Saturday, April 29, 2006

pics

lítið eftir í skólanum þannig að núna er maður bara orðinn kaffivél og situr sveittur við að skrifa ritgerðir og reikna heimadæmi...gengur ágætlega finnst mér...er að reyna eins og ég get að vera búinn með allt vel tímanlega svo ég geti sofið almennilega vegna þess að stóru mótin eru framundan. ég hata eimmitt þennan tíma ársins vegna þess að núna er pressa á mann í skólanum og svo má maður ekki vera illa sofinn og þreyttur vegna íþróttinnar. þannig...kaffi, á réttum tímum, og skipulag er möst þessa dagana.
ætla samt að taka mér smá frí í kvöld og fara í grill með nokkrum útlenskum, þe non-americans, íþróttamönnum. ætti að vera skemmtilegt og mig grunar að þetta verði samkoma hávaxinna austur evrópubúa...og svo ég

nokkrar myndir frá síðustu vikum. fyrst kom mynd af mér í san francisco chronicle eftir að við rústuðum stanford.



hérna eru svo myndir frá því að ég fór til la í þrautina. þetta er heimabraut bryan clay og kappinn var að chilla með okkur og sýndi okkur hvernig á að gera þetta.

hérna er hópurinn frá berkeley


og bryan í chillinu með okkur


upphitun fyrir langstökk


later

Sunday, April 23, 2006

W

ég hlýt að eiga eftir að raka að mér verðlaunum fyrir að vera lélegur bloggari á einhverri samkomu einhvern daginn...

kepptum á móti stanford í gær. þeir eru aðalkeppinautar okkar og þetta 112 árið sem þessi lið keppa í tveggja skóla keppni. mikill hiti í mönnum og allir gömlu kallarnir sem kepptu á þessu móti fyrir mörgum tugum ára mæta og segja okkur sögur. einn var meira að segja svo góður að hann mætti með gamla spjótið sitt...sem var tréspjót. hafði aldrei séð svoleiðis áður. væri gaman að kasta því aðeins. hann sagði að ég myndi geta kastað því svona 15-20m lengra. læt það kannski bíða betri tíma.

allavega...ég byrjaði að stökkva langstökk og fór 7.11m sem er bæting um nokkra sentimetra, endaði svo þrijði, þannig að ég fékk stig. eftir það var farið beint í hástökk og byrjað á að stökkva í langstökksskónum. fór nú ekki hátt...endaði á að fara 1.88m. þá var spjótið byrjað þannig að ég bygjaði bara að kasta í hástökksskónum mínum. eftir að nota fyrstu köstin sem upphitun cirkaði ég einhverja atrennu og sletti því 64.57m, vann það...báðir 70m strákarnir okkar voru annað hvort ekki að kasta eða tóku bara eitt kast nógu langt til að vinna hina stanford strákana.
þannig að sáttur við langstökk og spjót. ekki langt í að spjótið fari lengra. +

þannig að við unnum 95-68. sem er stærsti sigur síðan ég kom hingað. allir náðu að standa sig eins og hetjur og núna verðum við að vinna einu sinni í viðbót svo ég geti farið héðan og sagt að ég hafi aldrei tapað á móti stanford.
líka gaman að þetta hafi endað svona vegna þess að fyrir mótið var stærsta dagblaðið í san francisco búið að spá því að við myndum tapa. verður gaman að sjá hvað verður skrifað í blaðið núna.

ef ég myndi muna eitthvað í þýsku myndi ég segja áfram lemgo á þýsku núna!

Sunday, April 16, 2006

fimmtudagurinn langi

ákváðum að fara til la að keppa í þraut...ég er búinn að vera í vandræðum með lærið á mér í mánuð þannig að ég er ekki búinn að geta æft eins og ég hefði viljað. ákváðum samt að fara og keppa með það í huga að ef ég fyndi eitthvað til þá myndi ég stoppa og fara bara í frí með dagpeningunum.

hitti bjögga og kristínu, aka the machine...bjöggi alltaf sprækur og kristín átti ekki í neinum vandræðum með að slátra einu stykki ísl meti. þannig að innilega til hamingju kristín

ég þurfti sem betur fer ekki að hætta og gat klárað. á árangrinum sést samt greinilega að undurbúningurinn var ekki alveg eins og maðu hefði viljað. en alltaf samt gaman að keppa.

