Thursday, March 31, 2005

dual meet...

keppum við university of illinois á laugardaginn. þetta er svona tveggja-skólakeppni. þannig að það er stigakeppni. nokkuð skemmtilegt fyrirkomulag þar sem að fyrstu tveir frá báðum skólum skora stig. stigin raðast 5-3-2-1. þetta fyrirkomulag á að tryggja jafnari svona mót. mér skilst að tveggja skólamót hafi verið mjög vinsæl fyrir mörgum árum en þetta hefur einhverra hluta vegna lagst af hérna.
ég held samt að okkar mót sé bara tilkomið vegna þess að þjálfarinn okkar hefur mjög gaman af því að tala...eins og þjálfari illinois. þannig að þeir hafa eitthvað verið að metast og ákveðið bara að láta verða af þessu. fór á fund í dag með liðinu og þetta verður blóðugt. hitt liðið er eitthvað að tala um að þeir ætli að valta yfir okkur og þetta verði engin keppni og eitthvað bla bla bla...þannig að "they can talk the talk but can they walk the walk"!!
týpískt fyrir kanann að setja eitthvað rosa drama í þetta... en þetta pumpar alla upp hjá okkur allavega. þó að olnbogaskot og annar drulluháttur sé ekki leyfður í miklu magni í þessu liði þá kæmi mér ekki á óvart að þjálfararnir okkar líti kannski bara í hina áttina ef þeir sjá eitthvað svoleiðis á þessu móti ;)

ég á að kasta spjóti og kringlu á þessu móti. sem verður bara mjög gott fyrir mig. búinn að vera að kasta soldið þessa viku og allt saman lítur vel út. mér skilst að við eigum að rústa öllum kastgreinum en þeir einhverjum af hlaupagreinunum. þannig að ég verð held ég ekki í þeim greinum sem geta dottið beggja megin...því miður...

bjöggi bara mættur á svæðið. kom alla leiðina frá portúgal í gær og var ekki lengi að koma sér á völlinn. gekk nú eitthvað illa hjá honum að æfa vegna þess að allir vildu fá að tala við hann. ég held samt að honum hafi á endanum tekist að koma einhverju í verk.

Tuesday, March 29, 2005

yikes....

fór til stanford aftur á laugardaginn bara til að hanga soldið og styðja liðsfélaga mína. í heildina gekk bara vel held ég hjá þeim hópi sem fór á stanford mótið. aftur á móti fór hinn helmingurinn af liðinu til florida að keppa og það rigndi svo mikið að megninu af mótinu var frestað. þannig að það var langt ferðalag (örugglega 6 tímar í flugi...engin smá stærð á þessu landi!) fyrir ekki mikla keppni. en þau skemmtu sér örugglega vel.

phil, æfingafélagi minn og þjálfari, keppti í síðustu viku og hann skoraði 7950 stig. sem er allt í algi byrjun fyrir hann. hann fer létt með að bæta 400 stigum við þetta þegar hann "toppar" í sumar þegar það telur. enn sem komið er þá er þetta besti árangurinn í heiminum. en það á svo sem eftir að breytast fljótt þegar "stóru" kallarnir byrja að keppa.

ég og phil vorum svo aðeins að tékka á nokkrum strákum sem á að reyna að fá til að koma hingað. verð hreinlega að segja frá einum. í dag er hann einn efnilegasti strákurinn í usa og á það svo sem alveg skilið. hann sem sagt fæddur 1988 og á 7.4m í langstökki, 2.14m í hástökki, 14.26 í 110m grind, 52.5s í löngu grindinni...og svo þegar við vorum að horfa á hann hljóp hann 48.4s í 4x4 og þurfti að taka fram úr svona 7 gaurum á leiðinni. nú krossleggjum við bara fingurna og vonum að hann endi hérna.

ótrúlegt en satt...ég keypti brokkolí (held að það sé skrifað svona) um daginn í búðinni. svei mér þá ef uppeldið hafi ekki tekist hjá foreldrum mínum...:)

Friday, March 25, 2005

búinn að "opna upp"...

fór í dag til stanford til að keppa. fórum snemma í morgun nokkur saman í svona van til stanford. við héldum að við værum pínu tæpir á að ná að hita upp og svoleiðis fyrir mótið en svo kom í ljós að ég var í seinni riðlinum að kasta spjóti. þannig að við hituðum upp og svo var tekið chill á þetta og svo hitað soldið upp aftur. svo þetta reddaðist allt saman.

kastaði ágætlega,58,49m, sem ég er bara ágætlega sáttur við. skokkaði bara inn í tvo krossa og sletti á þetta. hef ekkert kasta svona síðan í ágúst, og þá kastaði ég með þremur krossum, þannig að þetta er ágætis byrjun. finn það samt að ég þarf að kasta meira til að pússa þetta allt saman...sem er bara ágætt vegna þess að það er hellingur eftir af utanhússtímabilinu.

veðrið var fínt, 18 stiga hiti og eiginlega logn. vonandi verður það svoleiðis líka á morgun vegna þess að ég er að pæla í að fara þangað líka þá og horfa og hvetja og slaka soldið á. minnir að það séu 4000 manns skráðir til keppni á þetta mót. þannig að það er mikið í gangi. þeir starta hlaupum til dæmis allan daginn alveg frá 9 á morgnana til 10 á kvöldin til að ná þessu öllu saman.

