Tuesday, November 21, 2006

tók laugardaginn snemma og fór á kringlukasts fyrirlestur hjá mac wilkins og jay silvester. báðir þessir kappar eiga yfir 70m í kringlu og áttu báðir heimsmet í kringlu, fyrst jay og svo mac...veit samt ekki alveg hvort það var einhver annar þarna í millitíðinni.
allavega...þeir halda svona fyrirlestra öðru hvoru út um allt og reyna held ég að fá sem flesta high school krakka...en við fengum að fljóta með. þetta var mjög gaman að heyra þá tala um tækni og frjálsar og svona. þeir augljóslega prófuðu allan fjandann til að reyna að kasta aðeins lengra og pældu í öllum mögulegum, og ómögulegum, hreyfingum til að ná nokkrum sentimetrum í viðbót.
það sem mér fannst samt áhugaverðast var að þeir voru sammála um flest...en sumt samt sem þeir voru hreinlega ekki sammála um...eða fannst ekki jafn mikilvægt...og þeir voru augljóslega búnir að diskútera þetta milljón sinnum áður og vissu að þeir gætu ekkert breytt skoðun hvors annars.
þó að ég sé nú ekki mikill kringlukastari þá fannst mér þetta samt mjög gaman. alltaf gaman að hlusta á fólk tala um eitthvað sem það hefur svo innilegan áhuga á og hefur pælt í einhverju frá öllum hliðum!

annars er thanksgiving á fimmtudaginn...þannig að skóli á morgun og svo löng helgi.

Saturday, November 18, 2006

stikklum aðeins á stóru
-töpuðu í dag fyrir mínum gamla kollegí, usc, og þar með er tímabilið í fótboltanum nokkurn veginn orðið glatað
-strákarnir á hæðinni fyrir ofan mig eru að gera með geðveikan með partýinu sínu
-morgundagurinn verður mikill kaffidagur vegna mikillar heimavinnu
-við erum búnir að tengja græjur á baðið...dúndrandi tónlist=lengri sturtur
-þar sem að blokkin sem ég á heima í er svo gömul borga ég ekki (beint) fyrir heita vatnið ;)
-kallinn er að komast í form...12x 200m á fimmtudeginum, færðum hana til tvo daga, gáfu góða vísbendingu um það
-næstum thanksgiving...verður gott að fá smá pásu í skólanum...eða meira svona tíma til að skrifa ritgerðir án þess að vera að fara í tíma á morgnana
-áfram lemgo...jafnir í fyrsta sæti...
-núna fer frasinn "shopping season" að birtast alls staðar...svei mér þá að ég hati ekki þennan frasa mest af öllu í ensku
-ég hlakka til að komast til þýskalands og íslands um jólin...jább...ég ætla halda íslensk jól í þýskalandi...og kíkja á leik!
-það er snilld að taka ólympískar með tæki sem mælir hraða á stönginni
-ég er loksins búinn að læra að búa til góðan grjónagraut...hann er samt ljósár á eftir grautnum hjá ömmu!
-ég vildi að það væri hægt að kaupa síld í stærri einingum hérna í landi-stórra-eininga!
-djók mót hjá okkur eftir þrjár vikur...ég fékk að velja í annað liðið...
-ég er farinn að leggja mig

Tuesday, November 14, 2006

jæja...twos-day...smá stress í mér fyrir æfinguna í dag! við erum búin að gefa þessum blessaða degi nýtt nafn sem segir allt sem segja þarf!

fór um síðustu helgi á svona snjónbretta/hjólabretta sýningu í sf! var búið að koma fyrir RISA stökkpalli á baseball vellinum í sf þar sem barry bonds, alleged, steratröll dúndrar út í sjó. það var lúmskt gaman að sjá hvað þetta er í rauninni langt. anyways...hérna er mynd af pallinum


þarna voru mættir einhverjir rosa snjóbrettakappar, sem ég þekki ekki neitt. tony hawk mætti þarna líka og var eitthvað að sýna sig. en ef ég hefði verið eitthvað inn í þessum snjóbrettaheimi þá hefði ég örugglega, eins og margir voru, hlaupið um og reynt að fá eiginhandarátitanir og plaköt etc etc.

við þurftum reyndar að fara fyrr frá sýningunni vegna þess að það var fótboltaleikur hérna í b-town sem við vildum ekki missa af. við unnum þennan leik en töpuðum svo óvænt á laugardaginn núna. þannig að tímabilið er hugsanlega að fara í vaskinn.



svo legg ég til að allir þeir sem studdu árna johnsen þurfi að sýna vegbréf þegar þau koma til "meginlandsins" frá eyjum

Sunday, November 05, 2006

da zoo

byrjum á smá fótbolta update...unnum systurskóla okkar ucla í gær. þannig að við erum númer 8 núna. eins og staðan er núna eigum við bara einn erfiðan leik eftir við usc! þannig að þetta á eftir að verða dúndur tímabil fyrir okkur 7,9,13!

fór í dýragarð um síðust helgi. ég hélt að ég hefði aldrei farið áður en eftir að hafa talað við familíuna þá fór ég líklegast í köben þegar ég var smá patti. ég var örugglega svo busy að éta ís að ég man ekkert eftir því.


þannig að ég fór með myndavélina mína núna og smellti af nokkrum minningum.


það var helllingur af dýrum þarna og gaman að skoða þetta allt saman. nenntum samt ekki að fara alveg alls staðar en sáum svona það var eitthvað var í. mér fannast samt flottast að sjá ljónin borða. það bara var eitthvað við það að standa 3m frá konungi frumskógarins og geta horft á hann án þess að fá hjartaáfall og reyna að hlaupa í burtu á sama tíma.
það var reyndar búið að hrekkja aumingja ljónin aðeins með því að setja kjötið þeirra ofan í grasker (svona af því það var hrekkjavaka). var samt smá svekkjandi að þau voru ekkert að hakka þetta í sig. bara svona hægt og rólega jappluðu á þessu.