Sunday, May 22, 2005

flytja...

við erum byrjuð að flyta á nýja staðinn okkar. ákváðum að flytja í nýja íbúð þar sem er ódýrara að búa og þægilegra. er soldið lengra frá skólanum en samt ekkert svo mikið. ætla að búa með vini mínum og konunni hans í fínni tveggja herbergja íbúð. þetta er svona alger týpísk íbúð sem fólk sér í bíomyndunum sem búnar eru til í la. bý á eftir hæð og það er svona stigi fyrir utan og allt.

þannig að við tókum þetta eiginlega bara með trompi í dag en byrjðum samt á að fara í massa morgunmat með eggjum, pulsum, beikoni, pönnukökum, og miklu kaffi. eftir það var bíllinn hlaðinn nokkrum sinnum og allt lítið og lauslegt er farið héðan. svo á þriðjudaginn fáum við vonandi lánaðan jeppa og reynum að taka húsgögn og restina.

setti inn nokkra tengla á myndir hérna á hliðinni -->. þetta eru myndir af liðinu mínu frá þessu tímabili. þjálfarinn minn, phil, tók sumar af þessum myndum en það er hobbíið hans. hann btw er með besta árangurinn í heiminum í þraut enn sem komið er. hann fór til ítalíu um daginn og tók nokkra kalla í nefið þar. núna er bara vonandi að hann nái að halda dampi og komi sér til finnlands í rauðum, hvítum, og bláum búningi.

Friday, May 20, 2005

búinn með prófin

búinn með prófin. kláraði á miðvikudaginn. var allt saman frekar strembið þegar ég kom tilbaka frá la vegna þess að ég hafði ekki mikinn tíma þar til að læra. ekki hjálpaði heldur að ég var með eitt á dag frá mánudegi til miðvikudags. komst samt í gegnum þetta allt saman og fékk frí á æfingum. þannig að þessi vika er búin að vera öll soldið skrýtin.

mótið var ansi gott og skemmtilegt. ég náði að kasta 65.09m og enda fimmti. var ekkert að fíla mig í botn og allur eitthvað þreyttur eftir þrautina helgina á undan. þannig að ég var lengi í gang og var ekki að kasta tæknileg vel fannst mér. náði svo loksins að setja smá kraft í síðasta og bætti mig um einhverja 20cm. þannig að ég náði í stig fyrir liðið og bætti mig líka.
almennt voru árangrar á mótinu mjög góðir. þetta er almennt talinn vera næst besta svæðiskeppnin í usa þannig að fólk var að setja upp árangra sem myndu sóma sér vel á ól og hm. almennt gekk liðinu mínu vel og við erum pottþétt á réttri leið og verðum væntanlega orðinn helvíti góð eftir nokkur ár.

annrs er næst á dagskránni að sofa vel og hvíla sig og fara svo til oregon til að keppa um næstu helgi. kasta spjóti þar og vonandi kemst ég þaðan á nationals.

Monday, May 16, 2005

baeting...

kominn tilbaka fra pac 10. mjog gott og sterkt mot. nanast allir arangrar a motinu voru helviti godir. kastadi spjotinu a laugardaginn og nadi ad smella tvi 65.09m i sidasta kasti. var samt mjog lengi i gang.

allavega...alltaf gaman i profum...serstaklega tegar mar eydir meiri tima a vellinum i la og a hotelherbergi heldur vid lestur. vonum ad tetta reddist allt saman.

skrifa meira um tetta eftir profin min vonandi a midvikudaginn.

wish me luck...

Wednesday, May 11, 2005

búinn með tíma...

skólinn kláraðist í gær. þannig að eftir að ég kom heim frá la þá var setið nokkuð stíft við að koma saman tveimur ritgerðum...sem gekk allt saman á endanum. þannig að núna er upplestrarfríið hafið. ég fer ekki í fyrsta prófið mitt fyrr en á mánudaginn. en þar sem ég fer á föstudaginn aftur til la og kem ekki heim fyrr en seint á sunnudag væri ekki vitlaust að læra vel á áður en ég fer. reynum það allavega.

annars er ég með alveg hrikalegar harðsperrur í kálfunum og ég kenni 1500m um það algerlega. fann það strax eftir hlaupið að það var eitthvað í gangi. ég er samt búinn að fara í sjúkraþjálfun og nudd allavega tvisvar á dag til að ná þessu úr mér. en ég er samt enn stífur. vonandi verð ég orðinn þokkalegur á föstudaginn.

