Friday, December 23, 2005

Jólin koma...

kominn heim...þreyttur og sjúskaður...en sæll og glaður.

gekk bara vel að koma sér heim. flaug í gegnum boston þetta skiptið og það var ágætis viðvörun kuldinn þar. núna er bara verið að undirbúa jólin í rólegheitunum og njóta þeirra bara.

allavega...gleðileg jól...eða gleðilegt frí eins og kaninn segir.

Tuesday, December 20, 2005

chillin

mar er bara allur að undirbúa heimkomuna, byrjaður að hugsa um að pakka, finna farmiðann og svona. fer í gegnum boston heim þetta árið. fer í loftið frá san francisco um 8 að morgni og lendi svo heima á íslandi um 8. þannig að þetta verður sama ferðalag eins og alltaf.

ætli leið mín liggi ekki nánast beint í klippingu vegna þess að ég hef ekki látið klippa á mér hárið síðan í ágúst! mér finnst ég alltaf vera klipptur eins og hálfviti hérna úti þannig að ég bara ákvað að sleppa því í ár. en mar verður nú samt að líta almennilega út um jólin þannig að mamma reddaði mér tíma þegar ég kem heim.

fór i gær með samleigjanda mínum og við fengum okkur persneskan mat. fékk mér kjúlla og hrísgrjón og fleira. bara ansi gott en samt ekki það besta sem ég hef smakkað. þarf að fara samt aftur til að fá eitthvað annað.

bjössi góður að setja met. áhugavert að hlaupa hindrun inni. hef aldrei heyrt um það, en ég meina af hverju ekki...smá vandi reyndar með vatnið.

allavega...bara ein æfing í dag þannig að ég er bara eitthvað að blogga og læti...þarf svo að skreppa á bóksafnið og póstinn og svona seinna í dag. svo er aldrei að vita að mér verði ekki bara boðið í mat í kvöld.

Saturday, December 17, 2005

búinn með prófin

loksins búinn með prófin. voru bara tvö þetta skiptið þar sem að ég var með lokaverkefni. gekk held ég bara fínt svona í heildina.núna er bara fríið komið sem ég er búinn að bíða lengi eftir. þarf ekki að mæta í skólann fyrr en held ég 17. janúar. þarf samt að mæta fyrr fyrir íþróttirnar.

annars kem ég ekki heim fyrr en á þorláksmessu. þannig að ég legg af stað þann 22 og kem held eldsnemma þann 23. síðasti prófadagur er 21 og þar sem ég vissi ekki nákvæmlega hvaða tíma ég myndi enda með að taka þegar ég keypti miðann minn þá varð að leysa þetta svona.

þannig að núna er bara æft á hverjum degi og stundum tvisvar á dag. gott að klára þessa önn þannig og fara svo heim beint í létta viku. þá getur maður slakað betur á yfir jólin og notið þess að vera heima.

planið er sem sagt fyrir næstu daga að kaupa jólagjafir, æfa helling, sofa og bæta upp fyrir undanfarna mánuði, horfa á bíomyndir og borða góðan mat. loksins almennilegt líferni á manni...

Wednesday, December 14, 2005

próf

keppti aðeins á sunnudaginn. kosið í tvö lið og svo stigakeppni, liðið sem ég var í gullliðið vann. það var svona léttur andi yfir þessu öllu saman og allir tóku þátt í einhverju þó það hafi ekki endilega verið þeirra grein. Allir þjálfararnir ákváðu að hvíla nánast ekkert sitt fólk þannig að flestir voru svona soldið þungir á sér...sem er svo sem bara gott mál þar sem það er nú bara desember ennþá.
ég endaði á því að keppa í spjóti, 60m grind, 300m og þrístökki. kastaði spjótinu með stuttri atrennu 55m og var bara mjög sáttur við það þannig séð. veit ekki tímann minn í grindinni en það var allt í lagi hlaup. 300m var hægt, 38s, en gott að fá að hlaupa í smá keppni. fékk ekki nema 15 mín eftir 300m til að undirbúa þrístökk þannig að ég skokkaði hálfa atrennu og fór eitthvað um 13.6m. alltaf gaman að stökkva smá þrístökk. þannig að í heildina eru þetta engir sérstakir árangrar en ég er samt bara sáttur við þetta og allt lofar bara góðu fyrir innanhústímabilið.

annars þá á ég bara eitt próf eftir. verð búinn um kvöldmatarleyti, að mínum tíma, og get tekið því rólega í fyrsta skipti í langan tíma. allavega...ætla að hella mér út í smá gatt, wto, og nafta reglugerðir.

Sunday, December 11, 2005

silju minni og frjalsitrottum a islandi til studnings stel eg tessu fra mbl.is

FH-ingar óska eftir skýringum hjá ÍSÍ
"VIÐ erum fyrst og fremst að óska eftir skýringum eftir hverju er farið þegar styrkveitingar eru ákveðnar. Nú virðist vera ljóst að tekin hefur upp ný stefna þegar ÍSÍ ákveður að veðja á einn íþróttamann umfram annan," segir Sigurður Haraldsson, formaður frjálsíþróttadeildar FH, en í gær ritaði hann stjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) bréf. Í bréfinu óskar hann eftir svörum við því hvað legið hafi til grundvallar þegar ákveðið var að veita Silju Úlfarsdóttir, hlaupakonu, C-styrk en Ásdísi Hjálmsdóttur, spjótkastara, A-styrk, frá og með 1. janúar, þegar litið er til þess að árangur þeirra sé "mjög sambærilegur" eins og segir í bréfinu.

