Saturday, April 30, 2005

wow...

dagurinn í dag bara frekar léttur, fór á bóksafnið til að ná í nokkrar bækur sem ég þarf að lesa til að skrifa ritgerðir áður en önnin klárast. ekkert smá mikið af bókum á þessum stað. held að það séu hátt í 30 bókasöfn og þetta sé eitt stærsta safn bóka á usa hérna í berkeley. þannig að það er enginn leikur að finna þessar blessuðu bækur stundum. þurfti til dæmis í dag að labba um allt stærsta bókasafnið til að finna tvær bækur.

gamli skólinn minn usc var að keppa við ucla í dag. þetta er mjög skemmtileg keppni og mér tókst eimmit að bæta mig um 0.6m á þessu móti í þrístökki fyrir tveimur árum. þvílíkur sálfræði hernaður hjá báðum liðum og þjálfarar og íþróttamenn nota öll trikkin í bókinni til að koma andstæðingnum á óvart...sem endar svo oft með olnbogaskotum, niðurlægingu, og egóisma. ég get ekki sagt annað heldur en að þetta hafi verið svakalegt mót. mæli með að allir sem skilja frjálsar tékki á þessum úrslitum. ekkert smá gott mót...bæði kalla og kvenna megin. nánast allar greinar með frábæra árangra og það hefði verið mikið stuð að sjá þetta allt saman. sigurinn endaði svo ucla megin...sem er soldið sárt en þeir áttu það svo sem skilið held ég.

haukar-1 íbv-0

Friday, April 29, 2005

þraut

búið að ákveða að ég fari í þraut eftir 8 daga. frekar fljótt að gerast svona. en ég er búinn að stökkva stöng tvisvar síðan í janúar. hef ekkert stokkið langstökk og tvisvar hlaupið yfir lágar grindur. þannig að það verður gaman að sjá hvernig þetta allt saman fer. gaman að þessu samt og stefnan er bara sett á að klára og vera heill heilsu.

fór í kvöld í afmælismat vinar míns til san francisco. fórum á góðan veitingastað og átum á okkur gat. fékk mér svo góða ostaköku í eftirrétt til að toppa þetta allt saman.

sá að haukarnir eru búnir að vinna kvennamegin. enda alvöru þjálfari þar á ferð. nú er bara vonandi að strákrnir nái að klára þetta jafn vel.

Sunday, April 24, 2005

W...

unnum stanford. frekar góð tilfinning...allt liðið stóð sig eins og hetjur. allir voru að performa þokkalega og ég held að flest öll stigin sem áttu að detta okkar megin enduðu þar. þannig að game planið gekk upp. við náðum mikið af stigum í stökk og kastgreinum. jafnt í styttri hlaupunum og svo fékk stanford öll stigin í lengri hlaupunum.
mér sjálfum gekk ekkert sérstaklega. ég lenti í því að þurfa að stökkva hástökk og kasta spjóti á sama tíma og komst aldrei almennilega í gírinn í báðum þessum greinum. var til dæmis að kasta spjótinu í hástökksskónum og svo stökk ég hástökkið með olnbogahlífina mína vegna þess að ég hafði ekki tíma til að skipta um skó þessi 4 skipti sem ég hlóp yfir. þannig að árangurinn var svona lala en ég náði að skila stigunum sem ég átti að ná í og það skiptir öllu máli í svona móti.
mér fannst alveg ótrúlegt hvað liðið náði að peppa sig vel saman og allir voru að hvetja alla. ótrúlega góð tilfinning.

dagurinn byrjaði samt á því að þjálfarinn okkar kom reiður í strákarútuna og tilkynnti okkur að einhver hefði spreyjað stórt C (sem stendur fyrir Cal-skólann minn) á grasið fyrir miðri stúkunni á heimavöllinn hjá stanford og líka spreyjað go bears á nokkra staði á vellinum. flestum fannst þetta nú bara frekar cool og bara gott til að láta aðeins vita að við værum að koma en þetta er kannski ekki mjög íþróttamannslegt...en ég meina þetta er stanford og okkur er eiginlega alveg sama um þau...;)

Friday, April 22, 2005

cal-stanford

keppum á móti stanford á morgun. þannig að núna er komið af þeim hluta tímabilsins sem skiptir máli. sem er ekkert nema gott mál. keppum sem sagt við stanford, aðal keppinaut okkar, á heimavelli þeirra í palo alto.

