Wednesday, December 22, 2004

á leiðinni heim...

jæja loksins komið að því að leggja í hann heim. ferðin eins og áður hefst mjög snemma eða um klukkan 3:30 um nótt. þá fer ég til san francisco flugvöll og þaðan til phoenix. sem betur fer stoppa ég ekki lengi þar og held strax áfram til minneapolis. þar þarf ég að bíða í soldinn tíma og svo verður farið heim. þar lendi ég svo um 8:00 um m0rgun...daginn eftir að ég lagði af stað. þannig að þetta er soldið langt allt saman, en ég tapa reyndar 8 tímum á leiðinni. þannig að þetta er ferðalag upp á um cirka 21 tíma.

síðustu dagar hafa farið í það að hvíla sig, æfa og snúast eitthvað í kringum jólagjafir. þannig að þetta er búið að vera ágætis tilbreyting.

þannig að ég held að ég reyni að leggja mig aðeins áður en ég legg í hann til að sofa soldið.


Saturday, December 18, 2004

búinn...

prófin þetta árið tóku ekki langan tíma. vegna þess að ég skilaði inn verkefnum og svoleiðis þá þurfti ég bara að taka tvö lokapróf. þannig að ég fór í það fyrra á miðvikudag til klukkan 9 um kvöldið og svo 12.5 tímum seinna var ég búinn með það seinna. þannig að þetta var allt saman mjög snöggt. gekk alveg ágætlega hjá mér og ég er mjög feginn að vera búinn með þetta allt saman.

æfingarnar hjá mér hafa gengið mjög vel. keppti aðeins í dag á smá kastaramóti hérna í skólanum og náði næstum að bæta mig í kúlu þrátt fyrir að ég hafi kastað án atrennu. þar sem að ég kasta ekki kringlu innanhúss þá höfum við lítið verið að kasta henni. ég náði samt að smella henni 41m í dag. þannig að þetta var bara mjög jákvæður dagur.
við erum búnir að fara í gegnum ansi strembna törn núna. erum búnir að fara í gegnum 6 erfiðar vikur og erum þar af leiðandi farnir að vera ansi bensínlausir. en við ákváðum samt að gera þetta þannig svo ég gæti fengið létta viku þegar ég kem heim. ég held að ég hafi aldrei farið í gegnum jafn mikið magn áður og á þessum 6 vikum. við tókum til dæmis hraða 2x450m um daginn....sem endaði með því að ég ældi og alles...þannig að það boðar bara gott fyrir komandi tímabil.

það er annars alveg ótrúlegt hvað bærinn hérna tæmist þegar prófin fara að klárast. allir eru annað hvort farnir heim eða sitja inni og læra. en það kemur samt alltaf fyrir að mar sér einhverja fagna þvi að vera búnir með skólann eða prófin alveg á eyrunum.

Monday, December 13, 2004

pillur...

prófatörnin byrjuð...ekki skemmtilegasti tíminn...en hentar mér svo sem ágætlega.

æfingafélagi minn og meðleigjandi ákvað að halda upp á að þessarri önn sé lokið með því að fara í sinn fimmta uppskurð. kom í ljós að það er hellingur að hnénu á honum og lítur út fyrir að hann keppi ekki innanhúss...vonandi að hann komist í gang fyrir utanhúss. þannig að um leið og ég var búinn í tímum á föstudaginn fór ég og náði í hann til læknisins og passaði að hann kæmist heim. hann er svo búinn að njóta þess alla helgina að hafa helling af alls konar pillum og ég held að hann hafi farið úr rúminu sínu svona 4 sinnum á 48 tímum.

einn prófessorinn minn var að kenna sinn síðasta tíma á fimmtudaginn og hann var eiginlega í sjokki allan tímann. hann er búinn að vera prófessor hundlengi og afkasta miklu en var kannski alveg búinn að átta sig á því hversu erfitt það væri að kenna sinn síðasta tíma. aumingja kallinn var eiginlega með tárin í augunum þegar hann var að kveðja okkur. sem betur fer voru kökur og kaffi á boðstólnum þannig að það náði að létta aðeins andrúmsloftið og dreifa athyglinni frá honum. annars úrvals kall og væri alveg til í að taka fleiri tíma með honum.


annars fann ég það sem ég setti inn í síðustu viku og ætla að skella þessu hérna inn (enda mjög stoltur af þessu). þetta er reyndar allt saman í feta ruglinu en fyi 1 fet=o.3048m
1. Cal-Chris Huffins was a world-class all-arounder in his competitive days and his second recruiting class in Berkeley draws from all across the event spectrum. The new recruits are headed by a trio of All-Americas that put the Bears atop the overall heap: Nate Rolfe (No. 1 in the hammer, 237-1, and No. 3 in the discus, 206-2), Ed Wright (7-0, No. 2 in the high jump) and Alex McClary (1:50.28, No. 3 in the 800). McClary is joined by twin Andrew (1:51.78). Good sprint/jump help will come from Rashaad Nunally (10.51w/24-11 1/2) and Steven Conrad (21.35/24-2).--sá síðasti er í mínum hóp þessa stundina og verður væntanlega æfingafélagi minn á næsta ári.

Wednesday, December 08, 2004

money ...

uhhh...
lítið eftir af önninni þannig að það er mikið að gera í skólanum. þegar ég skila svo inn heimaverkefnum á föstudaginn verður væntanlega labbað á næsta starbucks og prófundirbúningur hafinn. ekkert svo mikið af prófum þetta árið þannig að þetta verður stress minna heldur en oft áður...sem er ekkert nema gott.

góðar fréttir af liðinu mínu...track and field news gáfu út lista um daginn hvaða frjálsíþróttalið væri með bestu nýnemana á þessu ár. kemur í ljós að við erum talin vera með bestu nýnemana af öllum öðrum skólum. mjög gott að ná að vinna stóra frjálsíþróttaskóla eins og ucla, tennessee, lsu, texas og fleiri. ég held að það sem hafi gert gæfumuninn var að við fengum inn mjög góða stráka í margar greinar þannig að við erum að breikka aðeins breiddina í liðinu.

til að toppa alveg hvað það er asnalegt fyrirkomulag í fótboltanum hérna þá lentum við í fimmta sæti. við unnum síðasta leikinn okkar og allt en duttum samt frá 4 sæti í það 5. þannig að við förum ekki í mjög góðan bowl leik heldur í ágætis bowl leik. mér er svo sem alveg sama um þetta en mér finnst verst að við fáum 13milljón dollara minna bara vegna þess að við förum í þennan nýja leik. það var samt gerður nýr samningur við þjálfarann hérna og þar er nóg af seðlum...samningurinn hans er til 5 ára og er metinn upp á 10 milljónir dollara...takk fyrir...ekki slæmt kaup það!!