fyrri dagur-11.83s-7.02m-13.25m-1.89m-54.21s
sáttur við langstökkið og kúluna. eftir það kom 4 tíma bið og ég náði mér ekkert á strik í hástökkinu. hef ekki hlaupið neinar sýruæfingar í 2 mán núna...kom vel í ljós í 400m!
hafði ekki gert neitt hratt í 3 vikur áður en ég gerði þetta þannig að langstökkið kemur á óvart.

seinni dagur-16.11s-36.27m-4.35m-63.18m-4:58,21s
þreyttur...en ákváðum að halda áfram bara og hafa gaman. vel þreyttur fyrri helminginn af þrautinni. hitinn í kringum 30 stig. kom samt í ljos að það var 6 tíma bið eftir stönginni okkar þannig að það var bara skroppið í hádegismat með bjögga og svo lagt sig aðeins. náði að hressast við þetta allt saman. tók fá en góð stökk í stönginni...skellti svo í mig red bull og kastaði spjótinu í kringum 11 um kvöld. kláruðum svo þrautina klukkan 2355. krúsaði bara 1500m þar sem við vildum ekki að ég myndi eyða of mörgum dögum í að komast í gírinn aftur.
total skor 6900 stig

þannig að...sáttur við sumt...ósáttur við annað...but that is life
vonandi næ ég að henda smá myndum hingað inn fljótlega...

Sunday, April 09, 2006

san fran

keppti föstudag og laugardag. byrjaði á föstudeginum að kasta spjóti í ausandi djöfulsins rigningu. held að ég hafi aldrei keppt í jafn mikilli rigingu. handklæði, teip, harpix og allt notað en virkaði nánast ekki neitt. tók fjögur köst og kastaði 58.12m. svo sem sáttur miðað við allt.
eftir það sátum við traffík í 1.5 klst á leiðinni til berkeley. þar sem ég lyfti ekki um morguninn þá fór ég beint í klefann og kláraði að lyfta um klukkan 9 um kvöld.
kúlan byrjaði svo skemmtilega snemma eða um 9 um morgun. var hundþreyttur og ekkert að fíla mig og náði bara að brussa henni 12.10m. stutt og ömurlegt bara. lagði mig í tvo tíma og leið betur fyrir kringluna og kastaði henni 37.26m seinni partinn. frekar stutt en allvega núna búinn að kasta í keppni.

stefnan núna er að fara til la á þriðjudaginn og keppa í þraut á miðvikudag/fimmtudag. koma svo vonandi tilbaka á föstudag.
stærsta heimamótið okkar er svo á laugardaginn. vona að ég ég verði ekki látinn keppa á því.

allavega...heimalærdómurinn bíður...

Thursday, April 06, 2006

keppi á morgun. förum til san francisco á eitthvað lítið mót og byrja á að kasta spjóti. svo á laugardagsmorguninn þá kem ég aftur og kasta kúlu og kringu. þannig að það verður smá kast þema á þessu hjá mér um helgina. verður gaman sð sjá hvernig þetta gengur. er ekki búinn að kasta spjótinu mikið...þannig að ég er smá spenntur

ÞESSA MYND um daginn og fékk bara gæsahúð um leið. mér finnst þetta einhvern veginn segja svo mikið um íþróttir og hvað þetta getur stundum gefið manni mikla gleði.
svona til að segja aðeins frá henni þá hittir leikmaður #20 þriggja stiga körfu til að koma liðinu áfram í framlengingu í úrslitaleiknum í háskólakörfunni á meðan að varamennirnar tryllast!! þær enda svo á að vinna leikin...

er það slæmt ef maður klárar páskaeggið sitt tveimur vikum fyrir páska?

Sunday, April 02, 2006

spring break búið...eins og undanfarin ár þá þýðir það einfaldlega að það er meiri tíma eytt á vellinum og þetta ár var engin undnatekning. annars var bara sofið inn og haft það notalegt þegar ég var ekki að æfa.

búið að rigna mikið hérna undanfarið...stefnir í eitthvað blaustasta vor sem menn muna eftir. held að það hafi dropar fallið úr lofti hérna 25 af 30 undanförnum dögum. vonandi fer þetta nú að hætta og megi bombu blíða taka við!

heyrst hefur að bikar verði seint í ágúst...interesting...segi ekki meira en það...

mót um helgina á stanford...4000 manns að keppa þar...ég hef einhvern veginn ekki áttað mig á fjöldanum á þessum mótum fyrr...

lemgo komið í úrslit! langaði ekkert smá að sjá leikinn í dag!