its been a while uhh...
-frekar stíf keyrsla á mér undanfarna daga og vikur en allt saman ennþá í mátulegu magni
-skólinn gengur ... mikið að gera og pressa á manni alla daga, alltaf, að læra og pæla eitthvað...en áhuginn er til staðar þannig að það reddar öllu...fínt að vera kominn í svona nám þar sem maður þarf bara að fara í skólann 2-3 sinnum í viku...en reyndar 3 klst fyrirlestrar hverju sinni!
-gaman að vera í kringum ákveðið fólk sem hefur miklar skoðanir á öllu og hefur framtíðarsýn...það er bara eitthvað við það að trúa á eitthvað svo fast og innilega sem heillar mig...þó að mér persónulega finnist það kannski vera vitleysa en þá hefur þessu sannfæring hjá fólki áhrif á mig og alla í kringum okkur ...
-gengur fínt að æfa... núna get ég sagt að ég æfi fyrir spjótkast...er kominn með léttgeggjaðan króatískan æfingafélaga. við balancerum hvorn annan ágætlega þannig að við erum góðir saman. enn sem komið er bara mikið puð og harðsperrur...en hey...þess vegna er 9 mánaða off season í frjálsum...eða er það ekki?
-gengur líka fínt að þjálfa...ég er farinn að læra inn á krakkana og þau inn á mig, kannski aðeins og vel. en ég hef lært alveg helling á þessu og séð bæði hvað það getur verið hrikalega pirrandi að gera þetta...og svo gaman þegar vel gengur. ég bara vona að við séum að leggja vel inn svo vorið verði árangursríkt. annars eru yfir 100 krakkar í liðinu núna og það verður skorið niður bráðum...samt ekki mörg í mínum hóp sem eiga í hættu að vera látin fara.
-kári búinn að hlaupa tvö hlaup hérna og stendur sig mjög vel. núna verða þeir bara að tryggja sér sæti á nationals um næstu helgi og stimpla okkur inn.
-football tímabilið farið í vaskinn...eftir að hafa verið á fínu róli töpuðum við þremur í röð og þá er bara tímabilið farið í tunnuna. þannig að núna er bara eins gott að byrja að spila strákana sem þurfa að vera góðir á næsta ári við höfum engu að tapa held ég.
-10 litlir negrastrákar gefin aftur út á íslandi ... ég veit ekki alveg hvort ég á að hlæja eða gráta ... ég hef ekki einu sinni lagt í að segja neinum frá þessu hérna ... ég bara bara veit hvaða spurningar ég á eftir að fá á móti ... og satt best að segja hef ég ekki svör við þeim!