Saturday, February 26, 2005

ups and downs í þessu...

fór ekkert um helgina. það var ákveðið að hvíla mig um helgina. mér hreinlega leið ekki nógu vel til að treysta mér til að keppa um helgina og þjálfarinn minn vildi ekki taka neina sénsa þar sem að tímabilið er langt og mikilvægt fyrir mig að ég geti tekið þátt í mótunum seinna. þannig að þetta er bara búin að vera lærdómshelgi.

liðið fór til seattle að keppa við bestu liðin hérna á vesturströndinni, stanford, ucla og oregon. mótið fór svo sem eins og búist var við. stanford rústaði kvennakeppninni og ucla vann karlakeppnina. við höldum áfram að koma á óvart og enduðum meðal annars í öðru sæti í kvennakeppninni og í 4 sæti í karlakeppninni og aðeins 3.5 stigum á eftir 2 sætinu. þannig að það er mikill uppgangur hjá okkur og ég er að fíla það í botn að vera í fyrsta árganginum sem huffins, aðalþjálfarinn, fékk inn og er að snúa við þessu liði. þannig að með þessu framhaldi verðum við ekki bara góðir heldur mjög góðir þegar þessi árgangur er á sínu síðasta ári.

Sunday, February 20, 2005

löng helgi...

frí á morgun í skólanum. það er, held ég, president's day. þannig að allir fá frí. þannig að það er bara gott mál. fer þá sennilegast bara á æfingu snemma. ég er allur að koma til held ég. fór aðeins í gadda á föstudaginn og mér leið bara ágætlega. keppti svo aðeins í gær og þessar þrjár vikur sem ég hef ekki getað gert mikið sitja soldið í mér. finnst ég vera soldið ryðgaður, en það kemur vonandi bara. ákvað samt að hlaupa fyrstu tvo hringina í 3000m hlaupi svona til að fá smá feeling fyrir 1000m hlaupinu um næstu helgi...ef ég fer þangað. þjálfaranrnir eru með fund alltaf á mánudagsmorgnum til að ákveða hverjir keppa um helgina. þannig að það kemur vonandi í ljós á morgun hvort þeir sendi mig til seattle með restinni af liðinu eða hvíli mig bara.

annars var ég aðeins að skoða hvernig skólinn inn stendur sig almennt í íþróttum. kemur í ljós að skólinn er níundi besti íþróttaskólinn í usa. skólarnir fá sem sagt stig fyrir að enda í topp 10 í hverri grein og svo er bara allt saman lagt saman. það er vonandi að við náum að enda hærra í ár vegna þess að fótboltinn hjá okkur stóð sig vel og líka blak kvenna og eitthvað eitt í viðbót. svo eigum við alltaf nokkra sterkar greinar inni á vorinu en þá eru fimleikar, róður, sund og fleira sem stendur sig alltaf vel. aðalkeppinauturinn okkar, stanford, rúllar upp þessarri keppni á hverju ári þannig að það er vonandi að við getum færst aðeins nær þeim.

Monday, February 14, 2005

kalt...

ætla að byrja á því að óska silju til hamingju með að bæta sig enn meira. ég veit samt að hún á helling inni og á eftir að bæta sig meira áður en innanhústímabilið er búið.

búið að vera frekar kalt hérna. hitinn fór held ég mest í svona 10 gráður í dag og í þokkabót rigndi. þannig að þetta er ekkert nema svekkelsi þessa dagana...;) fólkið frá suður kaliforniu er allt að drepast úr kulda. er mætt með húfur og vettlinga og alles. ég er nú ekki að vorkenna þessu fólki mikið svo sem...en ég skil það nú svo sem alveg eftir að hafa búið í los angeles í eitt ár.

eitt sem ég er búinn að sjá hérna í vetur er að það er keppt í kringlu innanhús. þetta er gert í stóru innanhúshöllunum og kastað, að ég held, gúmmikringlum. mér finnst þetta nokkuð sniðugt. þegar ég fór til washinton um daginn þá tékkuðum við á aðstöðunni hjá university of idaho, sem er bara svona 20km í burtu og dan o'brien æfði mikið á sínum tíma, þar sést hvað þeir bara negla þessu innanhús og meira að segja spjóti líka. þá eru þeir með einhvað sem þeir setja á oddinn á spjótinu og láta það svo bara flakka.
ég sé ekki neitt því fyrirstöðu að kringlunni væri hægt að kasta innanhús til dæmis í fífunni. bara setja upp færanlegan hring, leggja smá geira og kasta þessu svo bara á gervigrasið. allavega smá pæling...