C-styrkur nemur 480.000 krónum á ári en A-styrkur er fjórum sinnum hærri.

Í bréfinu segir ennfremur m.a. "Frjálsíþróttadeild FH telur að hér sé um að ræða gróflega mismunun til styrkþega. Óskar Frjálsíþróttadeild FH eftir því að þessi mistök verði leiðrétt hið fyrsta."

Máli sínu til stuðnings benda FH-ingar á að Ásdís sé á þessu ári í 6. sæti á afreksskrá Norðurlanda í spjótkasti á sama tíma og Silja sé í 2. sæti á sömu skrá í 400 m grindahlaupi. Þá sé Ásdís 41. sæti í á afreksskrá Evrópu og í 62. sæti heimsafrekalistans í spjótkasti en Silja sé í 36. og 67. sæti á Evrópu- og heimsafrekalistum í 400 m grindahlaupi.

"Þess vegna óskum við eftir að ÍSÍ geri grein fyrir hvað lagt var til grundvallar þegar ákveðið var að mismuna íþróttamönnum," sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið.

Hvort frjálsíþróttadeild FH og Silja hyggist grípa til einhverra ráðstafana verði ekki leiðrétting gerð sagði Sigurður að ekki væri tímabært að ræða það. "En það er ljóst að við styðjum okkar íþróttamann fullkomlega."

svor oskast...hvet alla sem skilja tetta mal ekki heldur til ad setja tetta in a sinar sidur...

Saturday, December 10, 2005

papers...

mar er farinn að hljóma eins og gömul kona með gigt...en það er búið að vera frekar kalt hérna undanfarið...mar verður nú að sýna að mar sé íslendingur og tala mikið um veðrið...haha...en það var nógu kalt hérna um daginn svo að það gæti snjóað eina nóttina....en það var nú samt bara stuttar og ber að ofan á æfingu í gær...þannig að þetta er ekki alslæmt.núna er til dæmis mjög fínt og ég get ekki hugsað það til enda að það séu alveg að koma jól.

annars skilaði ég innn 12 síðna ritgerð í gær sem tók nokkurn veginn alla þessa viku. feginn að hafa fengið frest á hina ritgerðina mína sem ég skila á mánudaginn. sú er ekki "nema" 10 síður. svo er próf þriðjudagsmorgun og svo fimmtudag. breytist aðeins frá því sem ég hélt þannig að þetta er ágætlega sett upp núna.

annars er mót á morgun. ekki búið að ákveða alveg hvað ég geri...fer soldið eftir stemmingu hjá mér og hvernig dagskráin á eftir að vera. hlakka soldið til þó að ég sé nú ekki kominn í neinn keppnisgír. en alltaf gaman að sjá hvernig staðan er á manni og hvað það er sem þarf að vinna í áður en keppnistímabilið byrjar.

Saturday, December 03, 2005

rain...

rigndi nokkurn veginn í fyrsta skipti hérna þessa önnina á miðvikudaginn og fimmtudaginn. alveg búinn að gleyma hvað allt saman breytist þegar það rignir. fúlt að vera hundblautur í tíma og að æfa fínt að vera heima í rigningunni. kólnaði líka slatta og þar sem að fæstir eru með kyndingu hjá sér þá eru flestar íbúðir, mín þar á meðal, bara kaldar. fólki finnst rafmagnið svo dýrt til að kynda hjá sér þannig að það sleppir því bara. mér finnst þetta nú svona í kaldara lagi en maður lifir þetta alveg af. mér finnst líka lyktin af ringingunni hérna líka bara ágæt.

ein vika eftir í skólanum...svona mátulega mikið af heimalærdómi þessa vikuna en ég held að ég nái að höndla þetta bara vel ef ég nota tímann í dag og á morgun vel. svo taka bara prófin bara við. þannig að það er ekki mikið eftir hérna. þessi önn búin að líða svo rosalega hratt eitthvað. finnst eins og ég hafi bara verið að byrja að æfa og í tímum í síðustu viku.

smá mót eftir viku. blue and gold er það kallað. þá er liðinu skipt í tvennt og keppt. meira svona til gamans...en samt alltaf smá alvara í þessu. ekki alveg búinn að ákveða hvað ég geri nema ég veit að ég tek smá þrístökk en bara með 8-10 skrefa atrennu. er búinn að uppfylla loforðið mitt við aðalþjálfarann þessa önnina og taka hálfa þrístökksæfingu á viku. þannig að það er bara miklu meira heldur en ég hef gert áður þannig að ég er bara spenntur að sjá hvað mar getur hoppað. svo er hástökk líklegt en bara með stuttri atrennu. svo er spurning með spjót...en mig langar eiginlega ekkert að kasta því á þessu móti vegna þess að ég hef ekkert kastað spjótinu á æfingum, þó ég sé búinn að kasta slatta af boltum og örvum og þess háttar. en þetta kemur allt saman í ljós. aðalatriðið með þessu móti er bara að skemmta sér og fíflast smá með félögunum.