Tuesday, November 30, 2004

restin af thanksgiving...

þegar við vorum loksins komin í heimabæ scotts þá drifum við okkur að lyfta í bílskúrnum hjá vini frænda hans. við vorum svo stífir og slappir eftir alla keyrsluna þannig að við vorum bara snöggir að klára og drifum okkur heim til hans í kvöldmat. eftir það var farið beint að sofa enda var mikið að gera hjá okkur báðum í skólanum daginn sem við fórum þannig að það var ekki mikið sofið nóttina á undan.

á fimmtudeginu er sjálft thanksgiving og við ákváðum eftir morgunmat að drífa okkur á býlið hjá afa hans og ömmu og skjóta aðeins af rifflinum hans. gekk bara bærilega og ég er ekkert alveg glötuð skytta. lentum samt í smá vanda vegna þess að við hlóðum bara smá timbri upp til að festa skotmarkið á og þegar við vorum búnir að skjóta soldið var timbrið orðið svo gatað að kúlurnar voru farnar að fljúga nánast beint í gegn. var svo sem allt í lagi vegna þess að það var bara einhver akur sem þær fóru yfir...en samt soldið óþægilegt vegna þess að það er ekkert mjög langt í næsta bæ. eftir það var brunað heim og þar beið okkar stór familían, um 30 manns og allir tilbúnir að taka vel á kalkúninum. fuglinn, allt meðlætið og bökur rann allt saman mjög ljúft niður og við drifum okkur heim til frænda hans og rústuðum þeim aðeins í póker. tók reynar alltof langan tíma að spila það en við vorum bara sáttir vegna þess að ég vann þetta á endanum.

föstudagurinn byrjuðum við með að fara og láta þvo bílinn hans scotts og fá okkur djúsí borgara á svona ekta amerískum hamborgarastað. þar sem að öll familían er áhugasöm um að byggja eldflaugar þá var ákveðið að setja púður í eina svoleiðis og sjá hvort við gætum ekki komið henni á loft. þvílíkur hávaði sem fylgir einni svona flaug, hún var reyndar alveg 1.8m á hæð og 15kg, og endaði með að fara 4500 fet í loftið. sem betur fer var vindurinn hagstæður þannig að við þurftum ekki að labba í beljuskít eða eitthvað til að finna hana aftur. ég held að sveitaloftið hafi gert mér gott vegna þess að þegar við fórum að lyfta seinna um daginn náði ég að setja upp þessu fínu tölur.

laugardagurinn byrjaði með að við tókum hlaupaæfingu í rigningu og drifum okkur svo bara heim. eftir það var tekið smá á heimalærdómnum og endaði svo daginn með að sjá minn gamla skóla rústa notre dame í fótboltanum í sjónvarpinu. auðvitað uppselt á leikinn "aðeins" 93.000 manns. held að það sé ekkert sem stoppi þá þetta tímabið við að vinna titilinn. allavega...enduðum svo kvöldið með að fara í keilu með vinum hans og bróður.

sunnudagurinn var tekinn snemma og farið heim til ömmu hans og fengið alvöru amerískur morgunmatur og svo lagt í hann heim, reyndar stoppað aðeins á leiðinni til að versla, ég var samt ekkert að nenna því og endaði með að drekka bara mikið kaffi í staðinn. umferðin á hrauðbrautunum var ekkert svo slæm og við komum um kvöldmatarleytið tilbaka.


Monday, November 29, 2004

mikið er california stór...