Friday, February 11, 2005

meiri myndir...

búinn að vera mikið í sjúkraþjálfun undanfarna daga. fór til dæmis til læknis/kírópraktors í morgun og ég var hjá honum í meðferð í einn og hálfan tíma. fór svo aftur til kírópraktors seinna um daginn. þannig að það er allt á fullu svo ég nái mér hratt og örugglega. vonandi fer þetta að smella eftir helgi.

ég fékk loksins myndir frá því þegar við hlupum 4x400m um daginn. við, þrautarstrákarnir, fréttum af því að sprintararnir okkar væru búnir að skipta í tvö lið og ætluðu að hlaupa eitt hlaup. þannig að þar sem við erum ákkúrat fjórir þessa dagana þá ákváðum við bara að taka þátt og nota þetta sem góða æfingu. þar sem að hinir strákarnir eru töluvert góðir í 400 þá náðum við ágætis tíma eða 3:16. þannig að við vorum allir sáttir við þetta.
þegar við ákváðum sveitina vissum við að a-sveitin okkar myndi rústa okkur þannig að við ákváðum að vera cool á einhverju og mættum allir í landsliðsgalla bandaríkjanna. þjálfarinn minn, annar frá vinsti í myndinn, átti helling af svona göllum og lánaði okkur öllum eitt stykki til að hlaupa í. þetta reyndist vera hin besta æfing og í raun stóðum við okkur betur heldur en a og b sveitirnar miðað við það sem var ætlast til af okkur.

Monday, February 07, 2005

fór og tékkaði aðeins á arnold...

kannski ekki alveg...en ég fór samt til sacramento, það býr eimmitt fylkistjórinn hroðalegi og restin af fylkisstjórninni. scott vinur minn var að kaupa bíl rétt fyrir utan borgina og hann náði að plata mig til að keyra gamla bílinn sinn tilbaka. ekki mikið mál vegna þess að það er nýlegur sportbíll og einkar þægilegt að keyra hann :) þannig að við rúlluðum þetta bara létt fram og tilbaka. gaurinn sem var að selja bílinn bjó í sveitinni og þetta var alvöru amerísk sveit. þegar við komum var spilað country tónlist í botni og einhverjir gaurar voru að fara í gegnum bílakirkjugarð og leita að einhverju til að selja eða nota í bilaða bíla. þegar við vorum svo komnir aðeins inn til að tala við gaurinn var nóg af tómum bjórdósum þar frá kvöldinu áður. til að toppa þetta svo allt þá byrjuðu skothljóðin. sem sagt..nágaranninn hafði ekkert betra að gera á sunnudegi heldur en að taka riffilinn sinn og fara að plaffa á eitthvað á jörðinni sinni. kom meira að segja að þetta var hálfsjálfvirk og kolólögleg byssa þannig að það var vel tekið á því.

superbowl var á sunnudaginn. ég afrekaði að horfa á svona 4 mín af leiknum en var svo heppinn að sjá eitt markið hjá patriots. mér gæti eiginlega ekki verið meira sama um þeta sport en einhverra vegna hélt ég nú með patriots í þessum leik. fyrst að steelers voru ekki að spila.

Saturday, February 05, 2005

ekkert ferðalag þessa helgina...

ætla nú að byrja á að óska gauta til hamingju með að hafa náð lágmarkinu. þú átt þetta skilið kall!!

liðið fór til colorado um helgina. það var ákveðið að ég yrði látinn sitja heima og ég var sammála því. tímabilið er langt og óþarfi að vera að taka áhættur svona snemma. þetta lítur út fyrir að hafa verið gott mót þannig að auðvitað er svekkelsi að hafa ekki verið þarna. mótið var í air force í colorado haldið í 7000 feta hæð. þannig að allir voru varaðir við fyrirfram að drekka mikið vatn og búast við því að hlaupa hraðar stuttu hlaupin og fá skrýtna tilfinningu í löngu hlaupunum í lungun.

það var mót hérna á vellinum hjá okkur líka. þannig að allir sem voru ekki að keppa voru látnir starfa og láta sjá sig þar. þessi mót eru alltaf frekar skemmtileg. stelpur og strákar hlaupa stundum saman og vanalega er ekki mikið stress í gangi. þannig að þetta eru góð æfingamót fyrir okkur og high school krakkana í nágrenninu.

super bowl er á morgun. ég er ekki alveg búinn að ákveða hvort ég horfi á það. er búinn að lofa að keyra til sacramento með vini mínum að sækja bíl sem hann keypti. vonandi verður ekki mikil traffik á hraðbrautinni þannig að við komust hratt og örugglega tilbaka. leikurinn á svo sem eftir að taka 5 tíma eða eitthvað og verða endalausar auglýsingar og hlé og stopp og leikhlé og eflaust tafir ofan á allt saman. þannig að ég á örugglega eftir að sjá eitthvað af þessu.