Monday, December 25, 2006

-gleðileg jól!
-eða ef maður á að vera alger kani...gleðilegt frí!
-lífið í þýskalandi er bara ansi ljúft
-lagði af stað frá berkeley um 4 um morguninn og flaug fyrst til houston, svo til baltimore, svo til keflavikur, svo til amsterdam, svo keyrðum við hingað í sveitina til ásgeirs
-ferðalagið tók mig um 28 tima eða svo...þannig að það sat í mer soldil þreyta næstu dagana
-en eru jólin nú ekki til þess að hanga, sofa og borða?...þannig að þetta er allt í góðu
-vélin var svo sein að koma frá baltimore að vélin til amsterdam var látin bíða í næstum klukkutía eftir mér og 11 öðrum farþegum
-þannig að ég hitti bara mömmu og pabba inni í vélinni
-ætli ég hefði ekki bara farið heim að sofa ef ég hefði lent í að þurfta að mixa eitthvað ferðalag með starfsmönnum flugleiða ef ég hefði misst að vélinni minni
-sá minn annan handboltaleik í um 4-5 ár. ég og 10000 aðrir sáum þennan fína leik...bara verst að sigurinn endaði ekki réttu megin
-ásgeir spilar með fínum handboltamönnum...ég held að það sé best að orða það þannig
-við héldum áfram fjölskylduhefðinni að hafa ss pulsur i hádeginu á aðfangadag...klikkaði ekki!
-þýski hamborgarahryggurinn var betri heldur en sá íslenski
-jólatréð okkar er svona 1/5 af því sem við erum með heima...það passar ágætlega í blómapottinn! en það er ekki endilega stærðin heldur gæðin sem skipta máli
-ég hjálpaði aðeins þýska jólasveininum fyrir nágranna ásgeirs...bara verst að ég skildi ekkert hvað krakkarnir voru að segja við mig
-jább...þó ég hafi látið þvæla í mig alls konar þýskuvitleysu í menntaskóla þá er það djúpt grafið...ég held að ég hafi ekki skilið eina einustu setningu síðan ég kom hingað sem er lengri en svona þrjú orð
-einkunnir eru komnar á netið...gekk allt eins og það átti að ganga
-stefnan næstu daga er bara að æfa, lesa, sofa, og borða og sofa kannski smá meira!
-tschuss

Sunday, December 17, 2006

mér fannst þetta svo fínt síðast, þannig að athugum hvort það var one-hit-wonder eða ekki
-jæja...búinn í prófum
-gekk bara ágætlega held ég...hef allavega ekki miklar áhyggjur af þessu
-tók mig tvo daga eða svo að róast aðeins niður
-er enn vanur að drekka alltof mikið kaffi, þarf að vinna í því
-búinn að liggja í leti í allan dag
-horfði meira að segja á bíomynd, held barasta að það sé önnur myndin þessa önnina
-hlakka til að fara fara til þýskalands og heim um jólin
-kem heim til íslands 28 desember
-þarf að klára að taka hérna til svo ég komi ekki aftur í janúar í allt draslið
-náði að bæta mig í beygju fyrir framan um daginn
-snilld að taka upphýfingar á griptöngum
-búið að ákveða að ég fari til boise, idaho á fyrsta mót ársins 20 jan
-new mexico helgina eftir það

Friday, December 08, 2006

húff...búinn að skila öllu saman inn...þannig að núna er um að gera að reyna að auka aðeins blóðið sem flæðir í öllu koffíninu í æðunum á mér.
tvö próf eftir...á fimmtudag og svo föstudag. þannig að það er svona semi stíf dagskrá framundan.

annars ekk mótið vel hjá okkur. mitt lið vann, að sjálfsögðu. ég veit ekki alveg hvernig ég eigi að líta á þetta mót. ég held að ég setji dagatalið til hliðar og kalli þetta fyrsta mót næsta árs...eftir síðasta keppnis sumar, sem ég hélt að ætlaði aldrei að enda, þá fer þetta 2007 megin!
mínir árangrar voru nú ekkert spes, enda er bara desember og ekkert spes á að gerast. nema þá bara mikið æfingamagn! sem er til staðar.

svo fékk ég svona nýjan ipod shuffle spilara, með klemmunni, gefins um daginn. minn gamli er orðinn bæklaður þannig að þessi kemur sér mjög vel. það var eimmitt starfsfólkið í íþróttadeildinni sem skoraði á alla íþróttamenn, um 600 talsins, hvor gæti gefið meira magn af mat til góðgerðarmála og verðlaunin yrðu ipod.
ekki að spurja að því. við náðum rúmlega 1.5 tonni af mat. í mínu liði þá borguðu allir fimm forseta og svo fóru tveir strákar á jeppnunum sínum og keyptu ódýrasta dósamat sem var til í búðinni. það var eimmitt um 300kg.

Saturday, December 02, 2006

jæja...aðeins of langt á milli pósta hjá mér...er bara búið að vera mikið að gera undanfarið...og næsta vika verður þannig örugglega líka.

thanksgiving var rosa fínt...eiginlega bara of gott...náði að sofa og hvíla mig vel og tala nú ekki um allan góða matinn...og afgangana dagana á eftir.
við lentum samt í því á leiðinni heim að það var einhvern snjóbylur...við vorum samt með keðjur, þannig að karlmennirnir í bílnum fengu að fara út og hamast við að koma keðjunum á. ég held að svei mér þá mér hafi aldrei verið jafn kalt á höndunum og þá...var allavega dofinn í puttunum lengi vel á eftir meðan ég var að reyna að hita þá á miðstöðinni í bílnum. en þetta gekk allt saman upp við krúsuðum þetta bara í rólegheitunum.

annars er bara búið að vera kalt hérna undanfarið...held að það hafi ekki verið svona kalt síðan ég flutti hingað. hitinn var um 3 gráður c um daginn þegar ég var að fara að sofa. þar sem við kyndum ekki íbúðina okkar, það er fáránlega dýrt að kynda hérna, þá er maður eiginlega bara kapp klæddur hérna heima og drekkur vel af kaffinu og tei til að halda sér heitum.