allt saman gekk mjög vel í ferðinni okkar...nema það að við urðum eiginlega föst í bakersfield vegna þess að kærasta vinar míns missti af rútunni og við þurftum að bíða í tvo tíma þar. þannig að við fórum bara og keyrðum aðeins um og fengum okkur kaffisopa.
það er alveg ótrúlegt hvað þetta fylki mitt er stór, held að það sé 4x ísland. ekki bara að það sé stórt heldur líka svo fjölbreytt. munurinn á að búa í los angeles, hérna og svo að fara í central vallery er ótrúlegt.
í fullri hreinskilni þá eru það "sveitavargurinn" sem á heima í central valley. þannig að þegar við vorum komin þangað fór fjöldi pick-up jeppa og sítt að aftan greiðsla að aukast gríðarlega. allt fólkið þarna var svo þægilegt samt og afslappað, allt annað heldur en hérna og þveröfugt við það sem er í los angeles.
vinur minn á heima rétt fyrir utan bæ sem búa í um 105.000 manns. allt umhverfis húsið hans eru appelsínutré. þannig að þegar við vorum að keyra nálægt húsinu hans og allt var dimmt þá kom allt í einu þessi sterka appelsínulykt í bílinn. frekar góð meira að segja. þeir segja að það séu appelsínutré alla leiðina til fresno, en það eru um 100km. þannig að appelsínurækt er mjög mikilvæg í kringum hann. rétt fyrir utan bæinn eru svo valhnetutré og svo er líka ræktaður bómull á svæðinu. það var eimmitt verið að verka bómulinn og selja hann þannig að við sáum helling af stórum kassalaga-samanþjöppuðum-bómuls-gámum.
ég sá einnig svona milljón beljur...án gríns...það sem verst er að bændur geyma þær bara alltaf utandyra og láta þær bara labba og velta sér í drullu. koma svo öðru hvoru og henda í þeim heyi. mér fannst svona farið frekar illa með þær. fá alla vega ekki íslenska grasið og hreina loftið eins og heima.

allavega...skrifa betur um ferðina mína bráðlega...þarf að klára að læra fyrir morgundaginn...:)

Tuesday, November 23, 2004

central valley...

fer á morgun með vini mínum scott heim til hans til að fagna thanksgiving. hann býr í miðhluta californiu. svæðið sem hann er frá er eitt afkastamesta landbúnaðarsvæði í heiminum. ég ákvað að setja inn smá lista yfir það sem ég veit um svæðið og fólkið hans.
-flestir kjósa bush
-frændi hans er með kraftlyfingadellu og við ætlum að fá að lyfta í bílskúrnum hans á morgun og föstudaginn
-mamma hans er með sítt að aftan
-pabbi hans er með doktorsgráðu í barnalækningum
-rúsínurnar sem eru í eldússkápum heima á íslandi eru mjög líklega 20 mín frá bænum hans
-allt er töluvert ódýrara heldur en hérna
-afi hans á litla olíulind
-afi hans gengur alltaf með byssu í vasanum, hann verður meira að segja mjög líklega með hana þegar við komum saman og borðum
-eldri bróðir hans er að klára doktorsgráðu í að spila á trompet
-yngri bróðir hans er feitur og spilar sundknattleik í alltof þröngum sundbuxum
-hans gamli high school er með nýja tartan braut og allt dót sem fylgir frjálsum er nýtt
-næstum allar appelsínur sem seldar eru í californiu eru frá bænum hans
-yngri bróðir hans er með rosalegan tölvuleikja áhuga og búinn að klára þá flesta


lítur út fyrir að þetta verði skemmtileg ferð hjá mér

Sunday, November 21, 2004

allt að gerast...

fór á föstudaginn og fékk mér kaffisopa með silju vinkonu minni frá usc. ég hitti hana fyrsta árið mitt hérna úti og núna er hún flutt heim á klakann en kom hingað í heimsókn til að fara í eitt stykki giftingu. þannig að hún þurfti að leggja í'ann snemma svo við ákváðum bara að fá okkur kaffi áður en ég fór í tíma. frekar skrýtið að tala íslenskuna svona augnliti til augnlitis, finnst eins og ég sé búinn að missa soldið taktinn í íslenskunni. ekki gott mál...lagast þegar ég kem heim um jólin.

fótboltaleikur um helgina. spiluðum við stanford. það er leikur svona eins og haukar-fh, eða valur-kr. allt brjálað og fullt af tuddaskap og læti. næstum slagsmál og svoleiðis, samt ekki nærri því jafn slæmt og hjá clemson þar sem silja er. þar voru víst bara massa hópslagsmál.
allavega...við unnum leikinn frekar auðveldlega og förum í rose bowl. í fyrsta skipti í 50 ár eða eitthvað

thanksgiving er á fimmtudaginn næsta og ég ætla að fara heim til vinar míns héna í californiu. tekur 3 tíma að keyra þangað og ætla að vera hjá þeim í þrjá daga. verður vonandi gaman. segi meira frá því seinna þegar ég verð búinn að fá nánari upplýsingar um fjölskylduna hans.

