Wednesday, November 07, 2007

its been a while uhh...

-frekar stíf keyrsla á mér undanfarna daga og vikur en allt saman ennþá í mátulegu magni
-skólinn gengur ... mikið að gera og pressa á manni alla daga, alltaf, að læra og pæla eitthvað...en áhuginn er til staðar þannig að það reddar öllu...fínt að vera kominn í svona nám þar sem maður þarf bara að fara í skólann 2-3 sinnum í viku...en reyndar 3 klst fyrirlestrar hverju sinni!
-gaman að vera í kringum ákveðið fólk sem hefur miklar skoðanir á öllu og hefur framtíðarsýn...það er bara eitthvað við það að trúa á eitthvað svo fast og innilega sem heillar mig...þó að mér persónulega finnist það kannski vera vitleysa en þá hefur þessu sannfæring hjá fólki áhrif á mig og alla í kringum okkur ...

-gengur fínt að æfa... núna get ég sagt að ég æfi fyrir spjótkast...er kominn með léttgeggjaðan króatískan æfingafélaga. við balancerum hvorn annan ágætlega þannig að við erum góðir saman. enn sem komið er bara mikið puð og harðsperrur...en hey...þess vegna er 9 mánaða off season í frjálsum...eða er það ekki?

-gengur líka fínt að þjálfa...ég er farinn að læra inn á krakkana og þau inn á mig, kannski aðeins og vel. en ég hef lært alveg helling á þessu og séð bæði hvað það getur verið hrikalega pirrandi að gera þetta...og svo gaman þegar vel gengur. ég bara vona að við séum að leggja vel inn svo vorið verði árangursríkt. annars eru yfir 100 krakkar í liðinu núna og það verður skorið niður bráðum...samt ekki mörg í mínum hóp sem eiga í hættu að vera látin fara.
-kári búinn að hlaupa tvö hlaup hérna og stendur sig mjög vel. núna verða þeir bara að tryggja sér sæti á nationals um næstu helgi og stimpla okkur inn.

-football tímabilið farið í vaskinn...eftir að hafa verið á fínu róli töpuðum við þremur í röð og þá er bara tímabilið farið í tunnuna. þannig að núna er bara eins gott að byrja að spila strákana sem þurfa að vera góðir á næsta ári við höfum engu að tapa held ég.

-10 litlir negrastrákar gefin aftur út á íslandi ... ég veit ekki alveg hvort ég á að hlæja eða gráta ... ég hef ekki einu sinni lagt í að segja neinum frá þessu hérna ... ég bara bara veit hvaða spurningar ég á eftir að fá á móti ... og satt best að segja hef ég ekki svör við þeim!

Monday, September 24, 2007

-jæja nú ætla ég að byrja...og klára að setja eitthvað hérna inn...ekki vegna þess að eitthvað tæknilegt klikki...meira svona huglegt!

-allt saman komið á fullt nema að ég er ekki byrjaður sjálfur að æfa...en það gerist vonandi bráðlega
-byrjaður að þjálfa og finnst það mjög gaman. eins og staðan er núna þá er ég aðstoðarmaður gamla þjálfarans míns og við reynum að pína krakkana eins og við getum
-búið að vera frekar mikið púl hjá okkur og það er allt allt öðruvísi að vera sá sem fylgist með og drekkur kaffið sitt heldur en að vera sá sem er að púla
-við erum búnir að keyra krakkana aðeins niður í kjallara en enginn hefur hætt og gengið í burtu á miðri æfingu þannig að ætli það sé ekki allavega smá harka í þessum krökkum
-hefur enginn ælt ennþá...enda engar þannig æfingar í boði fyrstu vikurnar...en það styttist allt saman... en það voru nokkur sem tóku smá elvis dans (get it?) eftir nokkrar æfingar í síðustu viku

-skólinn...er fínn...mikið að gera en allt saman áhugavert...þarf bara að halda áfram að skipuleggja mig og komast í gegnum lesturinn hægt og rólega.
-öðruvísi fólk en ég hef áður þekkt með mér í sumum tímum og mörg þeirra eru með aðra sýn á heiminn og breytingar sem þurfa að eiga sér stað.
-byrjaður aðeins að setja saman ritgerðina mína, já með greini,...þarf að elta nokkrar greinar og bækur uppi og lesa og pæla í þeim ... og ákveða hvernig mitt næsta skref verður í þeim málum
-alls konar bull í gangi á campus...búið að vera að skjóta á og ræna óheppið fólk undanfarið...

-ég trúi hreinlega ekki að fh sé að fara að tapa í fótboltanum!