mótið um helgina verður nokkuð gott. held að það verði mjög jafn árangur í öllum greinum. engin grein sem verður rosalega góð og ekki nein sem verður rosalega léleg. mitt gamla lið, usc, mun mæta með hrikalega baráttu á völlinn hjá ucla vegna þess að ucla vann þá um daginn og ég held að usc sé með betra lið til að vinna þetta mót. þannig að það er pressa á þeim að sanna það. sama má segja um mitt lið. við þurfum að nýta þetta tækifæri til að sanna okkur og sýna.

Monday, May 09, 2005

allt þreytt...

allavega kominn tilbaka frá la. er alveg hrikalega þreyttur og búinn að sjokkera skrokkinn á mér svakalega. þarf væntanlega nokkra daga til að jafna mig. endaði með því að verða þriðji í keppninni og skora 7002 stig. þar sem að allt þetta vor hefur verið mjög mjög brösótt fyrir mig þá verður mar bara að taka hvaða skori sem mar nær fagnandi og halda áfram. þetta er pottþétt erfiðasta þrautin sem ég hef farið í gegnum bæði líkamlega og andlega. er að pæla í að fara á persónlulegu nóturnar og skrifa soldið um þetta. (aðallega fyrir sjálfan mig þegar ég lít á þetta eftir nokkur ár.)

laugardagur.
-100m-11.85s-hrikalega hrikalega hægt. var mjög hræddur við að komast ekki í gegnum þessa grein. átti ömurlegt start og náði aldrei að hlaupa almennilega. kláraði samt og lærið á mér hélt. er búinn að fara einu sinni úr blokk síðan í janúar og það var á fimmtudaginn síðasta. hef ekki tekið eina hraðaæfingu síðan þá heldur. þannig að ég vissi alvega að við þessu væri búist. andlega séð var þrautin samt hálfnuð eftir þetta hlaup.
-langstökk-6.73m-allt í lagi svo sem. byrjaði samt á því að setja sjálfan mig í vonda stöðu með því að stökka bara 6.10m í fyrstu tilraun. eitthvað sem ég hef ekki gert síðan ég var svona 14 ára. gerði svo næsta ógilt. var svo þreyttur eftir 100m hlaupið að ég átti erfitt með að hlaupa atrennuna mína. en náði samt að setja smá kraft í það síðasta og stökk 6.73m. þokkalega sáttur en samt orðinn þreyttur í löppunum. hef ekki stokkið langstökk með fullri atrennu síðan í janúar. samt búinn að hlaupa atrennu tvisvar. annað skiptið var samt bara á 80%.
-kúla-13.53m-bætti mig á fyrsa kasti. náði loksins að gefa mér tíma til að hreyfa kúluna og ýta aðeins á hana. var samt ekkert rosalegt átak á henni. næstu köst var ég of æstur og það varð ekki neitt úr neinu. góð bæting samt og þetta kveikti aðeins í mér.
hástökk-1.92m-ágætis hástökk svo sem. var samt nálgt því að fara yfir 95 en það small samt ekki. er alltaf í vandræðum með að hlaupa beygjuna almennilega. er samt að vera betri. var eiginlega alveg bensínlaus samt eftir hástökkið.
-400m-52.65-eins og 100m-bara hrikalega hægt-var bensínlaus og hræddur við hlaupið. fór hrikalega hægt af stað og ætlaði aldrei að ná í taktinn til að hlaupa þetta. hljóp´
örugglega negatíft splitt í þessu hlaupi. ekki búinn að taka neina 400m æfingu síðan í janúar. fyrsta sem ég hugsaði eftir þetta hlaup "geri þetta aldrei aftur ekki í formi"!!algerlega bensínlaus og stífur, þreyttur, dasaður og bara búinn á því. samt feginn að hafa komist í gegnum helming og nokkurn veginn heill.
-fékk nudd eftir hlaupið frá fyrrverandi nuddara tom pappas og fór svo í ísbað. borðaði eins og göltur um kvöldið og svo bara étið motrin og horft á blak um kvödið í sjónvarpinu.