Sunday, November 14, 2004

mile...

það var frí á fimmtudaginn í skólanum vegna þess að það var dagur gamalla hermanna. þannig að þetta er búið að vera gott frí frá skólanum í soldinn tíma. en það var samt eiginlega bara öllu troðið í fyrstu þrjá daga vikunnar.

fótboltinn gengur vel hjá okkur. unnum um helgina washington þannig að núna erum við númer 4-5 á styrkleikalistanum. sem er nokkuð gott. vonandi tapa liðin sem eru fyrir ofan okkur og við komumst í góðan úrslitaleik og fáum fullt af $$$ fyrir það. nokkrar milljónir dollara hafa aldrei skaðað íþróttaprógramm.

fór í smá partý í gær. það voru langhlauparar sem buðu restinni af liðinu. ég held að þetta partý hafi styrkt mig í þeirri trú að langhlauparar eru alveg klikkaðir. þeir hlaupa svokallaða "bjórmílu". sem sagt fjórir hringir og fjórir bjórar. það sem meira er að þá ná þeir bara nokkuð góðum tíma í þessu. sem betur fer var ég ekki á staðnum vegna þess að það var líka soldið verið að skila bjórnum útúr sér á miðri leið og svoleiðis.

æfingarnar eru búnar að ganga vel undanfarið og vonandi næ ég að sýna það þegar við testum á morgun.

Sunday, November 07, 2004

sorry buddy...i have just been pounding you in the ... for many years...

gerðir eiginlega ekki neitt sniðugt um helgina. var hérna heima bara og lærði, tók reyndar eina létta æfingu. búinn að vera að reyna að klára alls konar verkefni alla helgina og ég held að þetta sé allt saman að sleppa hjá mér.

fótboltaliðið okkar vann í gær. rétt unnum oregon, sem er ekkert sérstakur árangur. en við erum næstum því búin að tryggja okkur að spila í þriðja besta úrslitaleiknum. sem verður að teljast nokkuð gott. við erum núna númer 4-6 á styrkleikalistunum. gömlu félagar mínir frá usc fóru til oregon state að keppa og voru að spila í 3°C hita og þoku. kannski skiljanlega voru þeir ansi lengi í gang enda 20°C kaldara en þeir eru vanir. en þeir unnu samt og eru áfram númer 1 á öllum styrkleikalistum.

svo er ég líka sáttur við það að ratcliff skuli hafa unnið ny maraþonið. mér fannst það mjög sárt að sjá hana á ól þannig að þetta er smá sárabót fyrir hana.


ég skil ekki alveg hvað þessu forstjóri hjá olís er að spá. ég held að hann líti nú bara enn verri út eftir að hann reynir eitthvað að biðjast afsökunar á olíusamráði. ekki eins og hann vissi ekki allan tímann hvað var í gangi og gerði nákvæmlega ekkert í því. ég vona að allir þessir "kóngar" verði látnir byggja gott og varanlegt fangelsi fyrir peningana sína og fái svo að sitja í því sjálfir í nokkur ár.

Thursday, November 04, 2004

four more years...

kosningarnar búnar og úrslitin ekkert sérstök finnst mér. en fátt hægt að gera í þessu, núna var allavega meirihluti sem var á bakvið forsetann, eitthvað annað heldur en fyrir fjórum árum.
mitt fylki var allavega gott, 55% fyrir kerry, en verst að mörg önnur ríki, miðríkin og suðurtíkin einna helst, studdu bush. svona er þetta bara, lýðræðið vann allavega núna, eitthvað annað en fyrir fjórum árum. ég er samt enn á því að þetta kjörmanna system vera rosalega asnalegt, skil ekki af hverju þeir telji hreinlega ekki bara öll atkvæðin.

nevada var eitt fylkið sem gat dottið báðum megin og stúdentar fóru héðan til að reyna að veiða atkvæði fyrir kerry. það tók þau ekki nema svona 8 tíma að keyra þangað. þannig að það var ýmislegt lagt á sig.