en æfingarnar ekki. þannig að núna erum við bara aðeins að æfa sjálfir...undirbúa undirbúningstímabilið. sem er bara mjög gott. erum bara að gera það sem okkur langar til og spilum þetta bara eftir hendinni. held að takmarki okkar verð náð þegar við byjum í næstu viku þe vera búnir að koma löppunum okkar í stand til að taka beygju án þess að fá rosalegar harðsperrum og vera í ágætis pústformi. í dag ætlum við til dæmis að fara í sund með stangarstökksstangirnar okkar og gera æfingar þar. það er eitthvað sem ég hef aldrei gert en oft heyrt um þannig að það verður gaman að sjá hvernig þetta fer. ég skal koma með nánari lýsingar á þessu þegar ég veit eitthvað um þetta.

Wednesday, September 08, 2004

testing...

test number 1