Wednesday, March 23, 2005

frekar slappt...

fríið ekki alveg að gera sig...búið að vera leiðinlegt veður hérna. rigning og þungt yfir eiginlega allan tímann og allt frekar leiðinlegt. held að það eigi samt aðeins að skána þegar líður á vikuna.
búinn að finna út að ég kasta í stanford á föstudagsmorgun. þarf aðeins að hressa upp á atrennuna mína á morgun og þá ætti ég að vera til í að kasta þar.
restin af liðinu er í florida að keppa. fóru þangað í morgun. mér finnst þetta nú vera frekar langt ferðalag. held að þetta séu um 6 tímar í flugi þannig að fólk á eftir að vera vel sjúskað daginn eftir flug í öllum rakanum.

óska tuma til hamingu með að vera kominn með styrkinn til uw í seattle.

Sunday, March 20, 2005

spring break...

úff hvað það gengur eitthvað illa að halda þessari síðu úti. ... :/

allavega...komið spring break. þannig að það er enginn skóli í eina viku. sem er bara nokkuð gott. ég held að allir skólar séu með svona viku þar sem að nemendur fá tækifæri til að ferðast, skemmta sér, sofa ...jú eða eyða mest öllum tímanum í íþróttir. það er eimmitt það sem ég og meðleigjendur mínir gera. ´

keppti aðeins á móti hérna á laugardaginn. kastaði bara kringlu og hún fór eitthvað um 41m. sem er nú enginn brillerandi árangur en það er samt byrjun. svo er keppni hérna aftur á miðvikudaginn og fimmtudaginn en ég held að ég geri ekki neitt á því móti. stefnan er samt sett á að fara til stanford á föstudaginn eða laugardaginn og keppa þar. held að ég fái að kasta spjóti þar. þetta er risastórt mót þannig að það verður örugglega ágætis stemming þar.

allavega...reyni að nýta tímann í spring break til að henda einhverju inn á síðuna.

Monday, March 14, 2005

fór á ströndina...

ákváðum að skella okkur á ströndina á laugardaginn. veðrið á föstudaginn var æðislegt en á á laugardaginn var eiginlega bara þungt yfir og ekkert sérstakt veður. við ákváðum samt að skella okkur. fórum á stinsen ströndina sem er soldið norður af hér. tók okkur svona 45 mín að keyra þangað og svo var bara chillað...þar sem að sólin var hvergi nærri þá tók ég ekki íslendinginn á þetta og sleppti olíunni og var bara í síðbuxum og stuttermabol...eins og allir hinir.
við vorum svo bara að spila frisbé og kasta football og bara almennt chill. þannig að þetta var bara mjög góður dagur.

indoor nationls var um helgina. mjög gott mót eins og alltaf. kalla spretthlaupin verða seint toppuð samt. heimsmet í400m og næst besti tími frá upphafi í 200m. og báðir þessir strákar í kringum tvítugt. sýnir bara hvað usa er fáránlega góðir í frjálsum. meira um málið hérna til hægri á síðunni á trackshark.com

Friday, March 11, 2005

loksins kom sólin

fyrstu almennilegu daganrir loksins komnir, búin að vera sóla hérna undanfarna daga og ég held að það hafi meira að segja verið sett hitamet hérna í dag. var yfir 25 stig þannig að ég kvarta ekki. náði meira að segja að brenna aðeins á æfingu í dag.
stefnan á morgun er svo sett á að fara á ströndina og chilla þar. held að við förum um hádegi og verðum þar eitthvað fram eftir degi. þannig að það verður fínt þar sem að ég er búinn að vera að læra undanfarna daga og gott að taka sér smá pásu frá því.

Monday, March 07, 2005

kaninn ég...

fyrsta utanhúsmótið búið. var um helgina. það var innanskólamót þar sem það er kosið í tvö lið og svo er stigakeppni. það er svo sem ekki mikið lagt upp úr þessari keppni og hlaupnar greinar eins og 150m, 300m, 600m, 1100m. þannig að þetta var meira bara svona til gamans gert. ágætis árangur í nokkrum greinum hjá okkur. spjótkastarinn okkar tók eitt kast og smellti því 70,5m. og ein stelpa hjá okkur henti kringlu 52.5m. þannig að þetta var fín byrjun.

ég er búinn að vera að hugsa um soldið undanfarna daga, veit ekki hvort ég eigi að þora að skrifa það hérna vegna þess að allir halda að ég sé orðinn alger kani...allavega...mig langar mikið til að fara á tónleika með toby keith, country kóngi þeirra kana, í einhverju fylki þar sem allir sveitavargarnir búa. ég held að það væri ólýsanleg upplifun...bara smá pæling....;)