Monday, September 03, 2007

einu sinni...þá hlotnaðist mér sá heiður að fá einkamynd af mér og fyrsta 70m sleggjukastara Íslands! eftir þetta kvittaði hann á brjóstið á mér!


til hamingju kappi!

Saturday, September 01, 2007

-kominn út aftur....
-sumarið heima var bara ansi ljúft...vann aðeins of mikið en lærði alveg helling á því
-fór bara einu sinni út fyrir borgina og það var hraðferð á mí! ... þarf að gera betur næst
-FH vann bikarinn...pottþétt hápunktur sumarsins!



-búinn að hamast við að setja upp hillur og laga svona hitt og þetta í íbúðinni minni ... við ákváðum að ef það væri ekki gert núna þá færum við í gegnum annan vetur kvartandi og nena ekki að gera neitt í því
-skólinn kominn af stað aftur...er bara í skólanum þrjá daga í viku en þeim mun meira að lesa fyrir hvern tíma... hver og einn fyrirlestur er líka 2-3 klst og12-25 manns í hverjum fyrirlestri...þannig að það gengur ekkert að fela sig aftast og þykjast eitthvað!
-komið á hreint að ég verði svona graduate assistant fyrir liðið hérna...þannig að ég hjálpa þjálfurunum og fæ vonandi að ferðast sem mest með liðinu í vor og komast inn á einhver góð mót hér og þar
-ég ætla samt ekki að sofa á skrifstofunni eins og sumir strákar, sem vinna fyrir önnur lið heldur en frjálsar, sem eru með mér í bekk

-formleysið var staðfest með smá körfubolta í gær...ég náði ekki að blokka einu sinni eitt...og ekki var ég nú að spila á móti mjög dynamic stákum ;(

-prófaði að setja inn smá dót á hægri hliðina hérna...sjáum til hvernig mér líkar þetta

Friday, May 25, 2007

to the left...to the left...

Friday, May 18, 2007

húff....

jæja...byrjum á byrjuninni...

-keppti á pac 10 conference mótinu okkar síðustu helgi.
-gekk ekkert sérstaklega...henti 63m eða svo í spjótinu og stökk svo bara 14m í þrístökki
-frekar fúlt...en náði að skora stig í spjótinu fyrir liðið...og ekki veitti af...
-við enduðum í síðasta sæti karlamegin...við erum með fínt lið...og allt í lagi breidd...en við erum bara ekki með svona heilsteypt lið sem þarf til að standa sig vel í svona keppni

-tók tvö heimapróf í síðustu viku...
-fór svo strax í tvö lokapróf eftir að ég kom heim af mótinu...þannig að það var drukkið kaffið stíft...
-kláraði svo síðasta prófið mitt á miðvikudaginn og er þar með búinn með skólann!!!
-fór heim og fagnaði með því að leggja mig 3 klst fyrir framan sjónvarpið....ég skulda svefninum ansi marga klst eftir þessi ár...þannig að ég ákvað bara að byrja að vinda ofan af því strax...hehe

-mamma og pabbi komu í heimsókn til mín í síðustu viku og ætla að vera hérna ásamt berglindi og evva í næstum tvær vikur...
-þannig að núna læt ég bara mömmu elda fyrir mig og alles
-ætlum svo bara að keyra um og skoða allt saman hénra í kringum mig með famililíunni

-keppi næst í oregon eftir viku eða svo...þannig að þangað til er það bara mátulega mikið og sofið út og svona...

pís!

Sunday, April 29, 2007

-já já...það er oft sem ég hef ekki nennt að blogga og gleymt þessarri síðu...en samt aldrei jafn mikið og undanfarið

-byrjum á smá sprikl report
-kastaði 64.03m í gær...ekkert sáttur en það heldur áfram að fara lengra á hverju móti
-var alveg dúndur mót hérna með mikið af góðum árangrum
-fékk blómvönd þar sem ég er á síðasta ári að keppa fyrir skólann ... snökkt, snökkt
-kristín kom með liðið sitt og tékkaðu á okkur hérna í nor cal


-ég held að eftir að háskólakörfuboltinn klárast og þangað til úrslitakeppnin í nba byrjar sé alltaf leiðinlegasti tíminn í amerísku tv...bara póker (sem ég tek ekki vera íþrótt btw) í sjónvarpinu og bull
-golden state warriors, sem spila eimmitt í oakland, eru að standa sig rosa vel. eru komnir í 3-1 á móti dallas og allir hérna hafa dúndur trú á að þeir klári dæmið

-bjó aftur til rabbabaragraut...og gleymdi að gefa kristínu smakk til að sanna að þetta sé góður grautur hjá mér!

-til hamingju fannar með dúndur árangur!!