Sunday, September 17, 2006

spínatið mar...

jæja...skólinn kominn á fullt...búinn að skila inn fyrstu heimadæmum árins...og svo sannarlega ekki þeim síðustu! enn sem komið er er ég búinn að vera að reikna, og láta excel eða shazam reikna, eitthvað áhugavert...þannig að vonandi helst það áfram.

byrjuðum formlega að æfa á mánudagin...góð blanda af drillum, fótbolta, lyftingum, amerískum fótbolta, og framstigum enn sem komið er...veit samt að þetta er bara lognið á undan storminum...það styttist í að maður kíkji niður í kjallara!

fékk heimsókn í vikunni...tumi og marie francis komu og tékkuðu aðeins á mér. skólinn hjá þeim byrjar ekki fyrr en í næstu viku eða svo fyrir þau þannig að þau ákváðu að koma aðeins til cali og tékka á stemmingunni. þau tóku chillið og túristann svona mátulega þannig að ég vona að þau hafi haft gaman af! vonandi fer að styttast í að ég skreppi til þeirra í seattle og tékki á stemmaranum þar!

rosa sýking í spínati víst...eimmitt eftir að ég kláraði allt mitt spínat þá frétti ég þetta...er enn ansi hress bara...en eftir að ég frétti að þetta væri bara lífrænt ræktað spínat sem væri með þessa sýkingu hafði ég ekki neinar áhyggjur...ég er ekki, ennþá, nógu ríkur til að kaupa það!

Monday, September 11, 2006

kæra stjórn FRÍ og aðrir frjálsíþróttaunnendur,

í byrjun október fer fram í fyrsta skipti heimsmeistaramót í 20 km götuhlaupi. keppnin fer fram i debrecen í ungverjalandi og verður hlaupið um fallega borgina. hægt er að fá fleiri upplýsingar um hlaupið hérna og þarna

þar sem þetta er fyrsta skiptið sem keppni af þessu tagi er haldin á vegum alþjóðafrjálsíþróttasambandins finnst mér að við íslendingar eigum að leggja mikinn metnað í þessa keppni og byrja strax í ár með að senda keppanda til að gefa tóninn fyrir komandi ár. því vil ég tilnefna ævar örn, aka junior coach, aka kóngurinn, til hlaupa fyrir íslands hönd. ekki nóg með að hann eigi heima í borginni heldur er hann líka búinn að koma líkamsþyngdinni niður í tveggja stafa tölu, (það gæti samt hafa verið snemma í vor, þe fyrir allt grilleríið og bakarísferðirnar í sumar...en það skiptir ekki öllu máli.) síðast þegar ég vissi gat hann líka alveg hlaupið heiman frá sér út á strætóstoppistöð án þess að missa af strætó, (það gæti reyndar verið að allir rússkíkaramba-stætóarnir í þessu landi séu ekkert mjög hraðskreiðir...en það er ekki aðalmálið...DRENGURINN GETUR HLAUPIÐ...e.da boy can scoot!) Síðast en ekki síst þá kemur fram í gögn mótins að upphaf hlaupsins verður fyrir framan háskólann. þannig að það verður lítið mál fyrir hann að hlaupa eitt hlaup á milli þess að krukka í fólki í líkhúsinu.

svona hlaupum fylgir auðvitað mikil andlega og líkamlega pressa. þar sem að ég á gamlan fjölskylduvin í ungverjalandi, sem ég veit reyndar ekkert hvar á heima og hef ekki talað við hana í svona 15 ár, legg ég til að ég verðir útnefndur þjálfari, fararstjóri, nuddari, kokkur, töskuberi og andlegur leiðtogi fyrir ferðina. fyrir utan það að verðlaunaféð í þessu hlaupi er rúmar tvær milljónir ísl króna fyrir fyrsta sætið. þessir peningar myndu koma sér vel fyrir okkur námsmenn í útlöndum. auðvitað yrði að borga vel fyrir vel unnin störf...þess vegna myndi ég fara fram á að fá um 70% af verðlaunafénu...plús út að borða á gott steikhús.

virðingarfyllst,
jónas coach

Wednesday, September 06, 2006

ups and downs

glæsilegt hjá FH 16 ára og yngri að taka bikarana alla saman bara...til hamingju með það!

cal hefur aldrei verið rosalega sterkir í fótboltanum...oftast bara verið góðir en ekkert mikið meira en það. en núna vorum við í fyrsta skipti í topp 10 í 54 ár. þannig að allir voru voða spenntir hvort þetta gæti verið árið sem við myndum ná að slá almennilega í gegn...eða þetta hélt fólk alveg þangað til við spiluðum við tennessee um helgina sem var númer 23...og við vorum flengd. þannig að við erum aftur eitthvað í kringum 20 núna.

annars var einhver gaur skotinn, og drepinn, rétt hjá fótboltavellinum okkar á laugardaginn!

Saturday, September 02, 2006

da crib on blake street

jæja....þá byrjum við...það er eins og mig gruni að ég hafi alltaf byrjað haustið á þessarri síðu með að segjast ætla að verða duglegri að skrifa...þannig að ég geri það bara aftur núna...

kominn út...búinn með fyrstu vikuna í skólanum. þurfti að gera nokkrar breytingar á stundaskránni minni...en ég held að þetta sé allt saman að smella saman í alveg dúndur stundaskrá...sem sagt ekki mjög snemma...og ekki mjög seint...hentar mjög vel fyrir mig.

búinn að flytja inn í nýju íbúðina mína. var soldið vesen að koma öllu fyrir og skrúfa allt draslið mitt saman etc allur þreyttur eftir flugferðina. en hægt og rólega tókst mér að koma þessu öllu saman og mér líst mjög vel á. þetta er í rauninni alveg týpísk íbúð eins og ég hef búið í áður nema að hún er öll miklu hreinni, svo er hún á þriðju hæð þannig að það skín sól inn um gluggana og við erum með svalir og svona. þannig að það er stórt skref upp á við. það fer samt enn í taugarnar á mér að ég hef ekki átt heima í íbúð með loftljósum í nokkur ár. þannig að það er aldrei að vita að ég skreppi ekki í hina skemmtilegu búð ikea og versli einn góðan ljósastand.

allavega...stefnan næstu daga er að:
-henda út nokkur hundruð emailum
-senda nokkra emaila
-gera íbúðina mína aðeins fínni
-tala við alla þjálfarana mína
-byrja hægt og rólega að æfa...eða meira svona spila fótbolta nokkrum sinnum
-versla mér bækur fyrir þessa önnina
-horfa á cal á móti tennessee á espn
-skrifa inn smá summary á sumrinu mínu og henda hingað inn
-stúdera eitt stykki video
-grilla

bis spater...
jhh