allt liðið var með grillveislu í gær þar sem allir átu á sig gat og chilluðu í sólinni hlustandi á góða tónlist. eftir það var fundur þar sem allir fengu að tala og lýsa því hversu mikið þeir hötuðu stanford. sumir lýstu því hvernig krakkarnir frá stanford eru með lélega mannasiði, lélegt keppnisskap og allt þar fram eftir götunum. aðrir sögðu frá því að þeir hötuðu stanford vegna þess að einhver gaur þaðan reyndi við kærustuna hans og að einn lýsti því yfir að hann hataði stanford vegna þess að frændi sinn fór til stanford og hann væri alger asni. þannig að þetta var bara mikil skemmtun vegna þess að það er svo mikið af rugluðu fólki í liðinu. þó að þetta hafi verið svona soldið í gríni þá var undirliggjandi alvara í þessu.

ég á að kasta spjóti og stökkva hástökk á þessu móti. stanford er held ég ekki með neinn sérstakan í þessum greinum þannig að ég vona að ég geti skilað mínu.

later...

Saturday, April 16, 2005

donny tans like an icelandic...:)

reyndi aðeins að keppa í dag en gekk ekki vel. ég er búinn að vera að æfa mjög mikið undanfarið til að reyna að koma mér aftur í form til að fara í gegnum þraut. þannig að ég var bara hrika þreyttur í dag og kom ekki miklu í verk. en þetta er bara allt saman hluti af leiknum og mar verður að ná að toppa á réttum tíma.

um næstu helgi er svona fyrsta stóra mótið okkkar sem skiptir máli. þá keppum við við stanford í svona tveggja skóla keppni. stanford er ekki langt frá okkur og er aðalkeppinautur okkar í nánast öllu íþróttalega og námslega. svo fer bara eftir því hvernig það er túlkað til að finna út hvor skólinn er betri.

mjög gott veður um helgina og donny vinur minn brann soldið illa kallinn. þó að hann sé alinn upp í sólinni í la þá fékk hann aðeins að kenna á því um helgina. hann ákvað sem sagt aðeins að sóla sig eftir keppnina í búningnum. hehe


Thursday, April 14, 2005

djöfuls hagl mar...

meistari björgvin var hérna um daginn. ég er svo busy við að tala um frjálsar á síðunni að þetta gleymdist eiginlega. hann sem sagt mætti hérna í 10 daga "á leiðinni heim" frá portúgal. aldrei verra að "skreppa" aðeins hingað til california. hann var bara sprækur og við náðum að skreppa til san francicso saman og éta helling og alles. svo enduðum við í chilli á laugardagskvöldið með vinum og kunningjum. þannig að við náðum held ég bara að taka allan pakkann á þetta.

við náðum meira að segja að hlaupa í hagli saman. fórum og tókum smá æfingu saman einn sunnudaginn og það var svona frekar þungt yfir allt saman. við héldum samt að við myndum ná gera eitthvað áður en það færi að rigna mikið...nei nei...við vorum hálfnaðir og þá kemur rosalega hörð, köld, þráðbein rigning. til að toppa þetta allt saman var soldið af hagli í henni. þannig að þetta er alveg týpískt...tveir íslendingar að æfa í kaliforníu og það kemur hagl...þetta er allavega fyrsta skipti sem ég sé hagl á þeim tveimur og hálfu ári sem ég hef átt heima hérna.

annars hlaðast verkefnin upp þessa dagana. þannig að það verður stíft lesið og pikkað í tölvuna á næstu dögum svo mar lendi ekki í einhverju stressi þegar það eru nokkrir dagar eftir af önninni. það er allavega stefnan núna. vonandi nær hún að haldast að einhverju leyti.

keppi aftur um næstu helgi. fæ að stökkva hástökk þannig að það verður gaman. hápunktur keppninnar verður samt spjótið. það er búið að safna saman fínum strákum þannig að það verður held ég 11 strákar að keppa sem eiga allir lengra heldur en 200 fet (61m). þannig að það verður mjög spennandi að sjá hvernig það fer allt saman. held að það sé einn frá kanada, einn frá svíþjóð og svo einhverjir kanar.