sunnudagur.
vaknaði vel stífur í lærinu og bakinu öllu saman. samt betri heldur en ég hafði búist við. þannig að ég fór snemma á völlinn og lét sjúkraþjálfarann vinna á löppunum á mér í svona 40mín áður en ég byrjaði að hita upp. var þokkalega vel stemmdur.
-110m grind-15.59s-frekar hægt-en ég held að ég hafi bætt mig. grind 4,5,6 slappar en náði að klára þokkalega í gegn. eins og með 100m þá var þetta stærsti höuðverkurinn á seinni degi. hef tekið total 4 æfinar yfir grind. fyrsta var með grindina alla leiðina niður. og svo í hvert skipti upp eitt bil. hafði farið einu sinni úr blokk yfir grind og það var bara 80%. var samt soldið stífur eftir hlaupið og farinn að hafa smá áhyggjur af framhaldinu. andlega séð þá var ég samt búinn með 80% af þrautinni.
-kringla-38.xxm-ekkert sérstakt, eins og í langstökkinu þá setti ég mig í vonda stöðu með að eiga lélegt fyrsta kast og gera svo næsta ógilt. náði samt allt í lagi kasti í þriðja. tæknilega séð allt í lagi. vantar bara nokkur þúsund köst í viðbót ;)
-stöng-3.85m-hérna var það sem ég fór niður fyrir "E". algerlega bensínlaus. var bara feginn að hafa komist í gegnum þetta án þess að detta ekki á hausinn einhvers staðar. átt ekkert erindi í allar stangirnar mínar og stökk í fyrsta skipti í 3 ár á 15 feta stöng. hafði ekki möguleika á að komast á 16 feta stöng. stífnaði soldið upp og þetta var tímapunkturinn sem æfingaleysið kom og flengdi mig. ég átti það svo sem alveg skilið held ég. hef stokkið þrisvar síðan í janúar og í tvö skipti kom þetta sama vandamál upp.
-spjót-61.xxm- allt í lagi, en eins og áður þá var fyrsta kast lélegt en eftir alla hvíldina meðan hinir strákarnir voru að stökkva stöngina þá náði ég að taka soldið á því í síðasta og koma því yfir 200 fetin. þetta er örugglega bjartasti punkturinn á allri þrautinni. var á þessum tímapunkti 6 stigum á eftir stráknum á undan mér. þannig að það var pepp-talk frá coach fyrir 1500m og lagt á ráðin um þetta.
-1500m-4:38,xx-náði að vinna hinn strákinn með 6 sek og þar með ná þriðja sætinu. þvílkt team work hjá hinum stráknum og félaga hans. átti eitthvað að reyna að sprengja víkinginn en ég hélt nú ekki...mar er ekki fæddur með stór lungu fyrir ekk neitt...búinn að æfa þessa grein soldið vegna þess að það hefur ekki reynt mikið á mig á æfingum og okkur langaði til að eiga svona hlaup uppi í erminni. ljúft...en sárt að ná að klára þetta svona.
-ísbað og komið sér að éta strax eftir allt saman

þannig að þó að þetta hafi ekki verið nein dúndur helgi fyrir mig þá eru þarna nokkrir ljósir punktar. fer allavega aftur til la til að kasta spjóti um næstu helgi.

Thursday, May 05, 2005

farinn til la...

byrja a ad oska haukunum med ad hafa klarad tetta med stael. svona lagad gera bara yfirburdalid...

allavega...eg er ad fara til los angeles a morgun. keppi tar i traut. undirabuningurinn hefdi matt vera betri en fyrst eg nadi ad togna i laerinu i lok januar ta setti tad allt ur skordum. tannig ad eg er ekki buinn ad keppa i morgun greinum og meira ad segja ekki buinn ad aefa tar mikid vegna tess ad tad hefur hreinlega ekki verid haegt. svo vid aetlum bara ad fara og vaengja tetta...svo mar tydi eitt stykki frasa beint fra enskunni yfir a islenskuna. numer eitt tvo og tiu er samt ad koma heill ut ur tessu og hafa gaman.

kem svo aftur heim seint a sunudaginn og tarf ta a maeta i tvo daga i skolann og svo byrja profin. eg fer samt aftur til la fostudaginn eftir viku. tannig ad tad er alltaf gaman ad eyda meiri tima a flugvollum/hotelm/vellinum heldur en vid skrifbordid sitt svona rett fyrir profin. en eg valdi mer tetta allt saman tannig ad tad tydir litid ad vaela nuna.

allavega...wish me luck

later