Wednesday, January 31, 2007

-gott að svíar unnu okkur ekki með einu í gær

kláraði fyrstu þrautina um helgina. gekk ekkert sérstaklega vel. mikið af svona 80% árangri hjá mér í greinunum. endaði með 4850 stig sem er soldið frá mínu besta. en ég fer aftur í gegnum þraut í lok febrúar. þannig að við höfum tíma til að undirbúa okkur betur.
það var meira að segja tæpt að við náðum að klára þrautina vegna þess að það var svo mikil seinkun á mótinu að við vorum að hlaupa svona 70 mín áður en vélin fór í loftið. þannig að það var bara brunað beint út á völl eftir hlaupið og af stað. gekk allt saman á endanum en það var tæpt.

-hmm...já ég stal bara textanum sem ég skrifaði í fyrra...hann sagði nánast allt sem segja þurfti
-nema að ég var veikur og leið ekkert sérstaklega vel...en gott samt að fara í gegnum þetta og byrja stuðið
-fór 4,5m í stöng...fór beint í 4,7m til að ná að hvíla mig aðeins og kýla í mig meiri kveftöflum og láta kaupa handa mér annan kaffi...í hausnum var ég allavega "flying high"...kannski að ég fari að prófa þetta oftar
-var svo veikur á laugardaginn og sunnudaginn þegar ég kom heim...en er í góðu lagi núna eftir hvíld
-stefnan næstu daga er að keppa svo á litlum heimamótum á laugardögum og æfa vel þess á milli.

ein mynd af hópnum mínum þegar við vorum að borða fyrir mótið


og ein í bílaleigubílnum á leiðinni á hótelið

Tuesday, January 23, 2007

-áfram ísland! allt spurning um að toppa á réttum tíma

-jæja...þá er tímabilið mitt byrjað
-finnst eins og ég hafi endað það gamla í síðustu viku
-nema það að ég er í betra formi núna
-gekk samt ekki vel að sýna það um helgina í boise
-fór í gegnum þrjár greinar og tvö grindahlaup á um þremur tímum þannig að það var span á manni
-skulum orða það þannig að atrennurnar mínar séu miklu betri núna heldur en fyrir helgi...núna þarf bara að koma þessu öllu saman! ég er samt ekkert stressaður yfir þessu
-er með risa marblett á hnénu eftir að hafa sýnt einni grindinni að það rennur í manni víkingablóð
-rosalega flott aðstaða þarna...ég myndi segja að hún væri í sama klassa og aðstaðan heima, nema að þessi höll var stærri, til dæmis með kúluna og lóðkastið fyrir utan brautina, þe tveir hringir, og svo lyftingaaðstaða líka, en ekki hægt að breyta hallanum á brautnunm
-ég lærði það að á bílnúmeraplötun idaho stæla idaho-búar sig af því að tækta bestu kartöflurnar
-er búinn að vera veikur núna í um 24 tíma eða svo...svaf helling í nótt...druslaðist í labor economics fyrirlestur og svo beint heima að sofa aftur...fer örugglega að sofa bráðlega líka
-fer til new mexico á morgun, keppi í sjöþraut á fimmtu- og föstudag
-komum svo vonandi tilbaka á föstudagskvöld og náum að hvíla okkur um helgina
-ég var útnefndur fyrirliði frjálsíþróttaliðsins hérna í síðustu viku
-komið á hreint að það verða bears og colts í super bowl. ég er einhvern veginn ekkert voðalega spenntur yfir þessum leik lengur.

hérna er svo ein mynd af mér og steve að kæla á okkur fæturnar eftir mótið um helgina

Wednesday, January 10, 2007

-gleðilegt nýtt ár
-kominn aftur út fyrir nokkru síðan
-stoppið var stutt heima um áramótin...þannig að ég náði ekki að hitta alla sem mig langaði og þá sem ég hitti, hitti ég ekki nógu oft...þarf að bæta upp fyrir þetta í sumar
-skólinn byrjar samt ekki fyrr en í næstu viku
-en allir í sporti voru látnir mæta fyrr...þannig að það er æft mjög stíft núna og borðað þess á milli
-ferðin hingað gekk ekki alveg nógu vel
-vélin mín bilaði í baltimore og ég gisti þar eina aukanótt
-daginn eftir þegar ég var kominn helminginn af leiðinni er svo mikil seinkun að ég missi af næstu vel...svo seinkar henni...og farangurinn minn var svo í rugli...þannig að ég var bara feginn að koma hingað í íbúðina mína einhverjum 16klst of seinn
-orðið skuggalega stutt í fyrsta mót...bara ein vika!
-þar sem við hitum ekki íbúðina keypti ég mér rafmagnshitara...það á víst að verða frekar kalt hérna á morgun...þannig að ég er undirbúinn
-jónas oddur frændi minn og vinir hans komu og tékkuðu á berkeley...held að þeir hafi bara hitt á mjög góðan janúar dag hérna

ein mynd þegar við fórum og versluðum jólatréð okkar af bóndanum sem á heima við hliðina á ágeiri



þið megið giska tvisvar hver var að hjálpa jólasveininum í þýskalandi...og sjáið hvað familíunni finnst ég rosalega sniðugur!