Sunday, April 10, 2005

meiri bæting...

byrja að óska daða og gróu til hamingju. daði klikkar ekki á því...:)

eyddi allri síðustu viku í tölvuverinu fyrir einn af tímunum mínum. þurfti að setja saman einhverja skýrslu fyrir auðlindahagfræði. þurfti að setja saman módel í tölvunni sem lýsir fiskveiðum á fiskistofni sem lifir fyrir utan suður afríku. gekk allt í lagi held ég...bara alltof mikil vinna. endaði í 17 síðum...en ég hef svo sem oft gert eitthvað leiðinlegra en þetta.

var eiginlega bara slappur eftir alla þessa setu og tók því bara svona semi rólega á fimmtudaginn og gerði svo ekkert á föstdaginn vegna þess að stefnan var að keppa á laugardegi (í gær). þetta mót er stærsta mótið sem við höldum og mikið af liðum og fólki að keppa. þar sem að það var mikil rigning á föstudeginum var sumum greinunum frestað þangað til í gær. þannig að allt fór úr skorðum og ég þurfti að bíða í 3 tíma eftir að fá að kasta spjótinu. kom ekki að sök vegna þess að ég bætti mig aftur og kastaði 64.90m. sem er töluverð bæting frá því síðustu helgi. kastaði aftur með tveimur krossum og ég var aðeins að tala um þetta við þjálfarann minn og hann vill bara að ég haldi mig við tvo. þannig að ég held að það verði bara stefnan það sem eftir er tímabilsins. ég er líka að fíla það ágætlega og finnst það geti gefið mér töluvert í viðbót. hinn spjótkastrinn í liðinu fór til texas að keppa og kastaði 72m þar.

Saturday, April 02, 2005

bæting...

kepptum við university of illinois í dag. stigakeppni þannig að það reyndi soldið á liðsheildina. reyndar frekar asnalegt að fyrstu tveir frá hvorum skóla skora stig hvar sem þeir eru í röðinni. þannig að mesti munur á hverri grein getur bara verið 8-3. vegna þess að þetta er skorað 5-3-2-1. þannig að það hefur sína kosti og galla fyrir okkur. það var búið að reikna þetta mót fram og tilbaka fyrir mótið og við vissum að þetta yrði mjög tæpt. en eins og stundum gerist þá endaði sigurinn ekki réttu megin í dag. við töpuðum með 3 stigum. 100-103. þannig að það er soldill bömmer í gangi en við vorum samt að standa okkur vel í heildina sem lið. núna verðum við bara að bíta á jaxlinn og halda áfram að takmarkinu...standa okkur vel á conference mótinu um miðjan maí.

ég kastaði spjóti í dag. gekk bara furðu vel og kastaði 62.79m sem er bæting um einhverja 60cm. sem ég er bara mjög sáttur við. var ekkert að fíla mig neitt í botn og kastaði eins og um síðustu helgi bara með tveimur krossum í staðinn fyrir þremur. ætlaði að kasta með þremur en var ekki að fíla það í upphitum og ákvað að sleppa því bara. annar stákur í liðinu kastaði 71m og setti skólamet þannig að það var mikið stuð á okkur. núna erum við sem sagt komin með þrjá stráka yfir 60m sem ætti að skila sér vel á conference mótinu okkar.

bæting...

mót í dag. kepptum við university of illinois. það var búið að reikna allt mótið fram og tilbaka áður en keppnin byrjaði og við vissum alveg að þetta yrði mjög tæpt. þetta endaði svo á því að þetta var eins tæpt og gat orðið...og við töpuðum með þremur stigum. 103-100. þokkalega svekkjandi vegna þess að liðið okkar var að standa sig í heildina vel. en þetta datt einhvern veginn ekki okkar megin þessa helgina...en þetta sport snýst allt um það að toppa á réttum tíma þannig að við bara bíðum þangað til í byrjun maí.

ég kastaði spjóti í morgun og mér gekk vel. kastaði 62.79m. þannig að ég bætti mig þar um einhverja 60 cm. kastaði eins og um síðustu helgi bara með tveimur krossum þannig að þetta kom mér soldið á óvart... but ill take it...núna þarf ég bara aðeins að vinna meira í atrenunni minni í spjótinu og kasta vonandi aftur bráðlega. annar strákur í liðinu smellti því 71m og setti skólamet hjá okkur. þannig að það var mikið í gangi og allt á fullu hjá okkur. þannig að núna erum við orðnir þrír yfir 60m í skólanum. það ætti vonandi að geta gefið okkur slatta af stigum þegar við keppum á conference mótinu okkar í byrjun maí.